Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 07.10.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 07.10.1933, Blaðsíða 2
2 A2.OTzxnaAE&ænaN I B. S. A. - Sími 9. Skæðadrífa. Skipavinnukaup við síldina. Þeir allra heimskustu í Jiði komm- tínista hér í bæ eru látnir bera það út um bæinn, að »Erlingur Friðjóns- son haíi lækkað kaup karlmanna við uppskipun og framskipun á síld í sumar,« en eins og allir vita, sem við þessa vinnu fást, er kaupið sama við hana og þeir Þorsteinn Þor- steinsson og Steingrímur Aðalsteins- son sömdu um við síldarverkendur í fyrra, og kommúnistarnir voru mjög ánægðir með þá, sem var að síldarvei kendur þyrftu ekki að greiða skipavinnukaup við móttöku á síldartunnum úr skipi eða fram- skipun að skipshlið. og gilti því al- mennur taxti yfir þéssa vinnu. Blaðsnepill kommúnistanna, f-em þó lætur ekki standa á sér að bera út lygi um Erling Frið]ónsson, hefir ekki þorað að hlaupa með þennan söguburð, sem þeir allra heimskustu úr hópi þeirra eru sendir með út meðal fólks, og mun ástæðan sú, að ábyrgðarmaður blaðsins, Stein- grímur Aðalsteinsson, verklýðssvik- arinn l'rægi frá í fyrra, mun renna grun í það, að hann yrði mintur hér í blaðinu á samningana, sem hann gérði þá við síidarsaltendur, þar sem skipataxtinn var afnuminn, helgidagakaupið lœkkað um krónu á tímann og eftirvinnukaupið um 10 aura, ef hann hætti sér út í að taka undir söguburð flónanna. Og þó munu fáir efast um að hann hafi langað til slíks. Leiguþrællinn frá Lyngholti, og verklýðssvikarinn frægi lætur sjaldan standa á sér þegar lygin er annars vegar. »Verkam.' vistar Einar Ol- geirsson. »Verkam.« segir að »fasistarnir« — þ. e, auðvaldsmenn — auglýsi ekki í öðrum blöðum en þeim, sem séu þeim vinveitt og gangi erinda þeirra. Sama gildlr vitanlega um tímarit. Einar Olgeirsson gefur út tímaritið »Réttur« og er ábyrgðar- maður hans. — Tvö hefti »Réttar« liggja hér fyrir. í þeim auglýsa: O. Nilssen & Son A/S — Þórst. Sigvaldason — O. Ellingsen Reykja- vík, Vinnufatagerð íslands, Björns- bakarí, Nye Danske, vátryggingarfél. og ísl.-Rússneska-verslunarfélagið — alt alþektar 'fasistaverslanir« með ómenguðu auðvaldsfyrirkomulagi. — Eítir því sem »Verkam.« heldur fram, hh'tur »Réttur< að vera í þjónustu »fasistanna« og ábyrgðar- maður hans. Enda eru þeir »fyrir löngu búnir að soramarka sér« »Rétt« o g »ábyrgðarmann hans«, fyrverandi og núverandi »verklýðs- svikara* Einar Olgeirsson, aðalmann Kommúnistaflokks íslands, Væl 'IsIendingS’. Næst síðasti »ísl.« er að gera ve- sæla tilraun til að snúa út úr því sem sagt var um áfengismálin í Alþm. fyrir nokkru, en auðvitaö getur blaðið ekkert hrakið sem þar stóð. Segir ísl. að Alþm. játi að bannlögin hafi leitt bölvun yfir þjóð- ina. Retta er alrangt. Bannlögin eiga ekki sökina á ástandinu. Sökin liggur hjá yfirstéttunum í landinu, sem eru svo siðspiltar, að þær geta ekki fylgst með viðreisnarráðstöf- unum almennings. Þá segir blaðið að Alþm. sé- »á lævísan hátt« að ala á ríg milli stétta í landinu. Sér er nú hver lævísin. Hafi áminnst grein í Alþm. ekki verið hrein og bein og skorinorð, þá fer að verða vandi að rita svo skiljist. Er fón Guðmann kommún- isti styrktarmaður fasista- blaðsins »Isiendingur« og stfórnarb/aðsins »Dagur*. Kaupmaöur, Jön Guðmann, sem hefir fjárreiður »Verkamannsins« með höndum, heiir fylls't skapvonsku mikilli yfir því, að verslanir hér í bæ auglýsa vörur sínar í »Alþýðu- manninum«, en hálfdauði blaðsnep- illinn þeirra kommúnistanna fær ekkert í dálka sína af þeim fróðleik, sem kaupmenn og kaupíélög vilja koma út til almennings. — Guð- mann ségir að fasistaverslanirnar séu að styrkja »Alþýðumanninn« með þessum auglýsingum, og hann ætti að hafa hugmynd um, af eigiir rejmd. í hvaða skjmi kaupmenn auglýsa í vissum blöðum. — Und- anfariö hefir Guðmann kaupmaður auglýst varning sinn í fasistablaðinu »Islendingi« og stjórnarblaðinu »Degi«, mitt á meðal auglýsinga frá Paris, Ryel, og öðrum elskuleg- um samherjum hans í verslun, og styrkjendum fasistablaðsins og stjórn- nrblaðsins, og verður þá að líta svo á, að Guðmann kaupmaður og kommúnisti sé stjuktarmaður þess- ara blaða, þar sem hann veitir þeim fjárstyrk með auglýsingum sínum. — Guðmann er líka kaupmaður, og kaupmenn auglýsa ekki í þeim blöð- um sem þeir vita að nálega engir lesa. Honum er því vorkun þó hann j-firgefi blaðsnepil þann, seni hann er fjárhaldsmaður fyrir, og stilli sér upp með auplýsingar sínar meöal fasistaverslananna í fasista- blaðinu og stjórnarblaðinu. Sú fjár- hagslega stoð, sem kommúnistinn Guðmann, veitir blöðum þessum méð auglýsingum sínum, er sjálfsagt ekki látin af hendi með neinu ógeði. . Rétt lýsing á Guðm. Hannessyni. P. Z. lýsir Guðm. Hannessyni £ »Sókn* 19. Sept. þ. á. á þessa leið: »Margir eru þeir, sem -trúa orð- um Guðmundar Hannessonar Þeir eru til, sem telja nafn hans næga sönnun þess, að það sé satt, sem hann segir. — Vegna þessara manna vil ég benda á það, að Guðmundur Hannesson á. óhægt með að segja satt, og því fer mjög fjarri að því sé að trúa, sem hann stgir. Sem sönnun fyrir þessu vil ég færa það til, að Sunnudaginn 27. Ágúst brá Guðmundur vana sín- um og fór að rita um »Skipulags- ferðir 1933«. Þar segir hann með- al annars að á Húsavík séu 209 kýr. — 1930, sem er seinasta árið, sem skýrsJur liggja fyrir um, voru allir nautgripir á Húsavík 96. — Þarna laug hann um meira en helming, og þurfti þó ekki annað en að líta á eina tölu, sem fyrir liggur prent- uð, til að segja rétt frá. Sauðfé seg- ir hann að sé 6000. Það; var 1930

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.