Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 19.09.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 19.09.1933, Blaðsíða 1
ALÞYBUMABDRINN III. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 19. September 1933. Út af greininni »Samvinna verka- manna og bænda« í síðasta blaði Alþýðum., sér ritstj. »ísl.« ástæðu til að hrúga upp dálitlu af ósann- indum og blekkingum, og tekur þar til fyrirmyndar ritstj. kommún- istablaðanna. Segir hann að í Al- þýðumanninum hafi staðið, að í Danmörku og Svíþjóð séu jafnað- armenn »við völd* »með stuðningi bænda.c Petta eru ósannindi hjá »ísl,«. Alþm. gat þess að jafnaðar- menn færu með völd í báðum þess- um löndum. Fyrir stjórnunum lægi aö vinna á móti kreppunni, Svo segir: »í hvorugu landinu eru jaínaðar- mennirnir í hreinum meirihluta. Peir þurfa því að njóta stuðnings eins eða fleiri annara flokka til þess að koma hinum stórfelldu kreppuráð- stöfunum gegnum þingin. Og í báðum þessum löndum hafa það orðið bœndurnir — fulltrúar þeirra í þingunum — sem hafa stutt stjórnirnar að þessu.« Fyrst »ísl.« vitnar í orð I. Venn- erström, hefði hann átt að birta það, sem hann segir um samvinnu jafnaðarmanna og bænda. »— Eins og ég sagði í upphafi, bætir Vennetström við, vann bænda- flokkurlnn sænski allmikið á við kosningarnar, en sá flokkur hefir til skamms tíma verið íhaldssamur og voru því í upphafi litlar líkur til þess að við gætum nokkra veru- lega samvinnu haft við bænda- flokkinn. En kreppan opnaði augu bændaíulltrúanna. — Þeir sáu, að kreppan þjakaði langmest verka- Iýðnum og smábændunum, þessum tveim alþýðu-atvinnustéttum þjóð félagsins. Löggjafarvaldinu bar því brýnust skylda til þess að rétta alþýðunni til sjávar og sveita hjálp- arhönd. Og hagsmunir bæði verka- manna og bænda fóru einnig sam- an, ef veí var að gáð. Um 100 þús- sænskra verkamanna stunda sveitavinnu. Til þess að hægt væri að bæta kjör þeirra með hærra kaupi, styttum vinnutíma og betri húsakynnum, þurfti að stuðla að því, að bændur fengju hærra verð fyrir afurðir sínar, en þær voru fallnar geysilega í verði, eins og best sést á því að á þrem síðustu árum hafa sænskir bæi\dur tapað um 300 milj. kr. á atvinnurekstri sínum, Og með þessar augljósu staðreyndir fyrir augum tókst sam- komulag á milli jafnaðarmanna- og bændaflokksins um kreppuráðstaf- anir. En öfgaflokkarnir til beggja handa, íhaldið og kommúnistar, börðust á móti, þó kommúnistar neyddust til að greiða atkvæði með allmörgum kreppuráðstöfunum okkar verkalýðnum til handa.« Og síðar segir Vennerström um framtíðarútlitið: »Ef samvinnan helst við bænda- flokkinn, sem helst eru líkur til, þá er fullt útlit fyrit aö lagður verði í sænskum stjórnmálum, varanlegur samnineagrundvöllur milli verka- manna og bænda, og með því móti myndast á nœstu árum þingleg um- bótastarfsemi í anda fullkomins lýð- rœðis, til alhliða og víðtœkra um- bóta á kjörum og þjóðfélagsafstöðu allrar scmskrar alþýðu, sem eru verkamennirnir og smábœndurnir.< Það er ekki til neins fyrir íhalds- kurfa eins og ritstjóra »ísl.« eða 50 tbl. N Y J A BI o wmm Þriðiudagskvöld kl. 9; Spámaðurinn Þýsk gamanmynd í 9 þáttum, leikin af bestu skopleikurum í’ýskalands. Miðvikudagskvöíd kl. 9: Prinin af Arkadíu ]?ysk tal- og söngvamynd f 8 þáttum. — Aðalhlutverkið leikur hinn ágæti vísna- söngvari Willy Forst. samherja hans, kommúnistafíflin, að flýja til Svíþjóðar eða Dan- merkur ti! að styðja skemdastörf sín með þióðinni. Alþýðan í þess- um iöndum — verkamenn og smá- bændur — er búin að þreifa á ráð- stöfunum jafnaðarmannastjórnanna, enda hafa hinir hægfara jafnaðar- menn — »kratarnir« — nldrei verið fastari í sessi þar en nú. Á Sunnudagsnóttina varð bílslys inn við brýr. Ók bíll á bróarstólpa og rúst mölvaðist. í bílnum voru þrír karlmenn og ein stúlka, auk bílstjórans. Meiddist fólkið ált, og sumt alvarlega. Kom það af dans- leik íraman frá Þverá, og er talið að það hafi verið ölvað. Réttarhöld- um út af slysinu mun ekki lokið enn. —

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.