Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 22.08.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 22.08.1933, Blaðsíða 1
III. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 22. Ágúst 1933. 46. tbl. Al)jyðuíÍokkurinn oö aukaliing. Síðasti »íslendingur« hefir ekkert -göfugrá að bjóða en gamla tuggu úr »Morgunbl.< og »Vísi« um það, að Alþýöufl. sé óheill í stjórnar- skrármálkiu, og að hann vilji ekki .aukaþing nú þegar. Alþbl. er fyrir ióngu búið að reka þetta ofan í íhaldsmálgögnin syðra, og »ísl.« mun taka þetta upp nú, til að reyna að breiða yfir það, að íhaldið og Framsókn eru búin að kojna sér raunverulega saman um, að efna ekki til kosninga í haust, enda er íhaldinu ekki kappsmál um neitt nema að koma Ólafi Thors í ríkis- stjórnina með Magnúsi Guðmunds- syni. — Um afstöðu Alþýðufl. til auka- þings og kosninga, segir >Alþbl.« 12. þ. m: íAlþyöuflokkurinn hefir í þessu máli sem öðrum haldið sina beinu braut. Hann taldi þegar í upphafi aiikaþing og kosningar alveg sjálf- sagt, svo sjálfsagt að engum orðum þyrfti að þvi að eyða. Og þessari afstöðu ílokksins var íyst hér þegar í blaðinu 20. Júlí, áður en kosninga- úrslit voru fullkunn, og áður en Sjálfstæðisflokkurinn kom fram með sínar »kröfur«, sem hann rann á. Alþyðuflokkurinn heldur enn fast við þá kröfu sína, að aukaþing verði kallað saman nú þegar, til þess að samþykkja stjórnarskrána, og að kösningar fari fram áður en næsta fjárlagaþing kemur saman. Og á- stæða Alþfl. fyrir þeirri kröfu er fyrst og fremst sú, að það er ekki ugglaust, að íhaldsflokkarnir svíki ekki tnálið, ef langur tími líður og þeir þykjast geta trygt sig í valda- stólunum. Alþyðuflokkurinn vill flýta þessu máli í höfn, áður en íhalds- ílokkarnir hafa runnið svo órjúían- lega saman, að þeir hafi bolmagn til þess að svíkja kjósendur sína að fullu og öllu. Og þess vegna krefst Alþyðuflokkurinn þess, að aúkaþingið sé kallað saman þeg- a'r í stað.' Þetta hefir verið krafa flokksins frá upphafi og hann mun halda henni áfram.« íhaldinu er vorkun þó það sé að reyna að koma einhverjum svívirð- ingum á Alþýðuflokkinn í sambandi við stjórnarskrármálið. Frá því fyrsta að það fór að káka við þetta mál, heiir það ekki getað hulið fyrir kjósendum sviksemina og ó- heilindin, sem stjórnað hafa gerð- urií flokksins frá upphafi, og. hafa leitt til eftirfarandi: 1931 sveik íhaldið kjördæmaskip- unarmálið og gerði bandalag við Framsókn um að fresta því í eitt ár. 1932 sveik það aftur fyrir ráð- herradóm handa M. G, 1933 sveik það enn fullkomna lausn fyrir að fá að balda Magnúsi Guðmundssyni, og voninni um Ólaf Thors, ef valdamakkið við Framsókn og1 sambræðsla ihaldanna úr báðum flokkum tekst að óskum foringjanna, Síldveiðin. Um helgina var búiö að salta og sérverka 203 þús. tunnur af síld á öllu landinu. Á sama tím'a í fyrra varslldarsöltunin um 195 þús.tunnur. í bræðslu voru komin tæp 500 þús. mál af síld, en rösk 300 þúsund á sama tíma s. 1. ár. Síld veiddist á Skagafirði í gær. NÝJA BIO Miövikudagskvöld kj. 9. Yíir fjöll og firnindi. Stórfræg þysk tal- og hljóm- mynd í 10 þáttum. — Aðal- hlutverkin leika: Leni Riefenstahl, Hann- es Schneider, Lotar Ebersberg og 50 frœgustu skíðamenn heimsins. Fögur og | tilkomumikil er þessi háfjallamynd, sem talin er að vera tekin með þeirri I mestu tækni, sem notuð hefir verið viö útimyndatöku. Síðan Verklýðsfélag" Akureyrar var stoínað, hefir leiguþræll atvinnurek- etída, Steingrímur Aðalsteinsson frá Lyngholti, sínkt og heilagt stagast á því, að þetta félag hafí lækkað kaup verkafólksins hér í bæ, og að kaupið hefði verið miklu hærra, ef hálfdauðu félögirí, sem hann og Elísabet stjórna, hefðu ráðið. Efi reynslan frá í fyrra vitnar all óþægiiegá á mðti þessum leiguþræl atvinnurekendanna, þegar þeir létu þau Iilísabetu ráða til sín verkákonur fyrir 50 aura á tímann og lækkuðu síldarverkunarkaupið um 30X og meira, fyrir síldarstúlkunum, og helgidagakaup karlmanna um 33Vs%i og annað eftir því. Pó þessum leigu- þræl atvinnurekendanna sárni það að

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.