Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 10.10.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 10.10.1933, Blaðsíða 1
ALÞÝÐ pll. árg. Akureyri, ÍMðjudaginn 10. Oktober 1933. 54. tbl. Hvers parf ísfenska pioúin iS á pessi tímum ? Væri þessi, eða þessu lík spurn- ing, borin upp fyrir þjóðina um þessar mundir, mundu svörin verða margskonar. Margir mundu svara því, að þjóðin þarfnaðist meira veltu- fjár. Fjár til að byggja brýr og vegi, kaupa skip, rækta jörðina, reisa verksmiðjur, byggja yfir þjóðina o. s. frv. — Aðrir mundu segia að þjóðin þárfnaðist aukinnar mentunar, meiri andlegs þroska og fágunar í orði og æði. Enn aðrir mundu óska þjóðinni meira göfgis, aukins trúarlífs og bjartsýnis í andlegum efnum. Líka mundu margir óska að þjóð- in hefði við jafnari kjör að búa en nú er. A.tvinna væri næg fyrir al- þýðu og fátæktinni yrði útrymt. Og enn mundu ýmsir óska þess að þjóðin væri hraustari en hún er, hugrakkari og lífsglaðari. Enginn myndi óska þess, sem mið- ur mætti fara, eða telja þjóðina þarfnast þess, sem hún hefir ekkert gagn af eða er henni til bðlvunar. Stjóramálaflokkarnir keppa hver við annan að sannfæra þjóöina um það, að hver flokkurinn, sem orðið hefir í það og það skiptið, vilji gera alt fyrir þjóðina, »em henni má til velfarnaðar verða. Hvaða einstaklingur mundi kjósa það orð á sig, að hann ekki vildi meðbræðrum. sínum vel í hvívetna? Sé spurt um vilja þeirra, sem leggja hönd og hug að því að skapa örlög þjóðarinnar, stendur ekki á fögrum yfiriysingum um góð og göf- ug áform, mannkærleika og fórn- fýsi- — En það er sitt hvað orð og efndir. Hér að framan hefir verið drepið á það, hvers þjóðin mundi æskja, væri hún spurð um það, hvað best væri hægt fyrir hana að gsra, og hvað hana s k o r t i helst á þessum tímum. Hvað væri eðlilegra en að forsjár- menn þjóðarinnar hefðu komið auga á einhverja þessa vöntun og eitt- hvað af þeim óskum, sem hrej'fa sér í brjósti þjóðarinnar? Og hvað væri eðlilegra en að vilji forsjár- mannanna kæmi fram í því, að þeir legðu hönd að því að bæta úr skort- inum og uppfylla óskirnar að ein- hverju leyti? Fovsjármenn þjóðarinnar leggja spurningu fyrir hana um þessar mundir, og óska svars. Um hvað spyrja þeir? Spyrja þeir um það, hvort unnið skuli að því að afnema atvinnuleysi, útryma örbyrgð úr landinu, auka mentun og göfgi, byggja bryr, vegi, hús, auka ræktunina o. s. frv. ? Nei, þeir spyrja um alt annað. Þeir spyr/'a hvort þjoðin vilji ekki brennivín, koníak, whisky, romm og aðra sterka drykki, til viðbðtar við það áfengi, sem búið er að neyða upp á landsmenn. Hafi íslenskur almenningur sofið hingað til, ætti hann að geta vaknað við þennan löðrung. Á alvöruþrungnustu tímum þjóð- arinnar; þegar við liggur að stór hluti bænda flosni upp af jörðum sínum; þegar verkalýðurinn sveltur NYJA BIO Þriðjudagskvöld kl. 9; Ný mynd! \\ Tal- og hljómmynd í 9 þátt- um. j— Aðalhlutverkin leika : ÉI. Brendel og Marjorie White. Myndih er látin gerast árið 1980, og er öll framúrskar- andi æfintyraleg" og spénn- andi. í höfuðborg landsins; þegar fjárhirsla rikisins er tóm að heita má; þegar verið er að íæða um að starfrækja ekki mörg af menninp,artækjum þjóðarinnar (skólana); þegar fjöldi ungmenna úr alþyðustétt verður að neita sér um skólagöngu vegna fjár- skorts; þegar haft er í hótunum um að lejzgja fiskiflota landsins upp, vegna f járkreppu; þegar ríkið þykist ekki geta greitt meira en matvinn- ungskaup við lagningu vega í land- inu; þegar bannaður er innflutningur á nauðsynlegum vöium til landsins; og þegar verið er að predika þeim, sem ekki hafa til hnífs og skeiðar, ítrasta sparnað í lifnaðarháttum, þá hafa foi sjármenn þjóðarinnar þá einu hugsjón að berjast fyrir, að fá inn'í landið brennivín — koníak — whisky — romm, •i.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.