Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 03.10.1933, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 03.10.1933, Síða 1
ALÞYÐHMAÐURINN III. árg. Akureyri, t’riðjudaginn 3. Oktober 1933. 52. tbl. Frð Menntaskölanum, Akureyri. Menntaskólinn verður settur Fimmtudaginn 5. þ. m., kl. 2 síðdegis. Siprðnr Guðmnndsson. Hvar eiga smábáianir að vera? Fyrir nokkrn skriiuðu um 30 •smábátaeigendur hér á Akureyri bæjarstjórn. og fótu fram á það við hana að ákveðinn yrði staður við bryggjur bæjarins, eða á öðrum hentugum stað við höfnina, þar sem bátar þeirra hefðu griðastað, En nú er það svo, að þeir menn, sem stunda veiði hér innfjarða á smá- bátum, geta hvergi verið óhultir með bátana, dag eða nótt, vegna þrengsla við bryggjur og í skipakvínni, þar sem stærri skipin hafa bólfestu. — Fyrir millilanda- og strandferðaskip hefir bærinn hér byggt stórar og dýrar bryggjur, og fyrir mótorskipa- útgerðina dyra skipakví, en við þessi mannvirki bæjarins hefir ekki skapast nein aðstaða fyrir smábát- ana, sem veiða í soðið handa bæj- arbúum og umhverfinu daglega, þeg- ar á sjó gefur og eitthvað er að hjifa. En sá floti, sem þá veiði stundar, hefir vaxið mikið á síöari árum með stækkun bæjarins. Fáir munu þó neita því, að sá útvegur, sem daglega sér bæjarbú- um íyrir ódýrum fiski í soðið, sé jafn þarfur almenningi og annar atvinnurekstur, sem stundaður er og ýmsir hafa gagn af. Þess verður að minsta kosti fyllilega vart, að þegar nýmeti vantar úr sjó, skapast fljótt almenn umkvörtun yfir því ástandi, og ætti það að vera næg sönnun þess, að smábátaútvegurinn eigi það fyllilega skilið, að eitthvað sé fyrir hann gert af bæjarstjórn. Síðan umrætt erindi smábáta- eiganda kom fyrir bæjarstjórn, hefi ég verið að skygnast eftir stað fyrir þá, sem verður að vera eins nærri miðbænum og kostur er á, þar eð sölutorg fiskjarins verður að vera um þær slóðir. Bátaeigendum þess- um er það ekki nægilegt, að kom- ast að bryggju eða hafnarbakka meðan þeir eru að losa'báta sína við aflann; þeir þurfa að hafa bát- ana í öruggri kví, þar sem þeir eru óhultir fyrir stormum og sjó þann tfma sólarhringsins, sem þeir eru ekki við veiðar utan hafnarinnar, á sama hátt og mótorskipin eru varin fyrir sjó og stormi f skipa- kvínni. En þ'essi staður fyrir smá- bátana er enginn til hér við höfn- ina eins og stendur, og verður þá ekki um annað að gera en að búa hana til. Með öðrum orðum: Búa NYJA BIO Þríðjudagskvöld k/. 9; Ný mynd! n Mynd þessi er mjög fjörug, landslagið hrífandi og stú- dentasöngvarnir yndislegir. ,MI" Miðvikudagskvöld kl. 9: MÓÐIRIN Þetta er ein fegursta og á- hrifaríkasta mvnd, sem lengi hefir sést hér, og mun verða umhugsunarefni öllum, er sjá hana. til smábátakví, þar sem þeir hafi örugt athvarf, sem sinna daglegum þörfum bæjarbúa með innfjarða- veiðinni. Henrugasti staðurinn fyrir smá- bátakví mypdi vera milli ytri Torfu- nefsbryggjunnar að sunnan, Strand- götunnar að norðan, uppfyllingar- innar að vestan og garðs, er byggð- ur yrði, suður frá Strandgötunni og myndaði austurkant kvíarinnar. Garð þennan mætti byggja úr grjóti og byrja á houum nú þegar, og hafa hann til haust- og vetrar- vinnu fyrir verkamenn, sem atvinnu- bóta þarfnast, en þeir menn eru margir, sem vinuunnar þarfnast. — Með háfjöru þornar það svæði alveg, sem gaiður þessi yrði bygður á, og væri því vel hægt að vinna að hleðslu hans dagléga, enda mætti byrja á hleðslu garðsins norður við

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.