Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 19.09.1933, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 19.09.1933, Blaðsíða 4
4 alÞýðumaðurtnn Utvarpið. Faitir liðir dagskrárinnar eru: Veðuríregnir á virkum dögum lct. 10, 16 og 19.30, og á helgum dögum kl. 11,15 og 19,30. — Hádegisútvarp kl. 12,15. — Híjómleikar og tilkynningar kl. 19,40 — préttir kl. 21. Danslög frá kl. 22—24 á Laugardags- og Sunnudagskvöldum. Breytingar tilkyntar sérstaklega. Priðjudaginn 19. Sept. : K1 20 Cello-sóló, P. Á. — 20,30 Uppl., Fr. Á. Brekkan. — 21,30 Grammofónhljómleikar. Miðvikudaginn 20. Sept.: Kl. 20 Fiðlusóló, P. G. — 20,30 Frá útlöndum, V. Þ. G, — 21,30 Grammófónhljómleikar. Fimtudaginn 21. Sept,: Kl. 20 Einsöngur, Pétur Jónsson. — 20,30 Eriridi, Helgi Scheving. — 21,30 Grammóíónhljómleikar. Sí'östudaginn 22. Sept.: Kl. 19,40 Dagskrá næstu viku. — 20 Grammófónhljómleikar. — 20,30 Erindi, Guðbr. Jónsson. — 21,30 Grammófónhljómleikar. Laugardaginn 23. Sept.: Kl. 20 Hljómleikar. — 20,30 Uppl., Árni Sigurðsson. — 21,30 Grammófónhljómleikar. Dr bæ og bygð. Eins og áður befir verið sagt frá hér í blaðinu, fórst línuveiðarinn Gunnar frá ísafiröi hér fyrir Norð- urlandi síðast í f. m, Fyrst á eftir varð ekki vart við neitt úr skipinu, en 5. þ. m. fann v.b. »Gunnbjörn« frá ísafirði, léttbát skipsins, 14 hvart- mílur noiðaustur af Horni. S. 1. Laugardag faun svo v.b. »Haraldur< frá Siglufirði, mannslík á floti 26 sjómílur norðvestur af Siglufirði. Var líkið í bjarghring, fáklætt og mjög skaddað. Við nánari rann- sókn kom það í ljós, að þetta var lík st/rimannsins á »Gunnari<, Krist- jáns Sigurgeirssonar. Annar bátur frá Siglufirði, varð þennan sama dag var við reköld úr skipi á sömu slóðum og líkið fannst. IÐNSKOLI AKUREYRAR verður settur 14. Okt. n. k., kl. 8 síðdegis. Eins og að undanförnu tek- ur skólinn, meðan rúm leyfir, nem- endur — auk iðnnema — til náms í almennum námsgreinum: íslenzku, dönsku, reikningi og teiknun, og jafnvel ensku og bókfærslu, gegn mjög lágu skólagjaldi. — Fæst þar hentug kennsla fyrir unglinga, sem bundnir eru störfum að degin- um að meira eða minna leyni. — Menn ættu að tala sem fyrst við undirritaðan, sem gefur allar nánari upplýsingar um skólann. — Til við- tals í Hamarstíg 6, sími 264. Jóhann Frímann. Dívanteppi frá kr. 10,00 — nýkomin. Kaupfél. Verkamanna. Yatt-teppi fullkomin stærð og í barnarúm — nýkomin. K&upfélag Verkamanna. Síldarafli Norðmanna í sumar (hér við ísland) er eitthvað um 120 þús. tn. Er það um 60 þús. tn. minna en í fyrra. Um 100 þús. tn. af þessum afla hefir verið grófsaltað. Kristján Kristjánsson söngvari söng í Nýja-Bíó á Fimtudagskvöld- ið. Aðsókn hefði mátt vera meiri, því söngvarinn hafði ágæta söng- skrá að bjóða. Var söng hans fagn- að að maklegleikum af áheyrend- um. Gunnar Sigurgeirsson var við hljóðfæriö. ÓDÝRT Strausykur kr. 0,50 Molasykur — 0,60 Kaffipakkinn 1,05 Allar matvörur með bæjarins lægsta verði, í stærri og smærri kaupum. Piósentur gefnar þegar um slærri við- skifti er að ræða. Vörugæð- in eru kunn, og eins það að allt er gert til þess að gera viðskiptavinina ánægða. — Munið: Alt fæsf í »Esju«. Virðingarfyllst. Óskar Sæmundsson. Hanesnærfot nýkomin Kaupjél. Verkamanna. Kveipeysur úr ull og bómull nýkomnar. Kaupfél. Verkamanna. F}rrri hluti knattspyrnumóts Norð- lendinga, fór fram hér í bænum fyrir og um helgina. Lrjú félög kepptu. K. A. — Pór — og Völs- ungur af Húsavík. Unglingar, inn- an 19 ára kepptu. Vann Völsung- ur K. A. með 5 móti 2, og f*ór með 3 móti 1, en jafntefli varð milli K. A. og Lórs. Síðari hluti móts- ins fer fram um næstu helgi. Ábyrgðarmaður: Erlingur Friðjónsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.