Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.11.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 21.11.1933, Blaðsíða 3
ALfcÝÐUMAÐURINN ? 3 R Q D bilar bestir. Sími 260 akkorðið hefði gefið þeim 95 aura á tímann, eins og vinnuhraðinn > verksmiðjunni reyndist, og það hefði verið betra fyrir verkamenn- ina að fá vinnuna fyr á vetrinum. Vegna asnaláta æsingafífla Verka- mannafélagsins, dróst það fram undir vor að tunnusmíðið byrjaði. Vinnan gekk því svo langt fram á vorið, að óhætt er að reikna það 100 króna skaða fyrir hvern verka- mann. Pessi töf orsakaðist af lygum og æsingum kommúnistanna, verka- lýðnum til ófarnaðar — á allán hátt. — „Æfinlfri á gðngufer" er enn einu sinni komíð hér upp á leiksvið. Virðist trú leikfélagsstjórnar- innar á mátt leiklistarinnar vera rnikil, fyrst hún ræðst í sýningu þessa leiks, sem bæjarbúar hljóta að vera orðnir hundleiðir á fyrir löngu. Og það merkilega er að félaginu virðist ætla að verða að trú sinni. Leikurinn hefir nú verið sýndur tvisvar við góða að- sókn, og fólkið skemmtir sér vel- Pótt leikararnir séu ekki allir nýir á leiksviðinu, eru þeir þó. nýir i öllum hlutverkunum í æfintýrinu, nema t veimur. í þessu er þægileg tilbreytni fyrir á- horfendur, en vandi leikfélagsins og leiðbeinandans að sama skapi meiri að þjálfa þessa nýliða svo að ekki sé um afturför að ræða, frá því er áður var. Pótt ekki sé allt misfellulaust, mun dómur almennings ótvírætt hníga í þá átt, að >æfintýrið« á höndum þessara nýliða gefi fyrri sýningum ekki eftir og muni jafnvel stiga hærra á suraum sviðum. T. d. er söngurinn í leiknum jafnbestur er hér hefir heyrst. Útbún- aður er allur hinn besti og sniliitök leið- beinandans sjáat viða og áberandi í leiknum. Meðferð einstakra Ieikara á hlutverk- um þeirra verður ekki dæmd frekar hér. Til þess er ekkert rúm. Fólkið mun eflaust fara margt í leikhúsið, skemmta sér, setja út á, dást að og fella sína dóma eins og vant er. Leikhúsgestur. Frá Álþingi. Útlit er fyrir að Alþingi muni standa fram undir jólin. Aðal mál- in, sem fyrir þinginu liggja, eru skammt á veg komin enn, ogi mörgum málum hrúgað inn á þing- ið, sem vel hefðu mátt bíða reglu- legs þings, Stjórnin sagði af sér í síðustu viku, en situr áfram »upp á kóngsins náð.« — Samvinna um stjórnarmyndum miHi Framsóknar og Alþýðuflokksins strandaði á verstu íhaldsplöntunum í Framsókn, sem ekkert vilja láta gera, sem gagn er í. Nd. hefir afgreitt beimild fyrir ríkisstjórnina til að láta byggja síld- arbræðslustöð á Norðurlandi, til hjálpar síldarútveginum. Guðfræð- isprófessorinn við Háskóla íslands flytur frumvarp um að leyfa nú þegar að flytja inn og selja sterkt áfengi. Hann er ekki svona bráð- látur í trúmálum. Hafa orðið harð- ar sviftingar um þetta mál í Ed. Skæðadrífa. »Verulegt «por«. í'orst. Þorsteinssön segir í síðasta »Verkam.« að »ráðstefna« sú, sem kommúnistar hafa efnt til hér í bæn- um 25. þ. m. muni »marka verulegt spor á þróunarbraut* verkalýðsins á Norðurlandi. Allir, sem til þekkja, vita að sú þróun, sem hér er átt við, er ekkert annað en þróun þess skemdastarfs. sem Þ. f*. er nú far- inn að taka þátt í hjá kommúnistum, og stefnir að eyðileggingu verklýös- samtakanna, nema þá að »ráðstefn- anc eigi að þróa dansskemmtanir meir en verið hefic. — álíka og þær er ?. Þ. stendur fyrir í Verklýðs- húsinu, og sýna próun tómra flösku- hauga bak við húsið eftir hvert ball og rúðubrot í nærliggjandi húsum. »Eiít er nauðsynlegt.c Magnús guðfræðiprófessor hefir ekki flutt mörg írumvörp á Alþingi, og verið gagnslítill þar eins og ann- arsstaðar. fó bregður nú svo við, að hann flytur frumvarp á Alþingi um að leyfa innflulning og sölu sterkra vina, »eigi síðar< en nú um nýárið. Meistarinn frá Nasaret sagði að það eitt væri nauðsynlegt, aö leita guðsríkis og hans réttlætis. — Guðfræðiprófessorinn á íslandi telur það eitt nauösynlegt að fá meira á- fengi, sterkara áfengi inn í landið. Meistarinn í Gyðingalandi var götu- prédikari og »átti hvergi þak yfir höfuðið*. Guðfræðiprófessorinn á íslandi er hátt launaður embættis- maður í borgaralegu þjóðfélagi. Bækur. Kyndill, 5. ár, 2- hefti, er nýkom/ ið. Efni: Átökin milli stéttanna, eftir V. S. V. Æskan í sveitunum, eftir Guðjón B. Baldvinsson. Og maur- ildin glitruðu, saga. — Hálfyrði til H. G. eftir G. B. B. Konan í Nas- istaríkinu, eftir P. H. Ný bók eftir Pórb. Pórðarsson. Allt er þetta hið skemtilegasta aflestrar og fróðlegt. — Ungt alþýðufólk ætti að lesa Kyndil. David Copperfield, þessi ágæta saga', sem bókaforlag »Æskunnar« hefir verið að gefa út, er nú öll komin út. Peir, sem velja hollan bókakost handa börnum sínum, ganga ekki frain hjá David Copp- erfield. Bókin er skemtileg, athygl- isverð, og svo ódýr, að við hvers manns hæfi er. Koiflgarn á Spáni. Kosningar til spanska þingsins fóru fram á Sunnudaginn var. 92 flokkar höfðu fulltrúa í framboði. — Petta varð þess valdandi, að í fjölda kjördæmum verður að kjósa upp aftur, því enginn frambjóðandinn heíir fengiö löglegan meirihluta. — Ekki er frétt ennþá nema um ]/s fulltrúanna, en allt útlit er íyrir að konungssinnar og katólski flokkurinn hafi unnið á. Hafa þeir langflesta fulltrúa þar sem enn hefir frést til. Næstir eru jafnaðarmenn að styrk- leika, —

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.