Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 24.10.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 24.10.1933, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUMAÐURINN III. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 24. Oktober 1933. 56. tbl. iin. Hún fór fram á Laugardaginn var, eins og til stóð. Veður var vont um alt Norðurland. Bleytuhríð og slidda. Petta mun mjög hafa hamlað kjörsókn. Enn er ekki frétt úr nema fáum kjördæmum. En þó má margt af þeim úrslitum læra, og verður síðar að því vikið. Hér á Akureyri var atkvæða- greiðslan ver sótt en skyldi. Veðiið gerði sitt til. Þrjú skip voru afgreidd hér þennan dag. Um 100 manns var í vinnu við þau. Fæstir þeirra greiddu atkvæði. Konur eiga ætíð annríkt á Laugardögum, og sumar fóru alls ekki til að greiða atkvæði af því menn þeirra gátu ekki verið með. Allt þetta varð til að gera sókn bannmanna, sem eiga aðal ítök sín í alþýðunni, sorglega daufa, en þeir eru í stórkostlegum meiri hluta í bænum. Fram um kl. 5 um daginn voru bannmenn í glæsilegum meiri hluta við atkvæðagreiðsluna, en á sjötta tímanum gerðu and- banningar harða hríð að fólki sínu og sópuðu því á kjörstaðinn. Hall- aðist þá á bannmenn um stund, en þeir sóttu sig aftur undir lokin. Kosningu var lokið klukkan rúm- lega hálf átta, og höfðu þá um 1170 manns greitt atkvæði af rúm- um 2500, sem á kjörskrá eru, eða ekki 50%". — Þó mun víða hafa verið mun verri sókn. T. d. hefir frést úr einum hreppi á aust- urlaudi, þar sem ekki greiddu at- kvæði nema §% þeirra er á kjör- skrá voru- Verður útkoman sjálf- sagt sú í sveitunum, að vart verður tekið tillit til atkvæðagreiðsiunnar þar, svo ósannur spegill getur hún verið af vilja fólksins. Á öðrum stað hér i blaðinu eru birtar þær atkvæðatöltrr, sem komn- ar eru, og síðar mun verða gefið yfirlit yfir atkvæðagreiðsluna á öllu landinu- Hvað er þá hægt að læra af því sem vitað er um atkvæðagreiðsl- una? — Með samanburði á því svartasta og bjartasta má draga mikilsverðar ályktanir, sem benda á leiðir, sem fara á, ef þingið fæst til að Iíta með skynsemd á málið. Hér í blaðinu hefir áður verið bent á það með óhrekjandi tilvitn- unum, að mótstaðan gegn bann- lögunum hefir öll komið frá »höfð- ingjac-valdi landsins. Alþýðan hefir altaf verið banninu hlynt og viljað viðhalda því. Nú sýnir atkvæðagreiðslan, að þar sem auðvaldið er sterkast og íhaldið svartast, eins og í Reykjavík og Vestmannaeyjum, þar eru and- banningar í geysilegum meiri hluta. En á ísafirði, þar sem alþýðumenn fara með völd og hafa mótað hugs- unarhátt og athafnir 'fólksins, þar eru bannmenn í jafnmiklum meiri- hluta og andbanningarnir á hinum stöðunum. Þar sem >höfðingja«- valdið er sterkast nýtur áfengisauð- magnið sín að fullu. Þar sem al- þýðan ræður, kemur það ekki að gagni. Þegar bannið var samþykkt af þjóðinni 1Q08, voru Ys atkvæða í Reykjavík með því. Þá var Reykja- vík lítill bær. Strax bg bannstefnan hafði sigrað, risu þarna upp drykkju- NYJA BIO Miðvikudagskvöld kl. 9 Ein nótt úr konuæfi. Þýsk tal- og hljómmynd í 9 þáttum. Aðalhlutv. Ieika: H&rry Liedtke og Nora Gregor. Myndin er vel Ieikin, fjörug og spennandi, og gerist öll á einni nóttu. menn og stofnuðu andbanninga- félagið fræga. Síðan hefir sleitu- laust verið unnið að því á þessum stað að kenna fólkinu að drekka og dýrka áfengið. Borgin hefir fengið yfir sig erlénda >háskríls- menningu*, kaffihúsalifnað og að síðustu hinn áhrifamikla drykkju- skóla, Hótel Borg, sem ríkisstjórn- in hefir verndað og viðhaldið á hneyksianlegan hátt. Nú kemur á- vöxturinn í ljðs í hrópinu: Meira áfengi! Sterkara áfengi/ Ábyrgð- arleysi og frekja siðspillingarinnar birtist þarna í allri nekt sinni, og allri þjóðinni er ætlað að tfða fyrir. Það er allt annar svipur yfir ísa- firði- Þar hefir alþýðan steypt auð- valdinu af stóli og vinnur ósleiti- lega að því að byggja upp veldi sitt og vfgi að siðaðra manna hætti.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.