Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.12.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 12.12.1933, Blaðsíða 1
ALÞÍflTJMAflMNN III. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 12. Desember 1933. 63. tbl. Frá Alþingi. Alþingi var siitið kl. 5 á Laugar- daginn var. Hafði það þá afgreitt mikinn fjöida mála. Fékk þar sína ögnina hvor. Smábitum var kastað í kjördæmin, til glaðningar fyrir kosningarnar í vor. Stærstu málin voru stjórnarskrárbreytingin og kosningalagafrumvarpið. Komst hið síðarnefnda með harmkvælum gegn- um þingið. Stóó um það harður styr í n. d. — það ákvæði laganna, hvernig úthluta skuli uppbótar- sætum. Sigraði þar að lokum til- laga iafnaðarmanna- — Tillaga jafn- aðarmanna um að krefjast þess að varalögreglan, sem ríkisstjórnin setti á stofn í fyrra — í fullu heimildar- leysi — og hefir nú kostað Iandið yfir 300 þús. krónur, yrði tafarlaust lögð niður, var rædd á fjórum fundum í samein. þingi. Urðu um- ræður allhvassar annað slagið- En málinu lyktaði á þann hátt, að því var vísað frá, að fenginni yfirlýs- ingu stjórnarinnar um að varalög- reglan yrði lögð niður á næstunni. Voru 24 þingmenn með þessu en 17 á móti. Sannar þessi atkvæða- greiðsla, að allt íhaldið og nokkur hluti Framsóknarflokksins, hafa staðið að varalögreglunni, lögleys- unum í sambandi við hana, og fjár- sóuninni úr ríkissjóði til að ala þennan stéttaher auðvaldsjns. Á- fengisdýrkendur reyndu á marga lund að nota þingið í þágu áfeng- isauðvaldsins. Ölgerðarfélagið Egill Skallagrímsson í Rvík ætlaði að krækja sér í einkaleyfi til 10 ára til að framleiða áfengt öl til útflutn- jngs. Komst þetta í gegnum n. d. en e. d. gekk af frumvarpinu dauðu, rétt í þinglokin. Þegar andbann- ingar sáu að e- d. ætlaði að svæfa brennivínsfrumvarp guðfræðipró- fessorsins, hlupu þeir í sarneinað þing, og vildu fá leyfi handa ríkis- stjórninni til að gefa út bráða- birgðalög sem heimiluðu innflutn- ing og sölu á sterkum vínum. Varð um þetta hörð senna og fengu and- banningar knúð fram næturfund um málið rétt í þinglokin. Vil- mundur Jónsson vildi láta vísa málinu frá á þeim grundvelli, að btáðabirgðalög ætti ekki að gefa út nema þjóðarnauðsyn krefði, og ekki næðlst til löggjafanna. Hvor- ugu þessu væri til að dreifa. Jakob Möller bar fram dagskrártill. þess efnis, að áfengislöggjöf landsins bæri að breyta í samræmi við þann þjóðarvilja, sem fram hefði komið við atkvæðagreiðsluna 1. vetrardag. Til þess ynnist ekki tími nú, en stjórninni skyldi falið að láta semja slíka löggjöf fyrir næsta reglulegt Alþingi Af hræðslu við að till. Vilmundar yrði samþykkt, greiddu 26 atkv. með tillögu Möllers, en 16 á móti. Fá andbanningar því ekki brennivínið fyr en eftir næsta þing — ef þeir þá fá það. í þinglokin hreinsaði Framsóknar- flokkurinn til hjá sér og vék þeim Hannesi Jónssyni á Hvammstanga og Jóni frá Stóradal úr flokknum. Síðan hafa þeir Tryggvi Þórhalls- son og Halldór Stefánsson sagt sig úr flokknum. NÝJA-BÍÓ Þriðfudagskvöld kl. 9: Björg í báli. Tal- og hljómmj^nd í 10 þátt- um. — Aðalhlutverkin leika: Lissi Arna og Claus Clausen. Ætintýrið í myndinni er um vinina tvo, fjallgöngufé- lagana, sem verða nú að berjast hvor á móti öðrum upp á líf og dauða, og hvern- ig styrjöldin, með öllum sín- um haturseldi, megnar ekki að slíta vináttu þeirra. — Myndin er leikin á þýsku og mun öllum ógleymanlég, sem sjá hana. Fundur verður haldinn í Verklýðsfélagi Akureyrar, Sunnudaginn 17. þ. m. í bæjar- stjórnarsalnum. — Dagskrá auglýst með fundarboði. Akureyri 12. Des. 1933. Félagsstjórnin. Ungmennastúkan »Akurlilja« nr. 2 heldur fund á Sunnudaginn kem- ur, kl. 7,30 e- h. í Skjaldborg. — Leikinn verður smáleikur til skemt- unar. Gæslumaður biður félagana að muna að skila skýrteinum um fæðingardaga, ár og aldur á fund- inum, eins og búið var að minnast á áður.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.