Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 14.11.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 14.11.1933, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 íhald, katólskir 'og stórbændur hafa kosningabandalag með sér. — Sama gera miðflokkarnir. Jafnaðar- menn bjóða allstaðar fram og eru hinir vinstri flokkarnir sumstaðar í bandalagi við þá, jafn vel kommún- istar líka. Konur haía nú í fyrsta sinni kosningarétt á Spáni og eru kjósendur meir en helmingi fleiri en nokkru sinni áður. Úr bæ og bygð. 210 útgerðarmenn og sjómenn í Vestmannaeyjum hafa sent Alþingi áskorun um að það hlutist til um að Einar Einarsson, fyrv. skipherra á varðskipinu »Ægir«, verði nú þegar ^ettur að landhelgisgæslunni aftur, en eins og kunnugt er, flæmdi íhaldið Einar frá stjórn »Ægis«, vegna dugnaðar hans í landhelgis- málum. Síðan hefir ekki verið um neina landhelgisgæslu að ræða. — Varðskipin löngum legið við land, en erlendir, og sjálfsagt innlendir togarar sópað fiskimiö smábátanna. En nú er Vestmannaeyingum nóg boðið, Mun Alþingi fá fleiri áskor- anir um aö taka E. E. aftur í þjón- ustu landhelgismálanna. Vegna fólks, sem vill koma aug- lýsingum til birtingar í útvarpinu, vill blaðið vekja athygli á því, að utan .Reykjavíkur, taka landssíma- stöðvarnar móti auglýsingum, koma þeim á framfæri og krefja inn gjöld fyrir þær. 6. þ. m. andaðist hér á sjúkra- húsinu, ungfrú lnga Líndal frá Sval- barði, rúmlega tvítug að aldri. Bana- meinið var berklaveiki. Jarðarförin fer fram 1 dag að Svalbarði. Arngrímur Jónsson, en ekki Hall- grímur, eins og stóð í síðasta blaði, hét vélamaðurinn á bátnum »Fram«, er fórst um daginn. Uppþot varð í Reykjavík aö kvöldi 9. þ. m. Meðan stóð á miðdagsverði þá um daginn, hnupluðu nokkrir kommúnistar hakakrossflaggi af þýsku skipi, og höfðu í land með sér. Um kvöldið hélt svo samfylk- ingin sigurhátíð yfir hræinu, en er af þeirri samkomu kom, sló í risk- ingar milli kommúnista og lögregl- unnar, er vildi að þeir skiluðu fán- anum aftur. í þeim skærum hlaut Einar Olgeirsson höfuðskeinu og var fluttur til læknis, einhverjir fleiri brákuðust eilthvað. Á Sunnudagskvöldið var stofnuð ungmennastúka hér í bænum. Sfofn- endur voru 57. Stúkan heitir »Ak- urliljan*. Skipstjórafélag Norðurlands hélt fund á Sunnudaginn var. Samþykti félagið áskorun á þing og stjórn, aö koma á mati á síld fyrir næstu síldarvertíð. Einnig skoraði fundur- inn á ríkisstjórnina, að segja nú þegar upp viðskiftasamningunum við Noreg. Hjónaband. Ungfrú Elísabet Krist- jánsdóttir frá Sigrlðarstöðum og Karl Friöriksson bílstjóri. Bæjarstjórnarfundur í dag. Fjár- hagsáætlun bæjarins verður til fyrri umræðu. Niðurjöfnun útsvara eftir efnum og ástæðum, er áætluð um 25. þús. krónum hærri en í fyrra. 766 atvinnuleysingjar voru skráð- ir í Reykjavík nú um mánaðamót- in. Nokkrum togurum var lagt þar upp í s. 1. máauði, en er nú aftur verið að tína þá á veiðar. Fiskifulltrúinn á Spáni, Helgi P. Briem, hefir verið kallaðúr heim. Hvers vegna er ekki gefið upp enn. Þrjár björgunarstöðvar með flug- línutækjum hefir Slysavarnaíélagið sett á fót nú í haust, Ein er í Vík í Mýrdal, önnur við Skaftárósa og sú þriðja á Harðbak á Melrakka- sléttu. Auglýsingum í >Alþýðumxnrtinn< er veitt móttaka á afgreíðslu blaðsins í Lundargötu 5, i Kaupfélagi Verkamanna og í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Rennilásar nýkomnir í mörgum litum. VERÐ. 10 cm. á kr. 0,55 12 — - — 0,65 15 — - — 0,85 20 — - — 1,10 25 - - - 1,35 30 — - — 1,65 35 — - — 1,95 Brauns-Verslun. Páll Sigurgeirsson. C/J ■b/Jar bestir. D.O.L^. sími260 —----------------------s alÞyðumaðurinn. Gefinn út af Alþýðuflokks- mönmim. Kemur út á hverjum Priðjudegi Áskriftargjald kr. 5,00. Ábyrgðarmaður: ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. Símar: 214 og 306. Afgreiðslumaður: HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Sími 110. Prentsmiðja Björns Jónssonar, io ^^JFURDIF St. Isafold Fja/lkonan nr. 1. Fundur á Eöstudagskvöldið kemur, kl. 8,30 í Skjaldborg. Inntaka nýrra félaga. Innsetning embættismanna. Gott hagnefndaratriði. Unglst. Sakleysið nr. 3. Fand- ur á Sunnudaginn, kl. 1,30 í Skjald- borg. Innsetning embættismanaa og fl, , k Ungm.st, >Akurliljan< Fund- ur i Skjaldborg á Sunnudagskvöldið kl. S,30. Framhald stofnfundarstarfa. L TILKYHNIHCAIT

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.