Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.09.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 12.09.1933, Blaðsíða 1
•. , . . ,. ; ;¦':_. III. arg. Akureyri, Friðjudaginn 12. September 1933. 49 tbl. Samvinna verkamanna oq íiænli Eftir kosningarnar 16. Júlí s. ]., þegar það virtist koma í Ijós, að íhaldið myndi verða helst til sterkt í þinginu, fóru ýmsir að litast um €ftir því afli, sem beitt yrði gegn því í framtíðinni. Varð þá mörg- um litið til nágrannaþjóðanna, þar sem útlit er fyrir að íhaldið — í þeirri mynd, sem það hefir birst þjóðunum undanfarið — sé að missa völdin yfir tíl hins vinnandi lýðs til sjávar og sveita. í Danmörku og Svíþjóð fara jafnaðarmenn með völdin. Eins og annarstaðar liggur það fyrir stjórn- um þessara flokka að berjast gegn kreppunni, eða réttara sagt: hjálpa almenningi að berjast gegn krepp- unni. I hvorugu landinu eru jafn- aðarmennirnir í hreinum meiri hluía. Peir þurfa því að njóta stuðnings eins eða fleiri annara flokka, til þess að koma hinum stórfelldu kreppuráðstöfunum gegnum þing- in. — Og í báðum þessum Iöndum hafa það orðið bændurnir — full- trúar þeirra í þingunum — sem hafa stutt stjórnirnar að þessu. í fyrstu virtist svo sem fuiltrúar bændanna væru hikandi. Gátu ekki strax losað sig við þann rótgróna hugsunarhátt, að bændurnir ættu að vera íhaldssamir og ættu sam- leið með íhaldinu. En feimnin og hikið er alveg farið af þeim. Frá hlutleysi til skilyrðisbundins stuðníngs, eru bændurnir nú korrin- ir yfir í fulla satnvinnu við fulltrúa verkamannanna — jafnaðaðarmenn- ina - um að koma í framkvæmd þeim ráðstöfunum, sem stjórnirnar hafa með höndum, og sambúðin batnar með degi hverjum. Hvað er það nú, sem hefir vald- ið því, að fulltrúar bændanna í þessum (öndum hafa gengið til samvinnu við fulltrúa verkalýðsins? Það er það, að þeir hafa fundið að jafnaðarmennirnir bera hag bænda fyrir brjósti eins og annars vinnandi lýðs, og hafa fram að flytja mikilvœgar úrlausnir á vanda- málum bændastéttarinnar. ífialdið reynir að halda fólki í þeirri trú, að bændur landsins eigi að vera afturhaldssamir og eigi enga samleið með verkalýð í bæj- um og þorpum. Bændurnif í Sví- þjóð og Danmörku eru komnir á allt aðra skoðun. Og ekki er ólík- legt að það dragi að hinu sama hér á landi. Eitt er víst, að eina aflið, sem fært er um að brjóta á bak aftur vaid auðvalds og íhalds á þingi þjóðarinnar, er sameinað afl hins vinnandi lýðs til sjávar og sveita — verkamanna og bænda. Ekki hættir við Einar. í síðasta »Verkam.« segir Gunn- ar Jóhannsson á Siglufirði, að aðal- orsök þess, hve sjómenn hafi haft lítið upp úr sumrinu, sé hlutarráðn- ingin — sem Einar Olgeirsson barð- ist fyrir og kom á fyrir nokkrum árum. — Óþarflega hvepsinn, Gunnar! NYJA BIO Þribjudagskvöld kl. 9; Iðrandi sonur Talmynd í 8 þáttum. Aðal- hlutverkin leika: Philip Holtnes, Nancy- Carrol, Lionel Barry- more. Miðvikudagskvöld kl. 9. Barnfóstran. Tal- og hljómniynd í 8 þátturn. Aðalhlutverkin leika: ClaudetteColbert og Gary Cooper. Myndin er hrífandi fögur, bráð- skemmtílig og afar spennandi. Kristján Kristjánsson söngvari er aö koma til bæjarins Ætlar hann að syngia í Nj'ja-Bíó kl. 9 á Fimtu- dagskvöldið. Syngur aðallega íslensk og ítölsk lög. Gunnar Sigurgeirs- son aðstoðar. Bjarni Björnsson gamanleikari haíði skemtikvöld á Föstudaginn og Sunnudaginn í Samkomuhúsinú. — Fyrra kvöldið voru áhe^'rendur fáir, en margir síðara kvöldið. Skemti fólkið sér vel, eins og vant er hjá Bjarna. Síðasta skemtikvöld sitt hefr Bjarni á Föstudaginn kemur, og leikur þá fyrir lækkað verð.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.