Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 10.10.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 10.10.1933, Blaðsíða 2
2 AiP'fÐUMAEXJBOttl B. S. A. — Sími 9. fetta er það sem þeir háu 'nerr- ar álíta að þjóðina vanti til þess aö hán verði farsæl og langlif í landinu. Þaö ætti ekki að þurfa að skrifa langt mál til aö benda almenningi á hvernig hann á að svara þessari spurningu. Sómatilfinning hans og stolt, og verðug fyrirlitning á svona athæfi, ætti að vera nægur vegvísir í þessu máli.. Ofan á öll svik vald- hafanna gagnvart þeim ákvæðum þjóðarinnar, að gera landrækan versta vágest mannkj-nsins, demba þeir nú þessari svívirðingu framan í hana, þegar hún væntir mannlegra athafna til hjálpar sér. Spurningunni verður ekki rétt svaraí nema á einn hátt; þann, að kjósendur landsins, ungir ög gamlir, fjölmenni á kjörstaðina fyrsta vetrar- dag og neiti einróma þeirri spurn- ingu, sem þjóöin er svívirt meö á slíkum alvörutimum og nú standa yfir. — Og þegar þjóðin héfir rekið þessa svíviröingu af höndum sér á áber- andi hátt, á hún aö krefjast full- homins áfengisbanns. f*að hefir hún altaf viljað og vill, en altaf verið svikin um■ Ein áf þjóðsögnum vorum segir frá því, að «itt sinn í vorharðindum leitaði afdalabóndi á náöir stórbónd- ans niðri í dalnum og falaði af hon- um hey, til bjargar bústofni sínum. AfdalabóndÍDn stóð uppi heylaus og ekki annað fyrirsjáanlegt en fellir og hungur. Stórbóndinn haföi gnægö heyja, en synjaði hjálparinnar. En einhverju góðu vildi hann buga aö afdalabóndanum Kalt var í veðri og hríð á. Stórbóndinn brá gest- inum með sér í skála og gáf honum drjúgan sopa úr vínkútnum. »Það hitar svo vel í kuldanum*, sagði hann. Afdalabóndinn hélt heim á leið. Vínið sveif á hann, því meir sem þreytan og kuldinn sóttu að honum. Hann sofnaði í snjóskafli og fraus í hel. íslenska þjóð til sjávar og sveita! Þú átt að vera vaxin upp úr því, að láta neita þér um hjálp í nauð og fleka þig í staöinn. Alþýðumaður. Skæðadrífa. Allf af jafn snemma á ferð. Kommúnistarnir hérna eru allt af jafn snemma á ferðinni, þegar þeir þykjast vera aö vinna fyrir verka- lýðinn. í vor sem leið settu þeir kauptaxta fyrir norðlenska sjómenn, þegar búið var að ráða á öll skip með ákveðnum kjörum. Þegar sjó- mennirnir höfðu verið um viku tíma úti á veiðum, sendu »kommarnir« þeim áskorun um að fara nú aö berjast fyrir lágmarkstryggingu kaups á síldveiðum. Þegar sjómenn- irnir voru aö halda heim af Siglu- firði í Ágúst-lokin hefja »kommarn- ir« upp hróp um aö sjómannastofu þurfi að setja upp á Siglufiröi, þar sem sjómennirnir, sem þá voru á förum frá Siglufirði, gætu haft bæki- stöð sína, þegar landlegudagar væru. Á Föstudagskvöldið héldu »komm- arnir* hér fund, fámennan og vesæl- an — og mótmæltu réttarhöldunum í Leipzig, en það var að kveldi seinasta dagsins, er þessi réttarhöld voru haldin í Leipzig, því daginn eftir var rétturinn fluttur til -Berlín. »Fínir« inenn á ferð. Um 80 »fínir menn* úr höfuð- staðnum hafa gjörst vikapiltar vín- bruggara nú fyrir atkvæðagreiðsl- una um baimlögin, og hafa ritað undir áskorun til alþýðu manna um að fá sterk vín inn í landið. Alþýða til sjávar og sveita skal vera þess minnug, að þessir fínu herrar koma ekki til hennar þegar um nytsemd- armál þjóðarinnar er að ræða. t>á sjást nöfn heirra hvergi. Þá eru þeir grafnir í gleymskunnar djúp og láta ekki á sér bæra. Fyrirlitning- in ein hæfir þessum mönnum. Svör- in sem þeir fá séu neitandi. Þá verða endalok þessarar farar þeirra út til þjóðarinnar eins og til hennar er stofnað. — Bækur. Kristrún / Hamravík. Bókaversiun Porst. M. Jónssonar er nýbúinn að gefa út sögu með þessu nafni, eftir Guðmund Gíslason Haga- lín. Bókin er 200 blaðsiður og frá- gangur allur hinn prýðilegarsi. Höf- undurin las nokkra kafla úr þessart sögu í útvarpið í fyrra, og vöktu þeir strax mikla eftirtekt, enda mun hér um að ræða bestu bók Hagalíns. Persón- urnar meitlaðar af sérstakri vandvirkni Qg sérkennilegar t orði og æði. Verður bókin efalausl mikið keypt og lesin með mikilli ánægju. Grima. Petta er áttunda heftið af þessu þjóðsagnasafni, og á margan hátt hið besta. «Páttur af Eiríki Bjarnasyni á Pursstöðum*, skrásettur af Jónasi Rafn- ar lækni, er það merkasta í þessu bindi. Lýsir mjög einkennilegum og skemtilegum manni til frásagnar. Er hefti þetta góð viðbót við Grímu-safnið, Nýfar kvöldvökur, 26 ár, 7—9 hefti komu út í síðasta mánuði. Efni fjölbreytt að vanda. Ný gamansaga, »Pegar hænur ga!a«, eftir Jónas Rafnar læknir, er fyrsta saga heftisins. Einnig hefir það að flytja fjögur ný kvæði, framhald af Fnjósk- dælasögu, eftir Sigurð Bjarnason og fl. Alt er þetta læsilegt á kvöldvökum og hvar sem er — og vel það.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.