Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.02.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 13.02.1945, Blaðsíða 1
ALÞÝBU XV. árg. Þriðjudaginn 13. Febrúar 1945 i 7. tbl. Verður sjúkrahúsið byggt á þessu ári ? Alþingi hefir nú afgreitt lög um sjúkrahús. Er þar gjört ráð fyrir byggingu og rekstri fjórðungs- sjúkrahúsa. Leggur ríkið fram % byggingarkosnaðar. Verður þá væntanlega snúið að því að byggja sjúkrahús fyrir Norðlendinga- fjórðung hér á Akureyri, eða aðal- sjúkrahús fjórðungsins væri máske réttara að segja. Er í ráði að hefja framkvæmdir á komandi vori. En Alþýðum. leyfir sér að spyrja hvort ekki sé tiltækilegt að hefja útgröft á sjúkrahúslóðinni strax í vetur? Verkamenn vantar atvinnnu og undirbúningur lóðar- innar tryggir það, að strax og verðrátta leyfir í vor, verður hægt að hefja bygginguna. Sjálfsagt er að nota tímann vel og öll sú vinna, sem hægt er að framkvæma í vet- ur, ætti að vera sjálfsogð. Samkomudegi Alþingis seinkað. Alþingi. hefir afgreitt lög, sem ákveða að , samkomudagur næsta Alþingis skuli vera 1. Október n. k. en í gildatidi lögum um þetta er ákveðið að Alþingi «kuli sam- c.nkvutt 15. FebriLr. Ni'kkur átók U.rf-u í þiíiginu um þeUa Vildu f ramsóknarmenn að þir.g yrðí kvatt saman fyrr en lögin' ákveða. Töldu að svo stórfelld mái biðu afgreiðlu að óhæfa væri að hefja ekki þingstörf fyrr en síðla á hausti. Er nokkuð í þessu, því ef afgr. mála taka jafn langan tíraa eins og t. d. launalögin taka ivá> er hætt við að dýrtíðarlögin og stjórnarskráin verði ekki hrist af á skömmum tíma, en þessi mál eiga að fá úrlausn á næsta þingi, ef. standa á við' samninga stjórnar- flokkanna. Álitið er að þingslit standi nú fyrir dyrum í þetta sinn, erí þó ekki á þeim tíma, sem á- ætlað var. Þetta þing hefir staðið lengst allra þinga hér á landi. Veldur því síbreytt viðhorf innan- lands og.utan. Annars bera gjörðir þingsins — umfangsmikill hluti þess — svip þess að kosnirígar geti dunið yfir hvenær sem er. Allar þessar heimildir og áskoran- ir á stjórnina um að leggja fram fé til allskonar framkvæmda út um allt land, benda á óvenju mikla frameiðslu á dúsum til að stinga upp í háttvirta kjósendur, en sem, í reyndinni, munu að mestu leyti verða „snuðtúttur", þar sem féð til allra þessara framkvæmda er alls ekki fyrir hendi; að minnsta kosti ekki meðan ausið er fé úr ríkissjóði í stríðsgróðamenn í bændastétt eins gengdarlaust og verið hefir, og er enn gert. Vísitalan 274. Vísitala " framfærsluikostnaðar fyrir Febrúarmánuð hefir verið reiknuð út. Reyndist hún hin sama og undanfarin mánuð eða 274 stig. Kaupgjald verður því hið sama í Mars og er í þessum mánuði. Alþýðuflokksf élagar /Víunið aðalfundinn á Fimf' dagskvöldið kl. Z"-- í Verslunarmannahúsinu Mætið stundvíslega. Nýir félagar velkomnir. Formaður. Skráning atvinnulausra fór fram á Vinnumiðlunarskrif- stofunni dagana 5., 6. og 7. þ. m. Til skráningar mættu 68 verka- menn og 6 sjómenn. Ómagar á .framfæri þessara manna töldust vera 82. Samanlagðir atvinnudag- ar þeirra mánuðina Nóv., Des. og Jan. voru 1190. Skiftust þeir þann- ig niður: 12 menn engan atvinnudag 15 — 1—10 — " 19 — 11—20 17 — 21—30 — 31—40 — — 41—50 — — 51—60 — Nokkrir hinna mættu voru í reytingsvinnu í vetur. Flestir eygja enga atvinnumöguleika fyr en í vor. 5 3 3 Breyting á fundartíma. Vegna sérstakra ástæðna varð að fresta aðalfundi Alþýðuflokks- félagsins til Fimmtudagskvölds. Félagar eru vinsamlega beðnir að athuga þetta og mæta á tilsettum tíma. Aðalfund heldur Slysavarnadeild kvenna n. k. Föstudag kl. 8,30 e. h. að Hótel Akureyri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.