Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.02.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 06.02.1945, Blaðsíða 2
ALÞ??TJMAÐURINN 2 andi manns. Stórfeld atvinnufyrir- læki verða ekki mynduð af engu. Það er nægilegt fé til í bænum til að leggja í stórfeldar framkvæmd- ir, ef vilji er fyrir hendi hjá for- ráðamönnum hæjarins, og fram- sýni til að sjá og skilja að hver mánuður, sem verkamennirnir ganga atvinnulausir er tap fyrir bæinn. N&g alvinna fyrir hinn vinnandi fjölda fæðir af sér blómgun á öll- um sviðum. Verslunin vex og græð- ir. Fólkið byggir sér hús. Tekjur bæjarins af löndum, lóðum, sölu vatns og raforku vaxa. Gjöldin í bæjarkassann vaxa og heimtast vel og skilvíslega. Allt þetta eru fylgi- fiskar atvinnugóðærisins. Þess- vegna eru heimtaðar framkvæmd- ir, sem skapa atvinnu í bænum — áframhaldandi og vaxandi atvinnu. Þá kemur hitt allt af sjálfu sér. Verkin, sem Sv. B. bendir á verða áð teljast rneðal sjálfsagðra liða í árlegu viðhaldi bæjarins, eins og lagning gangstétta, malbik- un gatna o. þ. h. Þau skapa enga framtíðaratvinnu. Ríkisstjórnin hefir skipað sendi- nefnd til að semja við ríkisstjórn Bretlands um verslun og viðskipti milli Islands og Bretlands. Nefnd- ina skipa: Magnús Sigurðsson bankastjóri, og er hann formaður hennar, Richard Thors framkv.stj. Jón Árnason framkvæmdastjóri og Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri. Með nefndinni er ennfremur Krist- ján Einarsson framkvæmdastjóri, og er hann ráðunautur hennar um allt, er lýtur að frystum fiski. Nefndin er nú komin til Lund- úna. VERKAMENN! Munið atvinnuleysisskrán- inguna í dag og á morgun kl. 3—6 á Vinnumiðlunar- skrifstofunni. BÆKUR ÚR DAGBÓK MIÐILS- INS. — Elinborg Lárus- dóttir bjó út. Bókaforlag Þorst. M. Jónssonar. — Akureyri 1944. Hér er að mörgu leyti merk bók á ferðinni. Hún segir frá hinum þekkta sannanamiðli, Andrési P. Böðvarssyni, og mörgum merkum atburðum í sambandi við hann. Frú Elinborg Lárusdóttir hefir tek- ið bókina saman og ber hún svip hennar að því leyti að öfgalaust og sennilega er sagt frá, .svo maður hefir það á tilfinningunni að hér sé ekki urn neinn reifara að ræða. Bókin er um 150 blaðsíður að stærð. Hefst hún á inngangsorðum eftir frú Elinborgu. Þá segir Einar H. Kvaran frá miðlinum, og birt er erindi flutt af sama höf. í S. R. F. I. Þá segir frú Salvör Ingimund- ardóttir, ekkja miðilsins, frá sam- lífi þeirra og mörgum merkum at- burðum, sem áttu sér stað meðan þau voru samvistum. Þá segir frú Elinborg frá kynningu sinni og miðilsins, sem urðu til þess að hún hefir nú komið honum á framfæri með þessari bók. Þá kemur sjálf dagbókin, þar sem A. B. segir frá æsku sinni og lífsferli, þar sem hann rekur erf- iðleikaferil sinn einkum í sam- bandi við það að hann var ekki eins og aðrir menn, og síðast í bók- inni eru vottorð ýmsra merkra manna, sem voru á miðilsfundum með Andrési og allir bera honum hið besta orð. Það skiftir engu hvort menn eru trúaðir á þessa hluti eða ekki. All- ir munu hafa ánægju af að lesa þessa bók. Hún leggur enga dóma á annað en heiðarleik og samvisku- semi miðilsins. Hún fjallar um mál, sem hver hugsandi maður I Benedikt Benediktsson | BALDURSHAGA andaðist að heimili sínu 31. f. m. Benedikt var greindur og gegn mað ur, og vinsæll, bæði sem maður og kaupmaður, en hann rak verslun um margra ára skeið. .í. " ■ -...g= Sokkar á telpur, 5—14 ára, níðsterkir. Verð kr. 6.15. BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson. HEFTIVÉLAR mjög vandaðar, og vír í heftivélar, komu með Esju. BENSÍN OG OLÍA hækkuðu í verði um sl. mánaða- mót, er ekki um óverulegri hækk- un að ræða en 10 aura á lítra af bensíni. Þetta hækkar verð á öll- um bílaakstri — eykur dýrtíðina. hlýtur að láta sig einhverju skifta. Og þeir munu margir, sem telja Dagbók miðilsins merka bpk.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.