Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.02.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 06.02.1945, Blaðsíða 1
I ALÞYflU URINN XV. árg. Þriðjudaginn 6. Febrúar 1945 6. 'tbl. Samtíð og framtíð Sveinn Bjarnason ritar í 4. tbl. „ísl." enn eina greinina gegn því að hafist sé handa um byggingu hafnarmannvirkjanna á Oddeyrar- tanga, og bendir nú á tvö verkefni, sem bærinn gæti unnið að í at- vinnubótavinnu, en það er fullgerð og framlenging Leirugarðsins og uppfylling sunnan Strandgötu neð- an við bátakvíargarðinn. Alþm. hefir áður hvatt til þess að bæði þessi verk væru unnin, en forsjón bæjarins daufheyrst við því, eins og svo mörgu öðru, sem nauðsynlegt er að bærinn láti gjöra. En bæði þessi fyrirtæki eiga sammerkt í því að þau skapa enga framtíðaratvinnu í bænum. Leiru- garðurinn er varnartæki gegn grynningu bafnarinnar að innan. Það vita allir nema verkfræðingur- inn í bæjarstjórastólnum. Og síðan hann tók við forráðum' bæjarins, virðist bæjarstjórnarmeirihlutinn hafa vottað sjónleysi bæjarstjóra samúð sína með því að horfa í gaupnir sér með honum í stað þess að fylgjast með hraðgrynnihgu ' hafnarinnar innan frá, þai; sem Leirugarðsins nýtur ekki við. Og þótt ráðist yrði í framleng- ingu Leirugarðsins, yrði ekki um annað að ræða en vinnuna við bygg ingu garðsins. Hann skapar enga framtíðaratvinnumöguleika fyr en Leiran öll verður orðin grasi gróin, en eftir því verður töluvert Iangt að bíða. Þá er uppfyllingin sunnan við Strandgötuna. Hún þarf að koma til að losa mann við fjöruóþrifin. En þetta er ekki nema stundar- vinna, því ætlast er til að upp- mokstursskip annist sjálfa upp- fyllinguna. Þessar dýrmætu bygg- ingaiióðir, sem Sv. B. sér hilla und ir á þessum stað eru fjarlæg hug- sjón, »því skipulag bæjarins gerir alls ekki ráð fyrir að byggt verði sunnan Strandgötunnar, heldur verði þarna einungis um rúmgott umferðasvæði að ræða. Eins og fyr segir, eru þessi tvö fyrirtæki aðeins núííðarverk.' Þau skapa enga framtíðarvinnu í bæinn. Atvinnubætur, einungis meðan verið- er að framkvæma til- tölulega lítil og skammvinn verk> Hafnarmannvirkin á Oddeyrar- tanga eru alls annars eðlis. Með- mælin með þeim eru þríþætt: 1. Þau veita mikla atvinnu með- an verið er að koma þeim upp. 2. Þau veita sívaxandi atvinnu ár- ið um kring fyrir fjölda manns. 3. Þau draga mikla vinnu annar staðar frá inn í bæinn. Vinnu, sem greidd verður af utanbœj- armönnum. . Það eru tvenn sjónarmið, sem togast á í þessum málum. Annarsvegar kákumbætur á yf- irstandandi vandræðum. Jafnvel svo smávægilegar að talið er nægi- legt að halda uppi atvinnubóta- vinnu, tvo til þrjá mánuði úr vetr- inum til að forða 10—20 fjöl- skyldumönnum frá sveit. Hinum öllum er ætlað að éta það upp — og meira til — sem þeir kunna að AÐALFUND heldur ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUREYRAR þriðjudaginn 13. Febr. 1945,' kl. 8.30 e. h. í Verslunarmannahúsinu — uppi. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Einnig inntaka nýrra félaga Stutt erindi. Sagðar fréttir. Ef til vill skemmtiatriði. Fastlega skorað á alla félaga að mæta stundvíslega. Stjórnin. hafa afgangs frá sumrinu. Þetta er sjónarmið og starfsaðferð íhalds- seminnar. Hitt er sjónarmið þeirra, sem krefjast lífrænna aðgjörða í at- vinnumálum. Krefjast þess að komið sé á fót atvinnufyrirtækjum, sem auki atvinnuna í bænum. Dragi fjármagn utan að frá inn í bæinn, bægi öryggisleysinu í at- vinnumálum frá dyrum hins vinn-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.