Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 01.08.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 01.08.1933, Blaðsíða 1
ALÞYÐUMAÐURINN III. arg. Akureyri, Þriðjudaginn 1. Ágúst 1933. 43 tbl. 11 íl >Verkam.« kannast viö, aö samn- ingur »Einingar«-taxtans, fras Einars Olgeirssonar um styrk- leika »samfylkingarinnar«, allt skraf »Verkam.« um kaupmál verkalýðsins, og loforð E. 0. fyrir kosningarnar um aðstoð við vinnustöðvanir á síldarstöðv- unum, hafi verið og sé látalæti ein óg blekkingar. Það verður ekki með réttu saét um blað flórmokaradeildar íhalds- ins hér á staðnum, »Verkamann- inn«, að oft ratist kjöftugum satt .á munn, því slík fyrirbrigði eru mjög fátíð á því búi. En á Laug- ardaginn brá mjög áberandi út af þeirri meginreglu blaðsins, að fara aldrei með rétt mál, því þar er full- komin játning blaðsins. og um leið Kommúnistaflokksins, fyrir því, að allt starf flokksins og einstakra meðlima hans sé loddaraleikur einn og fals. Framið og viðhaldið til þess eins að ganga erinda auð- valdsins í verklýðsfélögunum. í síðasta blaði Alþýðumannsins var flett óvægilega ofan af loforða- og svikapólitík Einars Olgeirssonar og samherja hans, Undan þessari réttlátu hirtingu svíður þeim Guð- manni og Steingrími svo, að þeir — mitt í þrengingum sínum — glapra því upp úr sér, að þeir, kommúnistarnir, geti ekki fram- kvæmt neitt af því, sem þeir þykj- ast vilja gera fyrír verkalýðinn. Með þessu er sagt hvorki meira né minna en það, að allt skraf og skrif kommúnistanna sé fals og blekkingar. Peir segja við verka- lýðinn: Kommúnistaflokkur íslands getur allt og gerir allt fyrir ykkur. I krafti þessara slagorða, eggja þeir verkalýðinn fram til allskonar heimskuverka, lofa honum gulli og grænum skógum, og svívirða alla þá, sem ekki vilja gerast þátttak- endur í þessum loddaraleik. En við skulum aðeins líta á það sem næst Iiggur, og skoða það í Ijósi þessarar játningar Verkamanns- ins um getuleysi kommúnistanna. Með þessa vissu setti sEining« taxta sinn í vor. Vitandi þetta lofaði Einar Ol- geirsson að síldarstúlkurnar skyldu fá greitt við síldina eftir þessum taxta. — Játandi þetta eggjar »Verkam.« til hins og annars, sem enginn vegur er til að koma í framkvæmd í því sniði, er kommúnistar draga það fram í dagsljósið. Hygnir menn sníða kröfur sínar með tilliti til möguleikanna, til að fá þeim framgengt. Heiðarlegir menn lofa ekki öðru en því sem þeir geta efnt. Pað eru varmenn- in og angurgaparnir, sem haga sér eins og E. O. og hans nótar. Kaupgialdsmál verkakvennanna hér í bæ voru komin í hundana, vegna aðgerða kommúnista. Kaup karlmanna við síldarvinnu hafði einnig lækkað fyrir klaufaskap sömu manna. Verklýðsfélag Akureyrar tók sér fyrir hendur að koma þessu á rekspöl til Iagfæringar. Petta tókst að all verulegu leyti þegar á þessu ári. Verklýðsfélagið lofaði engu, en það vann og varð ágengt. Pað var og er eina rétta leiðin til þess endanlega sigurs, sem stefnt er að. N Y J A' BI O Miðvikudagskvöld kl. 9: Brosandi litintii. Tal- og söngvamynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Maurice Chevalier og Claudetie Colbert Músík eftir Oscar Strauss. Framúrskarandi skemmtileg mynd, sem hvarvetna hefir hlotið ágætis viðtökur. Þetta er nú mergurinn málsins, sem um er rætt. Hitt ber einnig að athuga, sem á parti er aukaat- riði, að fyrnefnd játning »Verkam.« flettir miskunarlaust og öllum á ó- vart ofan af svikastarfsemi komm- únistanna. Hún sýnir ekki einungis að Einar Olgeirsson er ómenni vægast sagt, heldur og það að kommúnistamir setja kauptaxta, sem þeir œtla ekki að framkvœma. Að þeir eggi sjómenn til samtaka, er þeir ætlast ekki til að verði mynd- uð. Að þeir falsa fyrir almenningi þá einustu stefnu sína í verklýðs- málum, sem reynslan altaf leiðir í ljós — þá að eyðileggja samtök verkálýðsins og alla mðguleika til sjálfsbjargar. Væri þetta ekki stefnan, mundu kommúnistarnir ganga sömu leiðir og jafnaðarmenn. Þeir mundu ekki setja kauptaxta, sem þeir vildu ekki og reyndu ekki til að koma f fram- kvæmd. Peir mundu efna til sam-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.