Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.01.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 16.01.1945, Blaðsíða 3
3 ALÞÝÐUMAÐURiNN 1 Jarðarför konunnar minnar og móður okkar, MAGNEU MAGNÚSDÓTTUR, sem andaðist 6. þ. m., fer fram Miðvikudaginn 17. þ. m. Athöfnin liefst með húskveðju á heimili hennar, Helga-magra- stræti 1, kl. 1 e. h. Eiginmaður og börn. hugað, að gefa út reglur um, að verðlagning vöru skyldi aldrei byggð a reikningum (faktúrum) íslénskra ríkisborgara í Ameríku, eða á reikningum amerískra fyrir- tækja, sem íslenzkir ríkisborgar- ar störfuðu við vegna viðskifta við ísland eða gildar líkur væru fyr- ir að stæðu í hagsmunasambandi við íslenska innflytjendur. Þar sem um sérstaklega þýðingarmik- ið nýmœli var að rœða, taldi ráðið ekki rétt að gera um það ályktun án þess að fá um það umsögn rík- isstjórnarinnar. Að lokinni athug- un á málinu taldi hún Viðskifta- ráðinu ekki heimilt að gefa út fyr- irmæli um, að neita að taka gilda reikninga frá amerískum fyrir- tækjum, jafnvel þótt íslenskir borgarar störfuðu við þau vegna viðskifta við Island. (Leturbr. Að öðru leyti hafði hún ekkert við fyrirhugaða ráðstöfun að athuga.“ Með þessu sló fyrv. ríkisstjórn aðal vopnið, sem Viðskiftaráðið hafði á heildsalana, úr hendi þess, og gaf ósómanum byr undir báða vængi, en ritstj. Dags lætur sig hafa það að neita þessu og birtir ekki nema smákafla úr greinar- gerð Viðskiftaráðs, til að dylja sannleikann fyrir þeirn lesendum blaðsins, sem ekki lesa önnur blöð. Hann ætti að Verða liðtælcur við hagræðingu mála, þegar hann æf- ist betur í „handverkinu“, hinn nýi ritstj. Dags, fyrst hann fer svona glæsilega af stað. Þá segir Dagur að stjórnar- blöðin séu deig í þessu hneykslis- máli. Þetta er órétt hvað Alþýðu- blaðið snertir — blað dómsmála- ráðherra —, en liann kemur til með að hafa mikið að segja, þeg- ar nauðsynlegum undirbúningi er lokið. Alþýðubl. krefst þess að málið sé tekið föstum tökum, eins og vera ber, og engum verði hlíft. Þá er hlutur Verkam. litlu veg- legri en Dags. — Dagur bar það á stjórnarblað Kommúnistafl. að það væri þegar komið á undan- hald í heildsalamálinu. Fann Dag- ur þetta auðvitað út með því að bera saman skrif Þjóðviljans nú og fyrir átta mánuðum síðan, þeg- ar mestur var gállinn á honum. Verkam. þykist ósanna þetta hjá Degi með því að hirta langar klausur úr Þjóðv. einmitt fyrir átta mánuðum, þegar Dagur telur hann hafa verið skeleggari í mál- inu en nú. Hvers vegna birtir Verkam. ekki eitthvað úr síðustu Þjóðviljablöðum? Er kannske ekki glveg eins mikið af stóryrð- um í þeim og klausum sl. ár? Og þetta er máske skiljanlegt. Fyrir átta mánuðum voru þessi hneykslismál á því stigi, að eins mátti við því búast að breytt yrði yfir þau að fullu og öllu. Þá var áhættulítið að þenja gúlana. En nú? Nú þegar allt er að fara í bál, þá er varasemin öruggari. Þegar garður nágrannans brennur, er heimagarðinum hætt. Og verði heildsalahneykslið eins víðtækt og sumir álíta, getur þá ekki farið svo að garður einhvers þess brenni, sem undanfarið hefir litið „með skilningi og velvilja“ á starf Kommúnistafl. hér á landi og reynst vinur í raun? Alþýðum. telur sig í engu bera blak af fyrv. ríkisstjórn, sem ekki virðist hafa viljað taka heildsala- hneykslið réttum tökum, þó hann bendi á, að, í raun og veru, situr það síst á kommúnistum að sópa glóðum að höfði þeirra manna, sem hana skipuðu. Hverjir aðrir en þingmenn Kommúnistafl. eiga sök á að þessi óábyrga og óþingræðislega rikis- stjórn var sett á laggirnar? 15 Og hverjir fögnuðu tilkomu hennar meira en kommúnistablöð- in? Og voru það ekki kommúnist- ar, sem hældu sér af því að hafa fundið þetta snjallræði upp? Hvað geta þeir þá sagt? Þeir sviku það loforð, sem þeir fengu flest atkvæðin á 1942, að þeir skyldu koma á „vinstri stjórn“ í landinu þegar á þing kæmi. Með allskonar undanbrögð- um og stjórnmálaklækjum, komu þeir sér undan að taka þátt í þing- ræðisstjórn, þrátt fyrir viðleitni annara flokka, allt fram undir síð- ustu árarnót, að nýja lína.n kom frá Moskva. A meðan framlengdu þeir líf Coca-Cola-stjórnarinnar, sem þeir kalla fyrv. stjórn, og létu heildsalahneykslið dafna og vaxa undir liennar verndarvœng, eftir því sem þeir nú segja, og „okrið“ halda áfram, og dýrtíðina aukast og dafna. Hefðu þeir hagað sér eins og menn, en ekki eins og skepnur, hefði þingræðisstjórn vinstri flokkanna verið mynduð strax 1942. „Coco-Cola-stjórnin“ aldrei orðið til, og heildsalahneykslið líklega ekki heldur. Þá strax — 1942 — hefði þá líka verið byrj- að á að byggja grundvöllinn að þeim framkvæmdum, sem nú eru á döfinni, og, því miður, vantar undirbyggingu á ýmsan hátt. Kommúnistar eiga því svo mikla sök á því, sem þeir undanfarið hafa verið að deila á, að þeim væri sómasamlegast að kasta sem minnstum óþverra úr klaufum sér á þá stofnun, sem þeir vissulega hafa skapað, eflt og viðhaldið, með skepnuskap sínum í íslensk- um stjórnmálum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.