Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 05.12.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 05.12.1933, Blaðsíða 1
ALÞÝBUMAÐUMN III. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 5. Desember 1933. 62. tbl. Klofningur Kommúnista- flokksins. »Tækifærisstefnan«. Eftirtektaverð deila er risin upp f Kommúnistaflokki íslands, milli þeirra Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar, og verður þess ekki dulist að Einar á þar upptökin, því stefna hans, sem Brynjólfur nefnir sTækifærisstefn- una«, er algerlega ný meðal kom- múnista hér á landi, en þeir munu vera búnir að hafa félagsskap í Reykjavík milli 10 og 20 ár, þótt annarstaðar hafi ekki borið á þeim fyr en á síðari árum. Brynjólfur 1 Bjarnason hefir verið forystumaður kommúnistanna um langt skeið. — Er hann og ritsjóri blaðs þeirra í Reykjavík. — Árið 1931 flutti Einar Olgeirsson til Reykjavíkur og skömmu síðar kom Stefán Péturs- son heim frá Þýskalandi. Gerðust þeir Einar og Stefán athafnasamir innan Kommúnistaflokksins í Rvík, þar sem Brynjólfur hafði áður haft tögl og hagldir,. og þarf því engan að undra, þótt Brynjólfur ætlist til að nýbakaðir kandidatar í flokkn- um, eins og þeir Einar og Stefán, læri til fullnustu æðstu boðorð Jcommúnfsta og breyti samkvæmt þeim, enda hefir Brynjólfur knésett þá Einar og Stefán að undanförnu í Verklýðsblaðinu, — fyrst með strangri ofanígjöf frá miðstöð kom- múnistanna í Moskva og síðan ^neð hæfilegum skömmum í blað- inu fyrir að sjá ekki að sér og betrast. — Eins og þeim er kunnugt, sem þekkja trúarjátningu kommúnista, er fyrsta boðorð þeirra að svívirða beri alla þá, sem utan flokks þeirra standa, bæði persónulega og fyrir pólitískar skoðanir, og fyrst og fremsi beri að svívirða í orði og verki Alþýðuflokkinn og þá menn, sem verkalýðurínn hefir kosið fyrir sína forystumenn. — Að sönnu þarf Brynjólfur ekki að áfella Einar eða Stefán fyrir það, að þeir, eða þó sérstaklega Einar, hafi ekki uppfyllt boðorðið eftirmætti, um að svívirða í ræðu og riti, og láta þjóna sína hér í bæ og víðar gera hið sama, alla þá Alþýðuflokksmenn, sem. hann og lið hans hefir náð til með róg og óhróðri. En Einar hefir brotið stefnuskrá kommúnistanna á annan hátt. Hann hefir haldið því fram innan Kommúnistaflokksins, að flokkurinn ætti að leita eftir kosningabandalagi við Alþýðuflokk- inn á þeim grundvelli, að honum, Einari, yrði trygð kosning til Al- þingis hér á Akureyri og gegn því átti Kommúnistaflokkurinn ekki að bjóða fram í Hafnarfirði og ef til vill víðar. Petta er það, sem Brynjólfur kall- ar »Tækifærisstefnuna«. Þeir, sem þekkja Einar Olgeirs- son, skilja þetta rnæta vel- Hon- um mun þykja langt að bíða eftir »byltingunni« og þeim völdum, er hún myndi færa þeim kommúnist- unum. Brynjóltur er vonbetri og staðfastari í trúnni. Kunnugir menn þekkja það, að Einari Olgeirssyni velgir ekki við að éta ofan í sig stóryrði og ganga í mótsögn við eigin kenningar þeg- NÝJA-BÍÓ Þriðjudagskvöld kl. 9: Konan, seintalað erum. Í^N'sk talmynd. í 9 þáttum. í aðalhlutverkinu hin fagra Mady Christians, sem allir þekkja frá myndinni »Pú ert mér kær«.—Myrid- in' er skrautleg og skemtileg og er látin gerast í »París«. Bönnuð fyrir börn. Miðvikudagskvöld kl. 9. Átta stúlkur á ba't. Pýsk tal- og hJjómm^'nd í 10 þáttum, sem liefir að bjóða allt hið fegursta og fjörugasta úr lífi þyskrar æsku. Hún er ágæt íþróttamynd, sem allir íþróttaunnendur þurfa að sjá. Bönnn'Ö fyrir börn. ar hann getur sjálfur haft persónu- legan hag af því. — Félagsskapur hans við Mjólkurfélag Reykjavíkur, Kveldúlf og önnur fyrirtæki kapí- talista, sýna best það kátlega ó- samræmi, sem felst í kenningum Einars annarsvegar og athöfnum hinsvegar. Samtímis því, sem hann svívirðir Thor Jensen í Reykjavík á þingmálafundi hér í vorísambandi við sölu á mjólk, gengur hann á milli sona Thors til þess að mynda með þeim olíuhring til að féfletta smábátaeigendur í gegpum áhrif

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.