Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 07.10.1933, Page 1

Alþýðumaðurinn - 07.10.1933, Page 1
ALÞÝBD M ABURINN III. árg. Akureyri, Laugardaginn 7. Oktober 1933. 53. tbl. >Dagur«, sem út kom 5. þ. m. líkir því við »hátt framhleypinna flóna* að »Alþýðum.« skuli víta þá vérðhækkun á kjöti, sem framkvæmd var í miðri sláturtíðinni hér. Blaðið fullyrðir, áð verðhækkunin stafi af »áreiðanlegri fregn um batnandi söluhorfur á eriendum markaði« (leturbr. hér). Þessi »áreiðanlega fregn« er það sem stjórn K. E. A. styðst við, þegar hún hækkar kjöt- verðið, og ýmsir aðrir kjötsalar hér 1 bæ haga sér eítir. En það ein- lcennilega er, að »áreiðanlega fregn- in« virðist hafa farið fram hjá flestum öðrum en stjórn þessa kaupfélags og þeim, sem óskuðu að geta selt kjöt- ið hærra verði hér í bæinn, en áður hafði verið. Þegar »áreiðanlega fregnin« er flutt austur og vestur í sveitirnar frá Akureyri, er hún not- uð til þess að draga fé frá slátur- húsunum á Húsavík og Sauðárkróki — sem selja kjöt sitt að mestu á erlendum markaði — hingað til Akureyrar til þess að selja það innanlands, með hækkuðu verði, og þegar bændur eru spurðir hverju það sæti, að þeir fari ekki með fé sitt á sláturhúsin á Húsavík og Sauðárkrók, svara þeir því, að þeir fái hærra verð fyrir kjötið hér en þar. Á báðum þessum stöðum er þó írystihús, og öll sama afstaða til erlenda »enska« markaðarins eins og hér. Skagfirðingar eru meira að segja ekki trúaðri á áreiðanlegu fregnina uni batnandi söluhorfur á erlendum markaði en það, að þeir hafa selt kjöt sitt hér í bænum 10 aurum kg. neðan við verð K.E.A. í stað þess að selja það til útlanda. »Háttur framhleypinna flóna« kem- ur jafnt fram í verknaði sem í orði eða blaðagrein. Haustið 1930 seldi stjórn K.E.A. kjöt á kr. 1,15 kg. í bæinn, en bændur fengu ekki nema 90 aura í reikninga sína fyrir kílóið það ár. Að sjálfsögðu hefir þetta verð verið bt’ggt á þekkingu stjórn- arinnar á útlendum markaði og henn- ar góðu »söluhorfum«, en þar sem þetta er ekkert einsdæmi um ó- skeikulleik hennar, verður henni sýnd h’llsta tortryggni í þessu máli, þó »Dagur« reyni að slá um sig með »áreiðanlegum fregnum« frá stjórninni. Gerir ekkert til. Allir muna hve báðir hinir ráð- andi flokkar þingsins voru elsku- lega sammála um það, að þing- kosningar 1. vætrardag væru var- hugaverðar vegna þess, að þá gæti vont veður hamlað kjörsókn í sveit- um. Einkum voru það þó Fram- sóknarmenn, sem héldu þessu mjög á lofti, og töldu kaupstaðavaldinu gefið allt of gott tækifæri til að ná yfirráðum á þjóðarbúinu. Vegna þessa var 1. vetrardagur ómögu- legur kosningadagur. En stjórn þessara stjórnmálaflokka gat notað 1. vetrardag til annars. Hann var fullgóður til að láta þá fara fram þjóðaratkvæði um það, hvort eigi að hleypa sterku vínun- um inn í landið aftur, eða ekki. í fyrra tilfellinu var um það að tefla, hver flokkanna, íhaldið eða Framsókn, ætti að fara með völd áfram, til lítils gagns fyrir land og þjóð. í síðara tilfellinu var um að ræða mennningarmál alþýðu. Frá sjónarmiði fyrnefndra flokka skiptir það engu hvernig fer með slík mál, og vald kaupstaðanna ekki hræði- legt, því það hefir engin áhrif á stjórnina, hvort menn drekka sig frávita í sterkum eða léttum vínum. Það er opinbert levndarmál, að sambræðslustjórnin óskar eftir af- námi þeirra innflutningshafta, sem nú gilda hvað vínin áhrærir. Hún býst við meiri drykkjuskap, meiri tollum í ríkissjóðinn. Meiri ómenn- ingu landsmanna. Alt þetta stvrkir auðvaldið í sessi. Þessvegna er at- kvæðagreiðslan látin fara fram á þeim tíma, sem stjórnin vouar að illveður hamli kjörsókn í hinum dreyfðu bygðum landsins. Þetta er enn ein árásin á þær varnarráðstafanir, sem íslensk al- þýða hefir gert gegn erlendri ó- menningu, og fjárráni á hendur þjóðarinnar. Henni ber að svara með óskiftri kjörsókn allra þeirra, sem unna íslenskum manndómi og heiðri. Komandiútvarpsvika verður að mestu helgúð atkvæðagreiðslunni um bann- lögin, er fram á að fara 21. þ,m. Á Þriðjudagskvöldið, kl. 20,30 flytur Ragnar E. Kvaran fyrirlestur fyrir and- banninga um bannið í Bandaríkjunum. Á Fimtudagskvöldið kl. 20,30 svarar Felix Ouðmundsson fyrir hönd bann- tnanna. Á Föstudags- og Laugardags- kvöld kl. 21,30 fara svo fram kapp- ræður milli bannmanna og andbann. inga, en hverjir verða þar ræðumenn er ekki fullfrétt um enþá. K. A. heldur hlutaveltu í Samkomu- húsinu á morgun. Sláturtíð er mí lokið að heita má*

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.