Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 26.09.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 26.09.1933, Blaðsíða 1
Akureyri, Þriðjudaginn 26. September 1933. III. árg. 51. tbl. Frá Menntaskúlamim. Inntökupróf til fyrsta bekkjar hefst Laugardag- inn 30. September, kl. 10 árdegis. - Þeir, er prófið vilja þreyta, verða að skila skirnarvottorðum og greiða lögboðið prófgjald. Skólameistari. I Það er engin tilviljun, að þegar almenningur synir vit og vilja til að hrinda af sér einhverjum ósóma, rísa upp öfl, sem skapast og þróast meðal hinna svokölluðu »æðri stétta* þjóðfélagsins, ög beita öllum þeim ráðum, sem mannvonska, slægð og uppvöðsluháttur hafa yfir að ráða, til þess að varna þvf að þjóðirnar komist á hærra þroskastig, en þær áður voru. Hinar svokölluðu »æðri stéttir* þjóðfélaganna, hafa frá alda öðli ekki flotið á öðru en niðurlæg- ingu fjöldans. 3?að var því engin tilviljun, að þegar almenningur á íslandi ákvað að hrista af sér áfengisósómann, snéru áfengisbruggarar og áfengis- salar sér til manna í »æðri stétt« og fengu þá til að hefja baráttu mdti almenningi í þessu mesta mann- bótamáli, sem þjóðin hefir haft með höndum fyr s og síðar. Og eðlileg afleiðing af þessu var það líka, að >menntamenn« í höíuðstað lands- ins gengu í félag til að hjálpa vín- bruggurum og vínsöium til að brjóta þetta fyrirtæki almennings á bak aftur. I?að er heldur engin tilviljun að það voru hinir »æðri« menn, sem sviku þjóðina í tryggðum, þegar átti að framkvæma bannlögin. Lög- reglustjórar landsins og landstjóra snérist á sveif með vínbruggurun- um og gættu í engu skyldu sinnar, sem trúnaðarmenn þjóðarinnar. Og það er heldur engin tilviljun að það voru málgögn yfirstéttanna á íslandi, sem heimtuðú Spánar-undanþáguna á sínum tíma, og nú afnám banns- ins, og haía starfandi í þjónustu sinni aðal-stjörnu heilbrígðismála- liðsins l landinu. í>etta allt er eðlileg afleiðing af siðspillingu og samviskuleysi hinna »ærði stétta« í nútfma þjóðfélagi. Mörgum mun koma það einkenni- lega fyrir sjónir, að í hvert skipti og almenningur hefir baráttu fyrir nytum þjóðfélagsmálum, skuli hann þurfa aö berjast hörðustu baráttunni gegn yfirstéttunum, sem ættu að hafa best skilyrði til að berjast í íylking- arbrjósi fyrir framgangi þjóðþrifa- málanna. En svona hefir það veríð — og er. Það er nauðsynlegt að almenn- ingur geri sér fulla grein fyrir þess- nm staðreyndum í hvert skifti sem kemur til alvarlegra átaka út af mannbótamálum þjóðarinnar. Hann NYJA BSO Þriðjudags- og Miðvikudagskvöld kl. 9. TARZAN Heimsfræg frumskóga-talmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkið leikur Jhonny Weismuller, heimsmeistari i sundi. Mynd þessi er listaverk, sem varla á sinn líka — ótrúleg að efni og furðuleg, hvað snertir alla- ytri umgerð. verður að rekja orsakirnar til þess ólags, sem er á siðferðismálum al- mennings, og sækja þá til sakar, sem valdir eru að spillingunni. í næsta mánuði — fyrsta vetrar- dag — L þjóðin að segja til um það, með almennri atkvæðagteiðslu, hvort hún á að gefa upp að fullu og öilu baráttuna gegn vínbruggurum og vínsölum, sem hún hefir staðið í undapfarið, eða að reka þá af hönd- um sér, eins og hún hefir ráð á í bili. — Áður en kjósendur ganga að kjörborðinu, verða þeir að gera sér ljósf. Fyrst það hverjir eiga sök á ástandinu eins og það er. Annað, hvað ástandið muni breytast við algert afnám áfengisbannlag- anna. Þriðja, hverjar verða næstu kröfur vínbruggara, ef enn er und- an þeim látið.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.