Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 29.08.1933, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 29.08.1933, Síða 1
ALÞÝDUM ABD RINN III. árg. Akureyri, t’riðjudaginn 29. Ágúst 1933. 47. tbl. Vaknaðir. Svo langt er nú komið, að sjó- mönnunum á síldveiðaskipunum er farið að blöskra óreiðan á síldar- málunum og eru farnir að krefjast þess að sett verði lög um mat á síld. Er þetta vel farið, því lengi hafa sjómenn gengið með þá grillu í höfðinu, að síldarmat væri þeim til bölvunar, og hafa álitið að ef ekkert mat væri lögfest, yrði síldin þeirra söltuð, hvernig sem hún væri, og allt reyndist matur er þeir ökkuðu upp úr sjónum. En revnslan frá sumrinu er búin að koma sjómönnunum á aðra skoðun. Peir hafa horft upp á að engin almenn regla er gildandi með móttöku á síldinni. — Á þessari bryggjunni er skip rekið frá með ferska síld. Á næstu bryggju er söltuð síld af öðru skipi; síld sem orðin er gömul og hálf-grytt. Þeir hafa rekið sig á það, að það eru ekki gæði síldarinnar, sem ráða hér, heldur engu síður það, hvort kaup- andinn vill síld þennan daginn eða ekki. Þeir hafa rekið sig á það, að þótt þeir hafi máske slept »góð- um köstum*, sem líklega hefðu gefið þeim full skip, til þess að koma með góða síld handa kaup- andanum, hafa þeir verið reknir í bræðslu með aflann. Og að síð- ustu hafa þeir þreifað á því, að þeir eru algerlega varnarlausir gegn öllu þessu. Svo illa á vegi staddir, að misvitur kaupandi getur algerlega eyðilagt fyrir sjómönnun- um hlutinn þeirra á síldveiðunum. Til einkis er að fiýja, því nú eru engir matsmenn til að skera úr á milli seljanda og kaupanda, nema þar sem kaupendur hafa einhverja trúnaðarmenn sína til þess að vas- ast í þessu við sjómennina; menn sem fyrst og fremst hugsa um hag kaupendanna. Og nú vilja sjómennirnir fá lög- fest mat á síldina. Það hefir oft verið bent á það hér í blaðinu, hvílíkur voði vofir yfir síldarúlvegnum, af því ekkert síldarmat er til. Sjómennirnir viija ekki una ástandinu iengur. En hvaö segja síidarsaltendurnir? Ætla þeir að sporna á móti þessari sjálfsögðu réttarbót. í raun og veru eru þeir milli steins og sleggju eins og á- standið er nú, og ættu því að taka fegins hendi móti því að ábyrgð- inni yrði lyft yfir á síldarmatsmenn- ina. — Og hvað segja útlendu kaupendurnir? Þarna er komið að hinu stóra atriði í þessu máli. Eins og áður er getið, ráða nú hinir erlendu kaupendur mestu um það, hvaða síld er söltuð og hver ekki. Að minsta kosti er sú saga sögð af Siglufirði, þar sem þessir erlendu fuglar hreiðra sig yfir sumartímann. Nú er landinn sorglega lítið höfð- ingjadjarfur, og lepparnir minst, eins og von er til. Er þess því að vænta að síldarmatið verði nægi- lega sjálfstætt til að bíta bakfiskinn úr þeim, sem nú eru einvaldir á þessu sviði? — Áður þótti það brenna við á Siglufirði, að vald erlendu kaupendanna gægðist fram í gegnum matið. Ekki er sýnileg ástæða til að óttast um sjálfstæði síldarmatsins, ef yfirstjórn þess er ekki í höndum »spekúlania«, sem þurfa að hafa »meira upp úr sér« en launin gefar En íslendingum á mm n y j a b i o m Mið vikudagsk völd kl. 9: Hers- höfðinginn. Tal- og hljómmynd í 8 þátt- um. Aðalhlutverkin leika: Conrad Veidt. — Olga Tschechowa — Peter Voss. Mynd þessi er tekin eftir þektu leikriti og gerist í Rússlandi á stríðsárunum. — Þetta er mynd, sem allir sannir kvikmyndavinir verða að sjá. að vera það metnaðarmál, að standa hér á eigin fótum, og óháðir öðr- um. Úílendingar eru búnir að vaða nógu lengi uppi í síldinni, lands- mönnum til skaða og skammar. Síidarmatið, þegar það verður sett aftur, á því að vísa þeim svo á bug, að þeir stingi bar ekki upp höfði framar. Þetta er hœgt, og þetta verður að gera, »Alþýðum.« fagnar því, að sjó- mennirnir hafa nú vaknað til með- vitundar um rétt sinn í þessum efnum. En þeir verða að gera meira. Þeir verða, gegnum félags- stjórnir sínar, að hafa áhrif á vænt- anlega löggjöf í þessum efnum. Einnig að hafa hönd í bagga með hverjum verður falin framkvæmd matsins. Sé allt þetta í höndum óvina hins vinnandi lýðs, er ekkert

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.