Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.02.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 13.02.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞÝ5ÖMAÐURINN LÖG UM FORSETA- KJÖR liafa nú verið afgreidd á Alþingi. Er þar ákveðið að forseti skuli kosinn á fjögurra ára fresti — í fyrsta sinn 24. Júní n. k. Eins og munað er, ætlaði Kommúnista- flokkurinn og handbendi hans í Sjálfstáðisfl. að svifta þjóðina réttinum tíl að kjósa forsetann, en þessi ölf urðu þó að láta í minni pokann fyrir réttmætum kröfum lýðræðismanna á Álþingi og út á meðal þjóðarinnar. En þessi öfl voru þó nógu sterk á Alþingi til að svifta æðsta mann hins endur- reista lýðveldis því valdi, sem honum ber, og erlendur þjóðhöfð- ingi hafði áður farið með. Og þótt vonir standi til að stjómar- skrá lýðveldisins nemi burt þenna smánarblett, þegar búið verður að ganga frá henni eins og siðaðri þjóð sæmir, þá verður þjóðin samt að una þeim fádæmum í þetta sinn, að velja sér forseta án þess að veita honum þann rétt og vald, sem honum ber, sem æðsta manni ríkisins. Grant skipstjóri heitir bók, sem Bamablaðið Æsk- an hefir gefið út. Bók þessi er upp- áhald bama og unglinga. Rík af æfintýrum og sögulegum atburð- um, sem heillar hugmyndaflug æskunnar og fær hana til að slást í för með söguhetjunum. Að vísu er hér margt með ólíkindum, en það gerir ekki svo mikið til. Sögu- hetjurnar eru gott fólk, sem ungl- ingarnir hafa ekki nema gott af að kynnast, og felst máske einmitt í þessu hve afar vinsæl bókin er. „Æskan“ gefur aldrei út annað en góðar bækur. Grant skipstjóri er ritaður af alkunnum — heíms- frægum væri réttara að segja — frönskum rithöfundi, Jules Verne. Hafa bækur hans farið sigurför Á LAGER TEXAKO MÓTOROLÍUR BIFREIÐAOLÍUR KOPPAFEITIl BIFREIÐAOLÍUR í 1/1 tn., gall. og 5 gall. brúsum Koppafeiti í smá pakkningum Bátavélaolíur Feiti Texako tekur öðrum olíum fram gegn hita - gegn kulda. Sinclair Opaline mótorolía S E A 30-40-50 Penn Rad mótorolía S E A 40-50. Heildsölubirgðir: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS H.F. REYKJAVÍK Umboð: Eyþór H. Tómasson i Símar 359 og 357. Allar ofangreindar tegundir fást í Vöruhúsinu h.f. Akureyri. um mikinn hluta heims. Þessi bók er um 360 blaðsíður. Frágangur vandaður að öllu leyti og málið alþýðlegt og blátt áfram eins og vera á, sérstaklega þegar um ungl- ingabækur er að ræða. úuglýsið í „Alþýðum Ábyrgðarmaður Erlingur Friðjónsson PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H*F íi Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f.; prentar fyrir yður ; fljótt og vel. Fjölbreytt úrv. af nýtízku letrum

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.