Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.01.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 16.01.1945, Blaðsíða 1
ALÞÝBUMABDRISN XV. arg. Þriðjudaginn 16. Janúar 1945 3. tbl. TdníistarMs á Akureyri 10. þ. m. kallaði stjórn Tónlist- arfélags Akureyrar blaðamenn á sinn fund og skýrði þeim frá ráða- gerðum félagsins viðvíkjandi byggingu tónlistarhúss fyrir bæ- inn, en það hefir verið frá upphafi draumur þessa félags að fá hús- næði til umráða, sem hæfði þess- ari listgrein. Meginþættir starfs og ráðagerða félagsins í málinu eru eitthvað á þessa leið: Á aðalfundi félagsins 14. Nóv. sl. ákvað félagið að hefja starf til undirbúnings byggingar tónlistar- húss fyrir bæinn. Skal þar vera hljómleikasalur, æfingastofur fyr- ir söngfélög, lúðrasveit og væntan- lega hljómsveit. Einnig á væntan- legur tónlistarskóli að hafa þar að- setur. Félagið væntir þess að bærinn úthluti þessu menningarheimili plássi á veglegum stað í bænum. En hér þarf meira til. Tónlistarfélagið hefir þégar snúið sér til starfandi söngfélaga í bænum og óskað eftir samvinnu við þau. Mun ólíklega standa á að- stoð þessara aðila að hefja sam- starf um fjáröflun í þessu skyni. En hér þarf meira til. Og félagið væntir stuðnings allra tónlistar- iðkenda og unnenda við að lyfta þessu Grettistaki. Um væntanlegan tónlistarskóla upplýsir stjórnin: Þessi skóli væri tekinn til starfa, ef kennarar í píanóleik og fiðlu- leik hefðu fengist. En þeirra var engin völ í vetur. En Tónlistarfél. Reykjavíkur og kennarar Tónlist- arskólans þar hafa heitið félaginu hér öllum þeim stuðningi sem þess- ir aðilar mega. Standa fyllstu von- ir til að hægt verði að hefja þetta skólahald hér á næsta hausti. Á þessa lund sagðist stjórn Tón- listarfélagsins frá. En framgang- ur þessa máls, eins og svo margra annara menningarmála, er að miklu leyti kominn undir velvilja og stórhug almennings. Og for- göngumenn málsins eru svo bjart- sýnir að gera ráð fyrir að þetta hvorutveggja sé fyrir hendi. SÖK BÆJARSTJÓRA. Verkam. skýrir frá'því að und- ir umræðum um atvinnumál á síð- asta bæjarstjórnarfundi hafi bæj- arstjóri upplýst að ekki væri hægt að byrja á byggingu hafnarmann- virkjanna á Oddeyrartanga vegna þess að „enn stæði á því að hlut- aðeigandi ráðherra (Emil Jóns- sonj samþykkti gerð hafnargarðs- ins." Ef hér er rétt skýrt frá, getur Alþm. upplýst það að það mun ekki standa á samþykki nefnds ráðherra, ef málið er lagt fyrir hann með þeim gögnum, sem kraf- ist er í slíkum málum. Og hvað hefir bæjarstjóri gert til að hraða þessu máli? Ríkisstjórnin hefir víst h.aft á- gætan frið fyrir honum. Alþm. hikar því ekki við að telja að það sé sök bæjarstjóra að þessi mál eru ekki klöppuð og klár í tæka tíð. 75 ARA er í dag Friðrik Þorgrímsson úrsmiður, Aðalstræti 38. Þeir eld- ast nú fast, borgarar Akureyrar- bæjar, sem hæst bar á í félagslífi og daglegum viðburðum á hrað- vaxtarárum bæjarins upp úr síð- ustu aldamótum. I þeim hópi bar þá hátt Þjargrímsbræður, eins og þeir voru kallaðir í daglegu tali, Pétur og Friðrik Þorgrímssynir. Listfengi þeirra og glæsilegur þáttur í félagslífi bæjarins var lengi rómað jöfnum höndum, og bar þó hlut Friðriks hærra, enda var hann listamaður á mörgum sviðum, og naut sín þó aldrei að fullu vegna óhreysti. Ungur að aldri kynntist ég Friðrik nokkuð á þeim árum og hefi ég ætíð síðan. séð hann í því ljósi, sem þá lék um hann, og reyndar ætíð síðan, þótt hann hafi meir og meir horfið inn í heimili sitt eftir því sem árin færðust yfir hann. En í dag er Frið rik 75 ára, ekki víðförull um bæ- inn, en greindur, listrænn og elsku- legur viðkynningar eins og áður. Ég og fjölmargir aðrir þökkum honum langa og góða viðkynningu og óskum honum fagurs æfikvölds. Akureyringur. BÍLSTJÓRAR hafa nýlega sent bæjarstjórn á- skorun um að bærinn kaupi nýjan veghefil til notkunar á götum bæj- arins. Færa þeir rök fyrir því að ástand veganna sé ófært, einkum að vetrinum og það muni borga sig að halda þeim betur við en gert hefir verið og til þess sé veghefill- inn nauðsynlegur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.