Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.01.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 09.01.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Got t samkomulag Alþýðublaðið flytur eftirfarandi frétt frá Siglufirði, sem sýnir hve bæjarfuUtrúum, sem þó oft eru á öndverðum meiði, getur komið vel saman þegar sérstakra hagsmuna er að gæ'ta: „Fyrir nokkru síðan samþykkti bæjarstjórnin að kaupa tvo Svíþjóð- arbáta til bæjarins. Var þá búið að fá leyfi félagsmálaráðuneytisins til þess. Jafnframt var ákveðið að leggja frarn 100 þúsund krónur til þessara kaupa úr bæjarsjóði. Á umræddum bæjarstjórnar- fundi voru lagðar fram tvær tillög- ur viðvíkjandi þessu máli. Var önn- ur frá fulltrúum Alþýðuflokksins, þess efnis að bærinn beitti sér fyr- ir því að hlutafélag yrði stofnað um bátana og hann legði síðan fram umrædda fjárhæð, 100 þús. kr., sem hlutafé. Hin tiilagan var frá Ole Hert- <ervig bæjarstjóra, sem er Sjálf- stæðismaður, þess efnis, að bærinn legði fram 50 þúsund krónur á bát, seni lán til kaupendanna, skyldu lánin veitast til 10 ára og vera vaxtalaus og afborganalaus fyrstu 2 árin. • Þessi tillaga var samþykkt gegn atkvæðum Alþýðuflokksmanna. Skal þess getið, að bæjarstjórn setti engin minstu skilyrði um tryggingar fyrir fénu. Undir eins og búið var að sam- þiykkja þessa tillögu bar Þóroddur Guðnumdsson fram þá tillögu, að bæjarstjórn veitti eigendum „Falk- ur“ (skips kommúnista, sem Fær- eyingar hafa siglt á) samskonar fríðindi, en Þóroddur er einn af aðaleigendum þessa dalls. — Var þessi tillaga samþykkt gegn at- lcvæðum fulltrúa Alþýðuflokksins. Ákveðið mun vera að tveir bæj- arfulltrúanna, Sveinn Þorsteinsson «g Axel Jóhannesson kaupi annan Svíþjóðarbátinn og fá þessir bæj- arfulltrúar því aðrar 50 þúsund krónurnar, en Ole Hertervig eða vandamenn hans, er numu ætla að kaupa hinn, fær því hinar 50 þús- und krónurnar. Kommúnistar fengu og sinn hlut. Má því segja að jafnt sé skipt upp á milli siglfirskra borgara!“ EFTIRLIT HERT MEÐ FRAM- TÖLUM. Eftirlit með framtölum verður harðara í ár en áður hefir verið. Verður harðar gengið eftir að ein- staklingar telji fram og beitt verð- ur dagsektum við þá atvinnuveit- endur, seni trassa að gefa upp vinnulaun fólks, sem starfað hefir hjá þeim s. 1. ár. „Ýmsir bralla smærri44 Skartgripasalar í Reykjavík hafa orðið uppvísir að því að hafa „smúlað“ inn skartgripum, einkum silfur- og gullmunum og selt þá al- menningi. Er það verðlagseftirlit- ið, sem hefir orðið þessa vísara eft- ir langa eftirgrenslan. Hve víðtækt málið er, er enn eklci fullrannsak- að. Virðast fleiri í verslunarstétt- inni vera breyskir en heildsalarnir. Islendingar kaupa vinnu vélar og bifreiðir af setuliðinu. Ríkisstjórnin hefir keypt nokkuð af vinnuvélum af setuliðinu. Eru það einkum vegagjörðarvélar og vélar, sem notaðar eru við bygg- ingu hafnarmannvirkja. Ennfremur mun samið um að setuliðið selji Islendingum töluvert af vörubifreiðum og „jeppum“. LJÓSAPERUR 150 watta 100 — 50 — 25 — 15 — fást í Kaupfél. Verkamanná. FERMINGARFÖT Höfum til efni í ferming- arföt. Þeir, sem ætla að fá saumuð fermingarföt hjá okkur, ættu að finna okkur sem fyrst. Saumastofa Kaupfél. Verkamanna. VEFNAÐARV ÖRU- DEILDIN var opnuð í dag. Kaupfél. Verkamanna Er mikil eftirspurn eftir bifreiðun- um og fá færri en vilja. Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.