Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 05.09.1933, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 05.09.1933, Síða 1
ALÞYÐuMAÐURINN III. árg. Akureyri, í*riðjudaginn 5. Septeinber 1933. 43. tbl. Pað er löngu orðið alþjóð Ijóst, að alt starf kommúnista, utan Rússlands, er unnið í þáu auðvaldsins og víðast stjórnað af því. Kommúsistaflokkarnir eru í raun og veru ekkert annað en baráttusveitir auðvaldsins, sem att er fram gegn samtökum alþýðunnar og sigað á foringja hennar. ísland er engin undantekning á þessu sviði. Pegar sameinað íhald og auðvald gat ekki lengur reist rönd við framgangi alþýðusamtakanna, fann það upp og stofsetti Kommúnistaflckk ís- lands og sigaði honum á Alþýðusam- bandið og foringja þess. — Hefir síð- an mátt heita að bein verkaskifting hafi átt sérstað hjá dóti þessu. Burgeisa- liðið með »Moggann« og fylgisnepla hans að málgögnum, hafa kosið sér Framsókn til að hamra á, en Komm- únistaflokkurinn, með cVerklýðsblað- ið« og »Verkam.», að baráttutækjum, fengu Alþýðuflokkinn í sinn hlut. Á- ætlunin var sameiginlega lögð af báð- um þessum »stærðum«. íhaldið klóast við Framsókn um hin daglegu völd í landinu. »Kommarnirc taka að sér að reyna að draga úr vexti alþýðusam- takanna og sá eitri og haturs og mann- vonsku meðal almennings. Alt þetta hefir átt að fara afskaplega dult. En skyldleikinn og samvinnan hefir ekki orðið dulinn. Beint sam- starf flokkanna í ræðu, riti og störfum hefir verið svo auðljóst, að ekki hefir farið fram hjá skynbærum mönnum. Blöð »kommana« voru tekin beint í íhaldshreiðrið, þegar að þeim þrengdi, og eru gefin þaðan út, án eftirgangs- muna um borgunina. Kommúnistarnir bjóða fram í Hafnarfirði, Reykjavík, á ísafirði, og iNorður-ísafjarðarsýslu, tilað reyna fella menn fyrir Alþýðuflokknum. Framboðin gefa íhaldinu mann í Hafn- arfirði og Reykjavík. Vestfirðingarnir drápu kvikindin af sér með velþektri karlmensku, og fhaldið og kommamir ná ekki upp í nefið á sér fyrir reiði yfir »mistökunum« á Vestfjörðum. Blöð kommúnistanna hlaða enn meiri svívirðingum á Vdmund Jónsson en fhaldið hafði þrótt til, vegna þess að hann lagði að velli versta íhaldsdraug- inn sem setið hefir á Alþingi síðasta mannsaldur. Síðustu Alþingiskosningar var ör- lagastund fyrir íslensku þjóðina. Á þeirri stundu opinberaðist samstarf íhaldsins og K í svo átakanlega, að »Verkalýðsblaðið«, þykist þurfa að af- saka þetta fyrir þjóðinni. Það játar að þjónusta kommúnista við íhaldið verði ekki lengur dulin og tekurtil að afsaka þetta framferði flokksins, með því að skýra hversvegna saðalárás Komm- únistaflokkins« verður »að bein- ast gegn sociaidemokrötum«, þ. e. Alþýðuflokknum. Kommunistaflokkurinn getur ekki neitað þvt lengur, að alt aðal-starf hans öeinist gegn verkalýönum, því meg- inhluti íslensks verkalýðs hallast að socialdemokrötum, og felur þeim for- forsjá mála sinna gegnum Alþýðusam- band fslands. Petta er þess vert að íslenskur verka- lýður veiti því athygli, að aðalmál- gagn Kommúnistaflokksins játar þessa þjónustu flokksins við auðvaldið á ís- landi. Treystir sér ekkí lengur að neita henni. Finnur að kjaftur og klær úlfsins Standa alstaðar útundan sauðargæru verklýðsvinskaparins, sem íslenska auð- valdið kastaði yfir kommúnistaflokkinn, þegar það sendi hann út á vígvöllinn mm nyja bio Miðvikudagskvöld kl. 9. Iðrandi sonur Talmynd í 8 þáttum. Aðal- hlutverkin leika: • Philip Holmes, Nancy- Carrol, Lionel Barry- more. Myndin byrjar vopnah!é3- daginn, og er því eigi stríðs- mynd, heldur gullfalleg og áhrifamikil friðarprédilcun, sem talar til hins innsta og besta í manninum. móti verkalýðnum, og nú dugar ekki annað en leika »tulluna« áfram með því að ge'ra þessa þjónustu við auð- valdið eðlilega og sprotna af ait öðr- utn ástæðum en þeim raunverulegu. Þessvegna hrúgar »Verklbi.« enn einu sinni upp öllum þeim svivirðingum d hinn sanna verkalýö iandsins, sem óþrifapiltar þesaara flórmokaradeildar íhaldsins h3fa frá óndverðu getað upp- hugsað, en verkalýðurinn er marg- búinð að reka ofan í þá altur — í ræðu og riti og i verk\. Verður að líta á þetta sem umbrot glæpamanns- ins, sem ekki getur hulið glæpinn leng- ur, en ærist og fálmar eftir einhverju hálmstrái til að fljóta á. Og »Verklýðsbl.« vill ekki ganga úr þjónustu auðvalds og íhalds. Nei, það heldur áætluninni áfram. Pað sem, nú liggur fyrir K. í., er að >rifa verka-

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.