Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 01.08.1933, Síða 3

Alþýðumaðurinn - 01.08.1933, Síða 3
ALPÝÐUMAÐURINN 3 og Elísabet, og vera hjálpsamur, — maður, sem vill halda við sköttum á nauðsynjavörum fólksins, með því að svíkjast um að greiða skatt af sínum háu tekjum, og gefa öðrum fordæmi um að haga sér eins. Eitt dæmi er kunnugt hér norð- anlands um »hjálpsemi« Einars Ol- geirssonar. Átján ára gamall sveita- piltur varð til þess að bjarga lífi hans í stórhríðarveðri hér á Vaðlaheiðinni fyrir nokkrum árum, og gekk pilturinn við það svo nærri heilsu sinni og þrótti, að kunnugra manna mál er að hann muni ekki bíða þess bætur. Mun piiturinn hafa vænst þess að Ein- ar viki honum sem svaraði geml- ingsverði fyrir vikið, en er ekkert varð úr því, kom piltinum til hug- ar að leita viðurkenningar úr »Hetjusjóði« fyrir björgunina á Einari, en til þess að sú viðurkenn- ing íengist varð að fá umsögn Einars um að pilturinn hefði veitt honum hjálp, en sú umsögn mun enn ekki hafa fengist. — ^Hjálp- semi« Einars Olgeirssonar viðsveita- piltinn, sem hafði ofboðið heilsu sinni við að bjarga honum úr lífs- háska, náði ekki svo langt að hann vildi viðurkenna hjálpina. Skæðadrífa. Þrjú hundruö krónurnar. Mér hefir borist til eyrna, að um- mæli, sem standa í 48. tbl. Verka- mannsins um að »einn kratabrodd- urinn« hafi tekið úr sjálfs sfns hendi 300 kr., sem hann var búinn að gefa til »verklýðshreyfingarinnar«, sé stefnt að mér, og sé tilefni þess- ara ummæla það, að ég hafi verið búinn að lcfa því að leggja til blaðs- ins »Verkamaðurinn« kr. 300,00 síðasta árið, sem ég hafði fjárhald þess með höndum, og hafi svo syik- ist um að iáta þessar krónur af hendi þegar til hafj komið. — Það er mjög sennileg tilgáta að ég hefði lagt eitthvert fé i blaðið þetta um- talaða ár eigs, og ég hafði gert öll árin frá því blaðið var stofnað, ef sú breyting hefði ekki orðið á að kommúnistarnir, með Einar Olgeirs- son í broddi fylkingar, heimtuðu að nota blaðið til þess að svívirða í því Alþýðuflokkinn og einstaka menri innan flokksins, en þau vinnitbrögð taldi ég að þeim bæri sjálfum að kosta, og lagði því ekkert fé til blaðsins það ár, enda tóku konnn- únistarnir algerlega við því þá úr áramótunum. Að ég hafi verið bú- inn að lofa ákveðinni upphæð til bláðsins er algerður tilbúningur, enda hefðu þær kr. 300,00, sem Einar Olgeirsson lagði í blaðið það ár verið heldur smámunaleg upp- hæð, miðuð við tekjur hans, ef ég hefði átt að leggja til jafn mikið og hann. — Ef Steingrímui Aðalsteins- son, ábyrgðarmaður Verkam., sem kunnur er að sérstakri meðferð á gjaíafé síðan í Krossanesverkfallinu, á við eitthvað annað en það, sem talað er um hér að ofan, þá er skorað á hann að koma með það fram í dagsljósið. »Kratabroddarn- ir« eru ekki hræddir við samanburð við hann á heiðarleik í meðferð á fé. — E. F. Sviku allir Einar. Fyrir kosningarnar fræddi Einar Olgeirsson ýmsa menn á því, að 150 Framsóknarmenn myndu kjósa við kosningarnar, og myndu þeir skift- ast þannig, að 50 kysu hann, 50 ís- berg og 50 Stefán Jóhann. Nú segja kommúnistarnir í blaði sínu að 235 Framsóknarmenn hér hafi kosið Stefán Jóhann, en það er um 70 mönnum fleira en kusu alls af Fram- sókn, svo sýnilegt er að þessir 50 Framsóknarmenn, sem Einar átti von á til sín, hafa allir svikið hann og kosið Stefán. Eitki er að undra, þótt vesalings Einar kæmist ekki á þing fyrst Framsókn fór svona herfi- lega með hann, að svíkja öll með tölu. — Þakkarávarp til Gests sótara og Jryggva Gissurar. í mjög vellulegri grein, sem Ein- ar Olgeirsson ritar í blað kommún- istanna hér eftir kosningarnar, er hann svo hjartanlega klökkur yfir fylgi, sem hann hafi fengið úr Verk- lýðsfélagi Akureyrar, að hann þakk- Nýkomið: Rusínur, sveskjur, bl. ávextir, þurkaðir, einnig nýir ávextir, Jóh. Ragúels. ar mjög innilega fyrir sig. — Gest- ur sótari og Tryggvi Gissurar munu hafa látið líklega um það við Einar fyrir kosningarnar, að þeir myndu kjósa hann, en talið er vafasamt að báðir hafi lent á bvíta blettinum framan við nafn Einars á kjördegi, svo ekki er að undra, þótt Einar minnist sérstaldega í þakkarávarpi fylgisins úr Verklýðsíélaginu. — En Einar skyldi ekki þakka þeim mönn- um úr Verkamannafélagi Akurevrar, sem kusu ísberg, og einnig þeim, sem kusu Stefán Jóhann, fyrir trygga fylgd við kommúnistana, þar sem þeir hafa þó völdin og ætlast til að allir fylgi sér — Kauplækkanir Erlings. Kommúnistaflokkurinn gefur út blað hér á staðnum tvisvar í viku — fyrir rússneskt fé — til þess eins að rógbera og ljúga óhróðri á Erling Friðjónsson. Er qðalpúður blaðs þessa að tönglast á því að E. F. sé allt af að lækka kaup og vilji lækka það eun meir. Nú vita það allir, að fyrir atbeina E. F. og félags þess, sem hann veitir forstöðu, hefir fengist hœkkun á kaupi verka- fólks hér í bænum frá því er kom- múnistarnir voru búnir að koma því niður í s. 1. ár. Og raunveru- lega er þetta kauplækkunarjapl Verkam. veigalítið, þegar blaðið er búið að játa að verklýðsfélögin, sem »kommar« veita forstöðu, geti ekki, staðið við taxta sína, því lækkun frá kaupi, sem aldrei var til og aldrei hefði orðið til getur þó skrambann ekki átt sér stað. . .. . Ábyrgðarmaöur: Erlingur Frið.jónsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.