Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 15.08.1933, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 15.08.1933, Blaðsíða 4
4 alÞýðumaðurinn Handan yfir hðfin. Árið 1929 fóru fram eftirminnan- legar kosningar til finska þingsins. — Pá óðu Lappomenn og stór- bændur uppi í landinu, myrtu for- ingja aiþýðunnar og misþyrmdu öðrum. Við þessar kosningar var fjöldi alþýðufólks sviít kosningar- réíti á ólöglegan hátt og öðrum bægt frá þátttöku í kosningunum með valdi. Með þessu móti náði íhaldið meiri hluta í þinginu og skipaði stjórn. Nú eru kosningar til finska þingsins nýafstaðnar, og sýna þær stóran sigur alþýðunnar finsku. Fara hér á eftir atkvæða- tölur flokkanna við þessar nýaf- stöðnu kosningar: Jafnaðarmenn 412,759 atkv. 78 þm. Stórbændur 249,089 — 53 — Lappomenn 186,824 — 32 — Sænski alþfl. 115,385 — 21 — Framsóknarfl- 82,476 — 11 — Smábændur 36,817 — 3 — Fínski alþfl- 8,549 — 2 — Frá 1929 hafa jafnaðarmenn unn- ið 24,733 atkv. og 12 þingmenn.— Lappoflokkurinn hefir tapað 10 þingm. og Stórbændur 6. Smá- bændur og finski alþýðufl. hafa unnið 2 sæti hver. Talið erlíklegt að jafnaðarmenn myndi stjórn. í Þýskalandi heldur Nasistastjórn- in áfram að hundelta alla, sem hún heldur að séu henni mótfallnir. — Jafnaðarmenn og kommúnistar eru myrtir og fangelsaðir daglega og allt af er gengið lengra inn á rétt þessara manna. Hefir stjórnin t.d. nýlega fyrirskipað að gera upptæk- ar eignir einstakra manna, sem grun- aðir eru um undirróður eða mót- þróa gegn stjórninni- Atvinnuleys- ið og fjárhagsvandræðin vaxa dag frá degi. Fyrir skömmu var einum aðalbankanum í Beriín lokað vegna greiðsluvandræða, og bæjarstjórn Beilínarborgar varð að hætta út- borgunum af sömu ástæðum. — Talið er að á næstunni eigi að taka fyrir leikhúsbrunamálið, fyrir réttin- um í Leipzig. Hefir stjórnin verið að safna gögnum að þessu máli og er enn, því mjög veltur á því hvernig henni tekst að koma þessu klækjamáli sínu gegnum »réttvísina« þó ekki þyki á marga fiska. Sam- tímis og mál þetta á að verða tek- ið fyrir í Leipzig, verður settur á stofn dómstóll í Haag; þar sem alt, smátt og stórt, viðvíkjandi þinghús- brunanum verður tekið til meðferð- ar. Dómstóllinn í Haag verður skipaður frægustu lögfræðingum heimsins og þar verður rannsakað og dæmt eftir framburðum vitna og rannsóknarskjölum Einsteins-nefnd- arinnar sem kölluð er. — Og er talið fullvíst að þeir Ooebbert, Görring og þrír aðrir nasistar verði, fyrir þessum dómstóli, kærðir fyrir að hafa kveikt í þinghúsinu- Bíð- ur heimurinn með mikilli óþreyju eftir niðurstöðum beggja dómanna. — Þrátt fyrir allar ofsóknir, vex þó andúðin gegn nazista-stjórninni því meir, sem hún situr lengur og svik- semi hennar við gefin loforð koma betur í Ijós. — Jafnaðarmanna- og kommúnistablöð og tímarit eru bönnuð í Þýskalandi, en jafnaðar- mannaflokkurinn gefur út aðalblað sitt í Prag og er því dreift út um allt Þýskaland á laun. Einnig gef- ur tlokkurinn út fjölda flugrita og ávarpa, sem nasistarnir geti ekki haft hendur á. Kommúnistar láta sitt heldur ekk! eftir liggja, og þrátt fyrir bönn, fangelsanir og morð forgöngumanna alþýðunnar, hefir þýska þjóðin nóg að lesa af jafn- aðarmannablöðum. Þá gera og jafnaðarmenn annara landa mikið fyrir samherjana í Þýskalandí. Það er því hinn raunverulegi sannleikur, að barist er um allt Þýskaland gegn nasista-stjórninni, þótt það sé ekki gert með byssum og sverðum nema þegar ráðist er á alþýðuna og hún hefir líf og limi að verja. A Miðvikudaginn var ráku Ólafs- firðingar á land hjá sér 340 marsvín. Var þetta eigi lítill fengur, því hvert marsvín vóg um og yfir 1000 pund. Sama dag gengu fjórar andarnefjur á grunn innan við Krossanes og voru drepnar. Prentsmiðja Björns Jónssonar, Utvarpið. Faatir liðir dagskrárinnar eru: Veðurfregnit á virkum dögum kl. 10,16 og 19.30, og á helgum dögum kl. 11,15 og 19,30. — Hádegisútvarp kl. 12,15. — Hfjómleikar og tilkynningar kl. 19,40 — Fréttir kl. 21. — Danslög frá kl. 22—24 á Laugardags- og Sunnudagskvöldum. Breytingar tilkyntar sérstaklega. Þriðjudaginn 15. Ágúst: K1 20 Hljómleikar. — 20,30 Upplestur, Grétar Ó. Fells — 21,30 Grammofónhljómleikar. Miðvikudaginn 16. Ágúst: Kl. 20 Hljómleikar. — Frá útlöndum, Sig. Einarsson, — 21,30 Grammófónhljómleikar. Fimtudaginn 17. Ágúst: Kl. 20 Hljómleikar — 20,30 Óákveðið. — 21,30 Grammófónhljómleikar. Föstudaginn 18. Ágúst: Kl. 19,40 Dagskrá næstu viku. — 20 Grammófónhljómleikar. — 20,30 Upplestur, Guðj. Guðjóriss — 21,30 Hljómleikar. ' 1 Laugardaginn 19. Ágúst: Kl. 20 Hljómleikar. — 20,30 Upplestur, Sig. Einarss. — 21,30 Kórsöngur María Markan hafði þrjú söngkvöld hér í bænum. Pað síðasta á Föstudagskvöldið. — Aðsókn var altöf lítil, enda engri dauðlegri manneskju kleift að ná saman fólki um þennan tíma, hvað sem í boði er. En ekki skorti hrifni áheyrenda yfir söng ungfrúarinnar, sem er allt í senn, fagur, þróttmik- ill og fjölbreyttur. Blandast engum hugur um, eftir að hafa hlustað á ungfrú Maríu Markan, að þar er söngkona, sem á opna leið upp á hástól listarinnar, við hlið fremstu söngkona álfunnar, ef hún fær tæki- færi til að þroska enn og þjálfa þær listagáfur er hún á yfir að ráða. Z. Ábyrgðarmaður: Erlingur Friðjónsson,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.