Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.01.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 30.01.1945, Blaðsíða 1
DRINN XV. arg. Þriðjudaginn 30. janúar 1945 5. tbl. Fjárliapáætlun Isafjarð- ar 1945 Bæjarstjórn ísafjarðar hefir ný- skeð gengið frá fjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár. Er hún með myndarbrag eins og oft áður og ekkert sérstakt volæðishljóð í þeim, sem gengið hafa frá henni. Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru 2 millj. og 315 þús. kr. Til verklegra framkvæmda eru ætlaðar 524 þús. kr. og er þetta hæsti gjaldaliður áætlunarinnar. Þá er áætlað fé til kaupa nýrra skipa, til kaupa á nýtísku vinnu- vélum; til áframhaldandi bygg- inga Gagnfræðaskólahúss, (stækk- un), bókasafnsbyggingar, sund- laugar og íþróttasals í sambandi við hana. Til lýðhjálp'ar og lýð- tryggingar er veitt ríflegt fé, enda gera ísfirðingar best allra kaup- staða við styrkþega, gamalmenni og öryrkja. Ber áætlunin öll þess merki, kð bæjarstjórnarmeirihlut- inn, Alþýðuflokksmennirnir, stefn- ir beint í framfaraátt og lætur ekki við það eitt sitja, að birta frásagn- ir um stórfeld atvinnufyrirtæki — með stórum fyrirsögnum, en sleppa svo að framkvæma nokkuð af því. Skemmtileg skrítla er sögð af ísfirska íhaldinu þegar fyrsta vinnuvélin kom til bæjarins, en hún er skurðgrafa og uppmoksturs- vél í senn. Setti íhaldið upp spek- ingssvip og spurði hvað œtti nú eiginlega að gera með þetta verk- færi. Geta ýmsir menn illa áttað sig á því að veröldin sé á framfara- skeiði og vinnutæknin eigi að ein- hverju leyti að koma í stað þrœlk- unar verkalýðsins. Verklýðsmála* íréttir Bílstjórafélag Akureyrar hélt aðalfund í sl. viku. I stjórn voru kosnir: Þorsteinn Svanlaugsson, form. Júlíus Ingimarsson, varaform. Jón Pétursson, ritari Sigurjón Olafsson. gjaldkeri Svavar Jóhannsson, fjármála- ritari. Á fundinum var samþykkt að segja upp núgildandi samningum við atvinnurekendur fyrir 1. Febr. n. k. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir. I félaginu eru nú 180 fé- lagar. Samkomulag hefir ekki náðst um uppstillingu á mönnum í stjórn. og trúnaðarráð Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar. Frestur til að skila framboðslistum var út- runninn kl. 6 á Sunnudaginn. — Tveir listar Jcomu fram. Annar frá verkamönnum, en hinn frá komm- únistum að því er séð verður. Svo pólitíkst einlit er sú hjörð, sem þar er, þótt einum og einum manni af öðrum flokkuní sé skotið inn á milli. Listi verkamanna er svo skipaður: Marteinn Sigurðsson, form. Torfi Vilhjálmsson, ritari Björn Einarsson, gjaldkeri Sigurjón Jóhannesson og Stefán Hólm Kristjánsson með- stjórnendur. V a r a s t j ó r n : Haraldur Þorvaldsson, form. Sigurður Baldvinsson, ritari Jón Friðlaugsson, gjaldkeri Svavar Jóhannesson og Guðmundur Baldvinsson með- stjórnendur. T r ú n a ð a r r á ð : Haraldur Þoi'valdsson Arni Þorgrímsson Daníel Guðjónsson ; Steingrímur Eggertsson Björgúlfur Halldórsson Adolf Davíðsson. !• V a r a m e n n : Magnús stefánsson Alfreð Steinþórsson Þór Sigurþórsson Baldvin Sigurðsson Pálmi Jónsson Alfreð Jónsson. Á lista kommúnista, sem þeir kalla „vinstri menn", eru þessir menn: Steingr. Aðalsteinsson, form. Adolf Friðfinnsson, ritari Rósberg G. .Snædal, gjaldkeri Loftur Meldal og Kristinn Árnason, meðstj. (Framþ. á 4. síðu).

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.