Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.11.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 21.11.1933, Blaðsíða 2
2 ALÍ’ÝÐUMAÐURINN B. S. A. — Sími 9. armönnum yfirleitt mjög vel á til- lögur Krabbe um að kvíin yrði norð- an við ytri Torfunefsbryggiuna efst í bótinni, og lýsti sér sterkur áhugi á því meðal fundarmanna, að byrjað yrði á byggingu hennar hið allra fyrsta. Á íundinum voru 75 félagar og tveir nýir gengu inn í félagið. flrslit atkvæöðgreiðslunnar um bannluuin. Nú liafa loks verið talin atkvæði þau er greidd voru um bannlögin 1. vetrardag. Strandasýsla rak lestina með 177 já og 231 nei. Hafa þá alls verið greidd um bannlögin 27.508 atkv. Af því hafa 15,884 fallið móti banninu en 11,624 með. í kjördæmunum hafa atkv. fallið þannig, að með banni eru: Ak- ureyri, ísafjörður, Borgarfjarðasýsla, Dalasýsla, Barðastrandasýsla, Vestur- ísafjarðarsýsla, Norður-ísafjarðar- sýsla, Strandasýsla, Vestur-Húna- vatnssýsla, Austur-Húnavatnss}?sla, Skagaíjarðarsýsla, Suður-Þingeyjar- • sýsla, Suður-Múlasýsla, Austur- Skaftafellssýsla. — M ó t i banni: Reykjavík, Hafnarfjörður, A'est- mannaeyjar, Seyðisijörður, Mýra- sýsla, Snæfellsnessýsla, Eyjafjarðar- sýsla, Norður-Þingeyjarsýsla, Norður Múlasýsla, Vestur-Skaftafellss}?sla, Rangárvallasýsla, Árnessýsla, Gull- bringu- og Kjósarsýsla. Eftir þessu eru 14 kjördæmi með banni, en 13 á móti.. Utan Reykja- víkur má heita að já og nei séu jöfn. Já-in 50 fleiri. Það er þ.ví Reykjavík ein, sem mismuninn gerir. Við þjóöaratkvæðagreiðsluna 1908 féllu 60,10% greiddra atkvæða með banni, en nú 57,74% móti banni. Bannlögin voru því sett með meiri þjóðarstyrk að baki en krafan um afnám þeirra nú hlaut. Andbann- ingar hafa því farið sannkallaða sneypuför til þjóðarinnar, ekki síst þegar það er athugað, að allir eru óánægðir með ástand áfeugismálanna, og aðstaða andbanninga því hin besta sem hugsast má. Enn eru ekki skýrslur fyrir hendi um hve þátttakan í atkvæðagreiðsl- unni var mikil »prósentvís«, en ó- hætt mun að fullyröa, að hún hefir ekki náð 56%. Þetta bendir ótví- rætt á að þjóðin sé ekki síður bann- hneigð en áður. Andbanningar hafa tjaldað því sem til var. Niðurrifs- flokkar sækja kosningar best. Fólkið sem heima sat óskaði ekki eftir meira víni. Það er banni fylgjandi. Telur sljtrin, sem vér búum við, betra en ekki neitt. — Hvað myndi þjóðin þá hafa sagt, ef hún hefði verið spurð um hvort hún vildi al- gert bann eða ekki ? ]?eir hefðu eflaust farið ljóta för til þjóðarinnar þá, andbanningarnir. Ekki verður séð að Alþingi geti bygt afnám núverandi áfengislaga á þessari atkvæðagreiðslu. Til þess hefðu að minnsta kosti 60,10.%' af atkvæðagreiðslunni þurft að falla móti banninu. Að nema núverandi bannlagaákvæði úr gildi uær engri átt, á meðan ekki eru íengin jafn mörg % móti þeim, og með þeim féllu 1908. Eftir fyrstu fréttirnar um atkvæða- greiðsluna voru tvær andstæður sýni- legar. Reykjavík annarsvegar sem andbanningahreiður. ísafjörður hins- vegar sem glæsilegasta vígi bann- manna. Atkvæðagreiðslan hefir sýnt áhrifin, sem þessir höfuðstaðir lands- fjörðunganna hafa út frá sér. Sýsl- urnar í nánd við Reykjavík eru allar móti banni. Vestfirðirnir allir með banni. Kjördæmi þeirra tveggja ráðherra, er á þingi sitja, hafa aðvarað þá um að haga sér »skikkanlega« í áfeng- ismálunum. Sérstaklega hafa kjós- endur forsætisráðherrans tekið þar af skarið. Er þetta vel farið. Alþingi, er nú situr, tekur sjálf- sagt engar ákvarðanir í áfengismál- unum. Fyrir næstu kosningar verða bannsinnaðir kjósendur að hervæð- ast, því enginn vafi leikur á að and- banningar hafi þá klær sínar úti eins og þeir geta þess að það þing, er kemur til að skera úr um áfengismálin í framtíðinni, verði þeim hliðholt. Tunnusmíðið. Vegna ósannra frásagna »ísl.« og »Verkam.« um niðursföðuna af tunnusmíðinu í fyrra, þykir Alþm. rétt að iáta almenning vita hvernig hin raunverulega útkoma á þessu verki er og hvernig þessum rnál- um er komið- Eins og sjálfsagt margir af les- endum Alþm. muna frá því s.l. vorr er blaðið gaf yfirlit yfir tunnusmíða- útkomuna þá, kostaði vinna verka- mannanna 80 aura á tunnu, eða 5 aurum meira á tunnu en bæjar- stjórn ætlaði í upphafi að borga þeim- — Petta munaði hvern mann, sem að tunnusmíðinu vann, ca. 26,25 á allri vinnunni, en heildar- upphæðin, er verkamennirnir fengu til jafnaðar, var kr 418,00. Nú á haustnóttum er útkoman sú að tunnusmíðareikningurinn sýn- ir kr. 1080,00 halla. Líka er óinn- fært honum til útgjalda kr. 636,00. fyrir raforku. Petta gerir til sam- ans kr. 1796,00. En eftir er að reikna tunnusmíðinu til ágóða efn- isleifar, sem lágt reiknað mun vera um kr. 650,00 virði. Hallinn mynd- ast að hálfu leyti af því að bærinn reiknaði sér vörugjald af tunnuefn- inu kr. 811,00, sem virðist vera ó- þarfi, þar sem urn efni til atvinnu- bótaiðnreksturs er að ræða. Hall- inn er því í raun og veru ekki nema 255 krónur. Og hafi bærinn nú ekki lagt í neinn aukakostnað við að láta tunnusmíðinu í té raf- orku, og það er ósannað mál að svo sé, þá er í raun og veru ekki um neinn halla að ræða á tunnu- smíðinu, enn sem komið er. Ritarar Verkam. sem eru að ræða og rita um það, að Erl. Friðjónsson, og aðrir þeir, sem vildu greiða 75 aura smíðalaun á tunnu í fyrra, standi nú opinberir lygarar frammi fyrir bæjarbúum, geta því sjálfir prýtt sig með því nafni. — Peir héldu því fram við verkamenn, að 75 aura akkorðið myndi ekki gefa verkamönnum meira en 50—60 au. á tímann — í blaði sínu munu þeir hafa sagt 68—72 aura. — 75 aura

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.