Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.01.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 23.01.1945, Blaðsíða 2
2 A L Þ V ? TJ M A Ð IUR I N N „Hannibalarnír“ að verki. Hinir óbreyttu liðsmenn taka til sinna ráða Frásögn „Verkám.“ um meðferð síðasta Alþýðu- sambandsþings á máli Verklýðsfélags Akureyrar alröng. „HANNIBALARNIR“. Vinnumenn Stalins hér á landi hafa við ýmiskonar sorgir að luía nú í seinni tíð. Með h'verjum mán- uði, sem líður flettir rás viðburð- anna bétur og betur ofan af skemmdarstarfi þeirra í verklýðs- félögunum, og með hverjum mán- uði, sem líður, snúa fleiri og fleiri verkamenn og verkakonur við þeim bakinu. Þetta hafa þeir fengið að þreifa á svo að segja í hverju vejý- lýðsfélagi í landinu síðan þeir komu heim af 18. þingi Alþýðu- samh. og hafa átt að standa reikn- ingsskil gjörða sinna þar. I reiði sinni hafa þeir svo fund- ið upp eitt sameiginlegt nafn yfir andstæðingana í verklýðsfélögun- um. Kalla þeir alla þá, sem ekki vilja dansa eftir Rússapípunni, Hannibalanna. Þótt kommarnir næðu fjögurra atkvæða meiri hluta á Alþýðusam- bandsþinginu með því að loeila lög- leysum og ofheldi, varð þeim þing- ið engin skemmtisamkoma. And- úðin gegn þeim var auðsæ úr öll- um áttum. Sá, sem hæst bar í and- stöðunni á þinginu, var Hannibal Valdimarsson, formaður Alþýðu- sambands Vestfjarða. Skeleggiu-, rökviss og gagnyrtur Bardagamað- ur, þaulkunnugur verklýðsmála- klækjum Rússadátanna í verklýðs- hreyfingunni og manna fundvís- astur á snöggu blettina á forkólf- um kommúnista. Hann rak leyni-. bréf Brynj. á nasir þeim, meðal annars, og afhjúpaði allt þeirra framferði á alþekktan ísfirskan hátt. Sveið komma svo undan hon- um, að þeim líður nafn hans ekki úr_ minni nokkra stund síðan, og hvern mann, sem ekki vill dansa eftir þeirri pípu, kalla þeir nú Hannibal, og alla sína mótstöðu- menn Hannihalana. Og þeim fjölgar stöðugt. Hitt grunar þá ekki að verkamenn láta sér þetta sameiginlega nafn vel líka, og eru alráðnir í að láta kommúnista bíða sinn stærsta ósigur fyrir Hanniböl- unum. ‘ , HINIR ÓBREYTTU HERMENN. Vafalaust hefir leynibréf Bryn- jólfs átt sinn þátt í að gefa komm- únistum meiri hlutann á síðasta Alþýðusambandsþingi, það sem það náði, en það alræmda plagg verður fyrsti banabitinn þeirra. Leynibréf B. B. hefir vakið verkafólkið til sjálfsvarnar. Það hefir flett ofan af þeim ófyrirleitna fláttskap í verklýðsmálum, sem forystumenn konnminista beita í valdabrölti sínu. Það (bréfið) hef- ir líka komið upp um þá hættu, sem verklýðsfélögin eru stödd í, að innan þeirra skuli vera fólk, sem tekur að sér að framkvœma allan þann ódrengskap og falshátt, sem „foringinn“ fyrirskipar því. Nú veit verkafólkið að mitt á með- al þess starfa flugumenn, sem hafa það hlutverk með höndum að rífa niður a’llt brautryðjendastarf verk- lýðsfélaganna, og' svíkja þau í hendur manna, sem lúta erlendri yfirstjórn og eru að innræti og drengskap eins og leynibréf Brvn- jólfs Bjarnasonar ljóstrar upp. Er nokkuð undarlegt við það þótl þetta komi fram nú um áramótin, þegar félögin eiga að fara að velja sér trúnaðarmenn á nýbyrjuðu ári? Nei, og kommúnistar vita það vel að þetta er aðeins byrjunin. Nú fer sagan frá nágrannalöndum vorum að endurtaka sig hér á landi Þeir, sem þekkja sögu verklýðs- félaganna á Norðurlöndum, vita vel að fyrir rúmum tug ára var ástandið svo þar, að kommúnistar höfðu náð sama hengingartakinu á verklýðslireyf- ingunni og þeir náðu nú í liaust á verklýðssamtökunum hér á landi. Þá komu hinir óbreyttu hermenn til skjalanna, og ráku óþjóðalýð- inn, sem laut Moskvavaldinu, af höndum sér með hjálp og í -sam- vinnu við Alþýðuflokkana. Þetta hreinsunarstarf tók ekki mörg ár, og síðan var verklýðshreyfingin á Norðurlöndum eitt af stójjvirkustu menningartækjum Norðurlanda- þjóðanna, sem vafalaust hefir átt sinn þátt í að heilskapa þær eins og best/ hefir komið í ljós árin sem þær hafa verið kúgaðar af nas- ismaófreskjunni, og svo að segja hver þegn landanna, allt frá verka- manninum upp til æðstu valdhaf- anna, hafa ynnt glæsilegt land- varnarstarf af höndum, sem sagan mun geyma, og dæma sem eitt af glæsilegustu menningarafrekum lýðræðisþjóðanna. ÓSANNINDI „VERKAM.“ UM VERKLÝÐSFÉLAGIÐ. i Síðasti „Vérkam.“ rekur upp glyrnur sínar, eins og einhver und- ur séu að ske er félög launþeganna nú um áramótin taka upp harátt- una i gegn því fólki, sem rekur flugumennskuna fyrir kommúnist- ana í verklýðsfélögunum. Alþm. sér ekki ástæðu til að blanda sér í

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.