Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 26.07.1938, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 26.07.1938, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Alþýðuflokksskemt' unin í Vaglaskdgi. Skemmtunin var sótt af Alþýðuflokksfólki frá Akureyri, Dalvík, Húsavík og nágrenni. Veðrið var dásamlegt og skemmtunin fór ágætlega fram. Ef útiskemmtanir eiga ?.ð takast vel þarf mikinn útbúnsð og kostn- að, en þó umfram allt gott veður. Á þessum tíma árs, þegar hey- annir eru byrjaðar, sjómenn á hafi úti og margt verkafólk komið í síldarver, er eifitt að fá upp fjöl- mennar verklýðsskemmfanir. Og þegar svo megn ótíð og atvinnu- leysi þjakar fólkið öðrum þræði, má það kallast kraftaverki næst að fá saman eins myndarlega alþýðu- flokksskemmtun og Alþýðuflokks- félögin höfðu í Vaglaskógi á Sunnu- daginn var. Undanfarna viku benti fátt á að þessi skemmtun gæti fram farið. Ótíðin dag eftir dag og ill veður- spá barði það óaflátanlega inn í fólkið, að engin skemmtun gæti átt sér stað í Vaglasógi á Sunnu- daginn. Jafnvel gott veður á Laug- ardaginn og góð veðurspágat ekki vakið traust sumra á góðviðri. Samt fór nokkuð af ungu fólki síðari hluta Laugardagsins áleiðis til skógarins, hjólandi og gangandi, og á Sunnudaginn fór að lifna yfir fólkinu. Frá Dalvík kom fólk í tveimur stórum bilum. Frá Húsa- vík kom áiítlegur hópur. Héðan frá Akureyri fóru margir stórir bílar fullir af fólki, og þrátt fyrir þurkúílit, slæddist nokkuð að af fólki úr sveitunum í kring. Einnig var margt ferðafólk í skóginum þenna dag, sem hér verður ekki talið með. Dásamlegra veður en var í Vagla- skógi á Sunnudaginn getur varla. Sólarlítið, en kyrt og milt veður. Skógurinn þrunginn at' gróðri og ilm eftir votviðrin, svo friðsæll og heillandi að skógargestirnir höfðu það á vitundinni að þeir væru komnir í æðri og betri veröld. Á slíkum stöðum er gott að hittasí, gleðjast og starfa. Skemmtunin hófst kl. 2,30 með því að hópur manna söng »Hvað er svo glatt«. Síðan setti HaUdór Friðjónsson samkomuna með nokkr- um orðum. Pá fluiti síra Ingimar Jónsson skólastjóri ágæta ræðu um stjórnmálaviðhorfið í landinu, og á eftir var sunginn alþjóðasöngur jafnaðarmanna. Síðan flutíi frú Sigríður Hannesdóttir kveðju frá Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur, og bað menn hrópa ferfallt húrra fyrir alþýðusamtökunum. Var það gert vel og hressilega. Næst talaði Jón Sigurðsson erindreki um nauðsyn og gildi alþýðuflokksmóta, sem þessa, og hvatti alla að fylkja sér þétt um Alþýðuflokkinn og Al- þýðusambandið. Á ertir var sung- ið »Ég vil elska mitt land«. Næst þessu las Jón Norðfjörð upp gam- ansögu og sýndi tvo þegjandi leiki. Hafði fólk mjög gaman af þessu. Var allt þetta þakkað með öflugu lófaklappi. Á eftir fór fram reiptog milli Eyfirðinga og Ping- eyinga — tvær lotur — og unnu Pingeyingar í báðum. — Einnig fór fram eggjahlaup, pokahlaup og kapphlaup, og höfðu ýmsir bet- ur. — Um kl. 5 hófst dans á nýjurrt danspalli, sem F. U. J. hafði sett upp. Var dansað af miklu fjöri tíl kl. 8. Er þetta í fyrsta sinn, sem danspallur er settur upp í skóg' inum. Pegar allt kemur til alls var mót þetta prýðileg byrjun slíkrar starf- semi og vel sótt. 300—400 manns voru á samkomunni og fylgdist vel með ræðunum og skemmtiatriðun- um. Og allir virtust skemmti sér vel. Hitt er aftur álitamál hvort svona kynningamót á að halda á stað eins og Vaglaskógi, þar sem fjöldi annars fólks sækir til skemmt' unar. Pótt ánægja og gagn sé að því að ná til eyrna sem flestra, kynnist flokksfólkið minna en ella- Pað verður ekki fyrri en alþýðu- félögin hafa eignast sinn eigin útisamkomustað, sem kynningar- starfið kemur að fullum notum- Slíkan stað vantar félögin ennþá? en hann þarf að koma, og það sem fyrst. En hvað sem því nauðsynjamáli líður, mega félögin vera í fyllsta máta ánægð með mótið á Sunnu- daginn var. Pað sýndi fyrst og fremst að hægt er að koma svona skemmtunum upp, jafnvel á jafn óhentugum tíma og nú. Pað fór hið besta fram og þátttakendur og aðrir sem þarna voru, skemmtu sér vel og óska framhalds þessarar starfsemi. Alþýðumaðurinn leyfir sér að þakka öllu flokksfólki, sem sýndf þann áhuga að sækja mótið. Einn- ig öllum þeim, sem störfuðu að undirbúningi þess. Félag ungra jafnaðarmanna starfaði ágætlega að þessu og sé þvf sérstök þökk fyrir, Parna er verkefni fyrir ung3 fólkið, sem það vissulega mun starfa að með dugnaði og ósér- plægni í framtíðinni, enda veltur framtíðin á því, eins og í svo mörgum öðrum málum. NÆTURVÖRÐUR er I Stjörnu Ap^ teki þessa vlku. (Frá n. k. mánud. næturvörður I Akureyrar Apóteki).

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.