Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.12.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 12.12.1933, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn j B. S. A. — Sími 9. Veinið úr flatsænginni. Undanfarið hafa íhaldsblöðin vein- að hátt af ótla um það, að jaínað- armenn myndu sparka þeim út úr flatsænginni frá Framsókn, eftir því sem þau sjálf skýra aðstöðu jaínað- armanna til stjórnarmyndunar með henni. — Síðasti 2.íslendingur« nefnir það *Flatsœngur~makkiðt að Framsókn- arflokkurinn á þingi og þingflokkur jafnaðarmanna hafa talað um mynd- un stjórnar, þar sem Sjálfstæðið vaeri útilokað. — »íslendingi« þykir, sem vonlegt er, sárt til þess að vita, ef jafnaðarmenn yrðu til þess að sparka flokksmanni hans út úr þeirri mjúku stjórnarflatsæng, sem Sjálfstæðið og Framsókn hafa skipað undanfarin ár, og mun engan undra, þótt litli rit- stjórinn veini hátt undan tilhugsun- inni um kalda útivist, eí stjórn'ar- hreiðrinu yrði iokað fyrir vinurn hans í framtíðinni. En reynslan er nú þegar búin að sýna, að Sjálfstæðið fær að njóta flalsængur-vlsins óáreitt fyrst um sinn, svo vonandi glaðnar yfir litla manninum aftur og veinið úr flatsæi'ginni hverfur Hitt mun vekja öllu meiri undrun almennings en veinið úr fla-tsæng- inni, að »ísl.« þykist vera að tala máli verkalýðsins í sambandi við þau samningsati'iði, sem lögð væru til grundvallar fyrir samstarfi jafnaðar- manna og Framsóknar um myndun ráðuneytis. Hann þykist sjá i þe ím samningsatriðum hækkun á verði innlendrar framleiðsluvöru fyrir al- menning, svo sem á kjöti. f’essi ótti »ísl.« um hækkun á kjötverði í sölu til almennings, af áhrifum sam- starfs jafnaðarmanna og Framsókn- ar, er hreinasti tilbúningur hans. Það sem Framsóknarþingmennirn- ir fóru fram á í þessum efnum var að smásölukostnaður á kjöti og mjólk yrði lœkkaður svo framleiðend- ur fengju hærra verð fyrir þessa vöru sína, án þess að neytendur þyrftu að greiða fyrir hana hœrra verð en áður hefði verið. Jafnaðar- menn voru eðlilega fúsir til að vinna að hækkun kjöts og mjólkurverðs með því að lækka kaupmannagróð- ann af sölu þessara vara. Sem dæmi um kostnað við sölu umræddra vara hefir Tryggvi Þór- hallsson sagt fiá því, að bændur á suðurlandsundirlendi fái ekki nema 14 aura fyrir mjólkurlíterinn, þótt mjólk þeirra sé seld í Reykjavík fyrir 40 aura. Hlýtur öllum skyn- bærum mönnum að ofbjóða slíkur milliiiðakostnaður, og allir aðrir en kaupmenn og málgögn þeirra að vinna að lækkun slíks okurkostnað- ar. — Úr bæ og bygð. Fiskafli er víða góður á fjörðum inni, þegar á sjó gefur. Á Fimtu- daginn var, fékk bátur á Norðfirði milli 40 og 50 tunnur af millisíld í snurpunót þar í firðinum, og fiskur er þar mikill. Á Sauðárkróki fékkst 15 — 20 tunnur af millisíld í kastnót á Laugardaginn var og ríga-þorskur veiðist þar upp við landssteina. Hér á firðinum hefir orðið síldar vart síðustu dagana, en mjög lítið. Afli er tregur í Vestmannaeyjum. St. Brynja nr. 99 heldur fund annað kvöld kl. 8,30 í Skjaldborg. Inntaka nýrra félaga. Erindi. Félag- ar mæti fjölmennir og stundvíslega. í Alþýðumanninum á Þriðjudaginn kemur, er fyrirtaks tækifæri til að birta siðustu jóla-auglýsingarnar. — Þetta ættu auglýsendur að athuga. Auglýsingum þarf að skila á Mánu- dag. - Stöövar- stjdrastaðan við landssímasöðina í Hrísey er laus til umsóknar. — Staðan er laus 5. Mars n. k. — Umsóknir sendist hreppsnefndinni í Hrísey fyrir 1. Febrúar 1934. Hafíð |iið heyrt |iað, að nú kostar hið ágæta Alexandra-gerhveiti aðeins kr. 0,30 pr. kíló. Alexandra-hveiti gerlaust aðeins kr. 0,30 pr. kíló. Sfrausykur — — 0,47 — — Melís högginn —1 — 0,57 — — Haframjöl ágæt tegund aðeins kr. 0,30 pr. kíló Hangikötið góða - 1,50 — — Ennfremur allar aðrar matvörur, og hreinlætisvörur, — við vægu verði. Söluturninn við Norðurgötu. Axel Schiöth. Senn koma jólin: Góð jólagjöf er Lindarpenni og blýantur samstætt, fæst í ýmsum litum og kosta að- eins kr. 7,50 settið. Einnig koníektkassar — verð við allra hæfi. — Söiuturninn við Norðurgötu. Axel Schöith. PínnM dökkt, ágæt tegund á kr. Öll U|l 9 2,00 líterinn. Anis á kr. 0,25 bréfið. — Bláber þurkuð á kr. 2,50 kg fæst í Söluturninum við Norðurgötu. Axel Schiöth. Tveggja manna far (skekta) til sölu nú þegar. Upp- lýsingar í Strandgötu 27. Spark! — Spark! Það eru fleiri en Framsóknar- flokkurinn á þingi, sem hafa þurft að hreinsa til hjá sér undanfarið.— Kommúnistaflokkurinn hefir þar yfir- stigið Framsókn, eins og að drekka, og látið svipuna ríða á hverjum þeim, sem ekki hefir í einu og öllu beygt sig undir vilja og skipanir Brynjólfs Bjarnasonar — í síðasta blaði var dálítið komið inn á valda- strekking Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar innan flokks- ins. Leiddi hann til þess að K.F.Í. kallaði saman »landsfund« fyrir nokkru til að láta skera úr hver ofan á skyidi verða í framtíðinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.