Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 24.10.1933, Page 2

Alþýðumaðurinn - 24.10.1933, Page 2
2 AlItÐUMUUXiniNH B. S. A. — Sími 9. Fyrir tveim árum knúðu foringjar verkalýðsins ríkisstjórnina til að minka sendingu vína til útsölunnar á ísafirði um 2/.v Samtímis voru sett reglugerðarákvæði um það að vínbúðin skyldi ekki vera opin nema mjög takmarkaðan tíma í viku hverri. Petta hafði þau áhrif, að daglegur drykkjuskapur hvarf algerlega úr sögunni. Drykkjuósómanum var aflétl- Fólkið kann að meta þetta og vill enga aðra breytingu en þá algert bann■ Parna er glöggt dæmi þess hvað velvilji og vit forráða- mannanna getur gott gert, og stutt gott málefni til heilla og heiðurs fyrir borgarana. Og framkoma ís- firðinga fyr og nú sýnir líka hvern- ig á að styðja og vernda bann- lögin. Andbanningar þykjast eiga fullan sigur vísan í málinu, »Reykjavíkur- valdið*, með áfengisauðvald og erlenda ómenningu að baki, hefir snúist í lið með þeim. Sveitafólkið situr hjá. Skynjar ekki hættuna. Enda gert svo óhægt fyrir um at- kvæðagreiðsluna, sem framast má verða. — Pegar það var lagt fyrir fjóðina 1908 að skera úr því hvort hún vildi gera Bakkus útlægan eða ekki, lá þetta mál beint fyrir. Æskti þjóð- in áfengisbanns, átti hún að fá það. Nú veit þjóðin eiginlega ekki um hvað er beðið. Atkvæðagreiðílan er skrípaleikur. Ffvað kemur ef bannið verður afnumið? Hvaða tillit tekur Alþingi til at- kvæðagreiðslu, sem er engin mynd af þjóðarviljanum í heild? Ætlar »Framsókn« að beygja sig fyrir Reykjavíkurvaldinu, sem hún hefir verið að hræða bændurna á í mörg ár? Hvað gera þeir háu herrar, and- banningarnir, sem undanfarið hafa verið að hálofa bindindisstarfsemi? Ætla þeir að gerasí bindindis- menn sjá'fir og fá aðra til að ger- ast það? Svars við öllu þessu mun verða krafist, og ekki er ólíklegt að til al- varlegra átaka muni draga víða um land, ef beita á þjóðina þrælatökum samviskulausra þjóðníðinga, hverra erinda höfðingjavald landsins hefir veriö að ganga undanfarið. Öþrifaverkin. (Niöurl.). Síöast 1 yfirlýsingu sinni segja þessar 6 stúlkur að form. »Óskar* hafi sagt þeim ósatt um hvað í yfirlýsingunni vœri. Með þessu er líklega þessari deilu lokið, í bili að minsta kosti. Af um 120 stúlkum, sem Samvinnufélag ísfirðinga ha!ði í vinnu í sumar á Siglufirði, og allar mótmæltu lygum Verklýðsblaðsins á félagið, og fram- kvæmdastjórn þess, (F. J.) gátu kommúuistarnir vélað 10 til að skrifa undir hjá sér, og notuðu svo nöfn þeirra á svo svínslegan hátt, að 6 af þessum 10 hafa séð sig knúðar til að fletta ofan af svívirö- ingunni, þrátt fyrir það, að það hlýt- ur að vera þeim ógeðfelt að verða að kannast við, að þær hafi um tíma verið leiksoppar í höndum kommún- istanna Aö þessu máli loknu eru það því 116 stúlkur, sem standa meö Finni Jónssyni, en 4 með kommúnistum. Hefir þetta farið að vonum og verðleikum. Nú munu efalaust ýmsir spyrja, af hverju þessi ofsókn á hendur Finni Jónssyni stafi, og hvers vegna er lagt út í svo tvísýnan leik, sem þennan, sem svo endar með alger- um ósigri ofsóknarliðsins. — Þeir, sem þekkja stefnuskrá kommúnista- flokksins, fyrirskipanir hans til með- limanna og innræti foringjanna, eru ekki í neinum vandræðum með að átta sig á hlutunum. í augum, og samkvæmt kenning- um, kommúnista, er Finnur Jónsson einn mesti syndaselur landsins. Ber ýmislegt til þess. Fyrst þaö, að hann veitir forstöðu stærsta atvinnu- fyrirtæki verkalýðsins í landi hér S. í. og fepst það svo vel, að félag- ið eflist og færir út kvíarnar meö hverju ári, Það má svo sem geta nærri hvernig þaö lítux út í augum þeirra, sem prédika (og trúa því líklega) að sulturinn, sundrungin, úrræðaleysið og hatrið séu bestu kennarar verkal}‘ðsins, að honum sé hjálpað tii að bjarga sér sjálfur, þegar aðrir gera það ekki. Sam- vinnufélag ísfirðinga veitti um 400 manns sumaratvinnu þetta ár, og hana góöa. Kommúnistarnir hafa oft ilskast út af minna en þetta er, og innræti foringjanna grípur til rægitungunnar, þess vopnsins, sem altaf er við hendina og þeir hafa mesta æfingu í að beita. í öðru lagi var Samvinnuíélagið og Finnur Jóns- son heldur slæmur þröskuldur í vegi fyrir þeim »stéttvísu< á Sigluiirði í sumar. Eins og kunnugt er, tóku »komm- ar* völdin í Verkamannuíél. Siglu- íjarðar í fyrravetur. Nú þurfti að sýna yfirburði þeirra »stéttvísu« jTfir »krötunum«, en verkefnin vantaði. Þótt Verkljrðsblaðið sé af og til að tala um »hina sigursælu baráttu* Siglufjarðar-»kommanna«, er sann- leikurinii sá að allt þeirra starf heiir verið samhangandi keðja af ósigr- um. f*eir töpuðu verksmiðjudeil- unni svo greinilega, að þeir urðu að ganga að því, sem verksmiðju- stjórnin vildi góðfúslega láta af hendi. Deilan út af »hvítliðanum« fór engu betur, enda vitanlegt aö þetta hvorutveggja var hafið aí »kommunum« til þess eins að koma iilindum af stað, en ekki til gagns fyrir verkalýðinn. Eina vonin um verulegan »hasar« var tengd við verkakvennataxtann, því móti hon- um mynduðu atvinnurekendur sam- tök sín á milli. En ,sú deila vanst fyrir atbeina Verkakvennafél. Siglu- fjarðar, og mikið vegna þess að Finnur Jónsson, sem hafði yfir að ráða stærstu slldarstöðinni, stóð með verkakonunum gegn atvinnurekend- unum, sem vildu lækka kaupið. — Málið vanst illindalaust og til gagns fj-rir verkalj^ðinn. - »Kommarnir« voru látnir standa álengdar og-fengu hvorki að sjrna »stéttvísina« eða láta verkakonurnar tapa málinu. Pað var engin von til að þeir gætu fjrrirgefið Finni þennan stuðning v;ð verkalýðinn.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.