Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 28.12.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 28.12.1933, Blaðsíða 1
ALÞÍflUMADURINN III. árg. Akureyri, Fimtudaginn 28, Desember 1933. 65. tbl. Kosningastefnuskrá Gagnrýni alþýðufiokksblaðanna undanfarið á starfsemi kommúnista hér á landi þau þrjú ár, sem þeir hafa starfað, hefir nú svælt refina út úr greninu, svo þeir játa það opinbert, að fyrsta og stærsta hlut- verk kommúnistanna sé að eyði- leggja alþýðusamtökin í landinu. Penna boðskap hefir verið að finna í Verklýðsblaðinu undanfarið, og nú síðast hér nyrðra í Komm- tínistanum og Verkamanninum. Petta verður að telja mjög bætta aðstöðu fyrir Alþýðuflokkinn. Hér eftir þarf íslensk alþýða ekki leng ur að vera í neinum vafa um það, að í kommúnistum á hún sama ó- vin og í auðvaldsíhaldinu, og að henni ber að berjast gegn þeim eins og svartasta íhaldi. í öðru lagi sýnir þetta að ís- lensku kommúnistarnir eru læri- sveinar þeirra fálmara innan verk- lýðssamtakanna, í nágrannalöndum vorum, sem undanfarin ár hafa verið að berjast við að undirbúa valdatöku fasistanna og hefir tekist að koma þeim til valda í Þýska- landi. Of stór hluti þýsku alþýð- unnar lagði eyru við þessum auð- valdsblekkingum kommúnistanna. Þess vegna fór sem fór. í öðrum löndum, svo sem Svíþjóð, Noregi, Danmörku og víðar, sá alþýðan kommúnistana nógu snemma í gegn til að sparka í þá í tæka tíð. Og í þessum löndum eru alþýðusamtökin að sigra á öllum sviðum. Það sýnist nú svo, að það, að ætla að telja íslenskum verkalýð trú um það að Alþýðusamband íslands, sem allir vita að hefir haldið og heldur uppi kaupi verka- lýðs í landinu, sé þröskuldur í vegi alþýðusamtakanna, og fjandsamlegt verkalýðnum, sé lítt vinnandi verk. En hvað er það, sem kommúnistár gera ekki fyrir auðvaldið? En öllu hlálegra verður þetta, þegar málið er sett í samband við bæjarstjórnarkosningarnar hér í bæ í næsta mánuði. Samkvæmt því sem málgögn kommúnistanna hér á staðnum halda fram, ber verka- lýðnum »fyrst og fremst* að berj- ast gegn lista Alþýðusambands- mannanna hér. Nú vill svo vel til að það er nokkurnveginn vitað hvernig listar hinna ýmsu flokka eru mönnum skjpaðir, þótt ekki sé búið að leggja þá alla fram ennþá. Skulu þeir nú athugaðir, og efstu menn þeirra. Á A-listanum, Alþýðuflokkslist- anum, er Erlingur Friðjónsson efstur. Hann hefir nú setið sem fulltrúi verkalýðsins hér í bæ í bæjarstjóminni s. I. 19 ár, og altaf barist jafn ótrautt fyrir hagsmuna- málum hans. í samræmi við þetta er allur listinn skipaður ótrauðum verkamönnum, sem allir sem einn eru þekktir að því að hvika hvergi frá skynsamlegum kröfum verka- lýðsins. Á lista sjálfstæðis-íhaldsins er efstur formaður nasistanna hér, Sig. Ein. Hlíðar. Eftir dómi kommún- istanna er þessi maður ákjósanlegri sem bæjarfulltrúi en verkamennirnir á alþýðulistanum. Næstur er Stefán Jónasson, íhaldsmaður og at- vinnurekandi. — Ekki sjá komm- NÝJA-BIO Fimtudagskvöld kl 9. 11 í UÓtt - eðá alflreil" íaðalhlutverkinu hinn heims- frægi pólski tenor-söngvari Jan Kiepura. Á tiltöluíega stuttum tíma sáu þessa mynd tvö hundruð og fimn tíu þúsund manns á »Pal"ads« í Kaupmannahöfn — og þannig hefir aðsóknin verið hvarvetna. únistar ástæðu til að berjast gegn þessum manni fyr en búið er að »einbeita« »öllu afli verkalýðsins« gegn verkamönnunum á alþýðulist- anum. í samræmi við þessa tvo höfuðsmenn, er listinn að mestu skipaður hjá íhaidinu. Allir menn- irnir, sem hugsanlegt er að þar geti komið til greina, eru ákveðnir og yfirlýstir mótstöðumenn verka- lýðsins. Það er vitað, að á lista Fram- sóknar verða tveir efstu mennirnir ákveðnir mótstöðumenn verkalýðs- ins, og málgagn kommúnista hér hefir þrásinnis stimplað þá sem óalandi í bæjarmálum. Samt ber verkalýðnum frekar að styðja þá en verkamennina á alþýðulistanum, eftir því sem kommúnistarnir segja. Þá hafa -kommarnir* ekki altaf vandað Jóni bæjarstjóra kveðjurnar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.