Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 19.12.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 19.12.1933, Blaðsíða 1
ALÞÝflUMAFJMNN III. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 19. Desember 1933. 64. tbl. A yíediíegva jófa óskar Alþýðumaðurinn les- endum sínum nœr og fjœr. Listi Jafnaðarmannafélagsins »Akur«, sem um leið er listi Alþýðuflokksins á Akureyri, við bæjarstjórnarkosning- arnar eftif nýárið, var lagður inn til formanns kjörstjórnar á Laugar- daginn var. Listinn verður Alisti og eru á honum þessir menn: Erlingur Friðjónsson kaupfélagsstj. Svanlaugur Jórlasson verkamaður. Guðmundur Jónsson vkm. Eyrarl. Haraldur Gunnlaugsson skipstjóri. Gestur Bjarnason hafnarvörður. Jón Austfjörð smiður. Halldór Guðmundss. vkm. Naustum Stefán Árnason verkamaður. Jón Stefánsson Vopni verkamaður. Aðalsteinn Stefánsson verkstj. Halldór Friðjónsson verkam. Þorsteinn Sigurðsson vélstjóri, Grundargötu 5. Listar hinna flokkanna eru í fæð- ingu þessa dagana, og gengur treg- lega sumstaðar. Alþýðuílokksmerkið i þurfa allir góðir alþýðu- flokksmeun að fá sér fyrir jólin. Kostar. 50 aura. Fæst á afgr. Alþýðumannsins. Bæjarstjórnar- kosningarnar. Alþm. hefir enn ekki þreytt les- endur sína á umræðum um bæjar- stjórnarkosningarnar, sem nú standa fyrir dyrum. En nú dregur óðum að því, að kjósendur í bænum fari að gera upp við sig hvar í sveit þeir skipa sér, og þykir þá hlýða að gera nokkra grein fyrir afstöðu Alþýðuflokksmannanna til kosning- anna; þótt það þurfi ekki að verða langt rriál, þar sem bæjarbúum er stefna flokksins kunn af afskiftum hans af bæjarmálum hartnær 20 síðustu ár. Frá þtfí Alþýðufl. sem flokkur, fór að skifta sér af bæjarstjórnar- kosningunum hér í bæ. hafa full- trúar hans allt af haldið þeini stefnu, sem hvarvetna hefir reynst heilladrýgst fyrir verkalýðinn, að vinna með einbeitni, festu, en þó fuilri gætni, að framgangi þeirra mála í bænum, sem eflt hafa vel- gengni hins vinnandi lýðs og trygt afkomu hans í einu og ðllu. Þess- ari stefnu fylgir flokkurinn og full- trúar hans enn, og munu ekki frá henni víkja. Frá öndverðu hafa fulltrúar AI- þýðufl. beitt sér fyrir hverju al- mennu framfaramáli í bænum, má þar til nefna jarðakaup bæjarins, vatnsvéituna, rafveituna, hafnar- mannvirkin, endurbætur yeganna, holræsin, gangstéttirnar, byggingu barnaskólans o- fl. — Þá hafa full- trúar flokksins knúð fram margs- konar aukna atvinnu i bænum, og varnað kauplækkun af hendi bæj- arstjórnar. Síðasti ávöxtur þessa NYJA-BIO Miðvikudagskvöld kl. 9 Tal- og hljómmynd í 8 þátt- um. Aðalhlutverkin leika: Taluíah Bankhead — Charles Laughton og Gary Cooper. Mynd þessi gerist að mestu í litlum hafnarbæ í Norður- Afiíku og aðalþáttur hennar í neðansjávarbát á hafsbotni. Myndin er óvenjulega spenn- andi og stórvel leikin og tekin. Næsta-syning verður 2. jóladag. starfs er samþykt hafnarnefndar nú fyrir nokkrum dögum um að hafn- arsjóður leggi fram 33 þús. krónur til byggingar smábátakvíar nú þegar. — Af þessari undanfarandi reynslu; — reynslu, sem ekki verður vé- fengd — má ráða í hvernig AI- þýðuflokksfulltrúarnir muni starfa í framtíðinni. Þeir munu, eins og að undan- förnu, beita sér fyrir hagsmunamáj- um verkalýðs til lands og sjávar, og á þann hátt að öllu miði áfram, þótt hægar gangi, þegar engin sér- stök verkefni liggja fyrir, en forðast árekstra, sem vanhugsað flan og yfirborðsbægslagangur leiðir til. í samrææi við þetta stillir flokk- urinn upp til bæjarstjórnarkosning- anna nú vetur og væntir þess að

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.