Alþýðumaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðumaðurinn - 07.11.1933, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 07.11.1933, Qupperneq 1
ALÞÝÐUMAÐURINN III. árg. Akureyri, þriðjudaginii 7. Noveinber 1933. 58. tbl. Alþingi. Alþingi kom saman á Fimtudag- inn var eins og til stóð. Allir þing- menn voru mættir. Kæra lá fyrir yfir kosningu Bjarna Snæbjörnssonar. Töldu kærendur að Kjartani Ólafs- syni, frambjóðanda Alþvðuflokksins, bæri þingsætið í Hafnarfirði, þar sem hann hafði fengið 19 fleiri, lög- lega greidd, atkvæði á kjördegi, en úrslitum kosninganna réðu atkvæði, greidd hjá bæjarfógeta fyrir kjör- dag, en þau voru ðll með þeim á- galla, að þau voru ekki vottfest, eins og lög raæla fyrir. Voru at- kvæði, greidd hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði, með þessum ágalla, dæmd ógild af kjörstjórnum út um land. Meiri hluti þingsins tók þó kosninguna gilda, sem auðsjáanlega var alrangt, og einungis til þess að ala trassahátt og ólöghlýðni upp í þeim lögreglustjórum, og öðrum, sem um kosningar siga að sjá, og kemur niður á kjósendum, þar sem atkvæði þeirra eru gerð ógild á sumum stöðum vegna ágalla á frá- gangi atkvæðaseðlanna. Forseti sameinaðs þings var kos- inn Tón Baldvinsson með 21 atkv., Jón Þorláksson fékk 20. Forseti e. d. Einar Árnason á Eyrarlandi, með hlutkesti milli hans og Péturs Magn- ússonar. Forseti n. d. var kosinn Jörundur Brynjólfsson. Skipun deildanna er þannig nú, að í e. d. sitja 7 Sjálfstæðismenn, 6 Framsóknarmenn og 1 jafnaðar- maður, en í n.d. 13 Sjálfstæðismenn, 11 Framsóknarmenn og 4 jafnaðar- menn, en í þinginu eru, eins og kunnugt er, 20 Sjálfstæðismenn, 17 Fi amsóknarmenn og 5 jafnaðar- menn. Fyrir þingið voru Sjálfstæðismenn mjög kampagleiðir og blöð þeirra heimtuðu að fá tvo menn í ríkis- stjórnina. Nú mun s\o komið, að Sjálfstæðið sættir sig við að fá að lafa á Magnúsi eii um. Mikið hefir verið talað um samsteypustjórn, er Framsókn og jafnaðarmenn stæðu að, en ekkert virðist slíkt vera á veg komið. Héðinn Valdimarsson ritar í »Alþýðublaðið« 1. þ. m. grein um möguleika fyrir slfkri samvinnu um stjórnarmyndun, og skilyrðí þau er jafnaðarmenn verði að setja fyrir þátttöku í stjórn með Framsókn. — Segir þar, meðal annars : »Alþýðuflokkurinn hefir skýra af- stöðu Hanti mun berjast á móti íhaldsstjórn í hvada mynd sem er, hvort heldur sem er hreinni flokks- stjórn Sjálfstæðisflokksins eða sam- steypustjórn hans við Framsókn, hvort heldur sem er ákveðinni póli- tískri stjórn þeirra, eða svo nefndri ópólitískrh Alþýðuflokkurinn telur einræðisstjórn konungs á þessum tímum mjög hættulega. Hann mun jafut vantreysta hreinni Framsóknar- stjórn til valdatöku. En til þess að geta öfluglega barist gegn ofbeldis- steinu íhaldsins og fyrir málum al- þýðunnar, uns næstu kosningar leiða þau mál til lykta fyrst um sinn, vill Alþýðuflokkurinn taka þátt í stjórn- armyndun með Framsóknarfokknum með ákveðnum skilyrðum, er sýni að hin nýja ríkisstjórn taki upp nýja st/órnarstefnu gegn ofbeldi og fyrir réttlátri, aukinni vinnu, réttu kaupgjaldi og bættum hag alþýðu til sjávar og sveita, eítir því sem frekast verður unt án löggjafar, þvi eins og þingið er skipað, getur í~ < H NYjA B!0 H Þriðjudagskvöld kl. 9; Ný myrtd! Eiginmenn á glapstigum. Eýzk gamanmynd í 9 þátium. Aðalhlutverkið leikur hlægi- legasti leikari Ejóðverja: Ralp Arthur Roberts. Hljómsveit Dajos Bela spilar — Comedian Har- monists syngja. Hlægilegasta mynd, sem lengi hefir sést. Miðvikudagskv. kl. 9 Sýnd í síðasta sinn. haldið eitt felt öll lagafrumvörp í annari deild þingsins■ Þá yrðu og þeir menn að skipa stjórnina, sem vænta mætti að framfylgdu slíkri stjórnarstefnu, og stjórnin yrði að- eins til bráðabyrða fram yfir kosn- ingar.« Sjálfsagt rignir frumvörpum inn á þingið, þótt það í raun og veru eigi ekki að fjalla um önnur mál en stjórnarskrárbreytingarnar og kosn- ingalögin. Auk þessara frumvarpa liggja nú þegar fýrir þinginu frv. til laga um breytingar á þingsköp- um — breytingar á útflutningsgjaldi

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.