Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.02.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 20.02.1945, Blaðsíða 1
ALÞÝBUMAflURIN XV. árg. Þriðjudaginn 20. Febrúar 1945 8. tbl. Atvinnumálin enn. Fyrir frámunalegt framkvæmda- leysi bæjaryfirvaldanna standa verkamenn bæjarins nú frammi fyrir þeim raunveruleika að at- vinnuleysið er komið yfir þá. Þeir hafa treyst því að það at- vinnufyriitæki, sem búið er að á- kveða að koma upp og þeim hefir verið lofað vinnu við yfir veturinn, myndi verða eitthvað annað en stórar fyrirsagnir skrumgreina í blöðunum. Þeir hafa trúað því að þeir dagar væru á enda þegar mögru kýrnar eru árlega látnar éta upp þær feitu — þ. e. búið til atvinnuleysi yfir veturinn til að éta upp sumarþénustuna — og meira til. En svona er það og verður þar til verkalýðurinn hættir að fela þeim forystuna, sem ekkert vita hvað atvinnuleysi er og safna auði þegar aðrir berjast við skortinn. Við atvinnuleysisskráninguna, sem fór fram í byrjun þessa mán- aðar, kom í ljós að til voru þeir verkamenn, sem enga vinnu höfðu haft síðan í Október s. 1. Og þótt um einhleypa menn væri að ræða, sem þó ekki var eingöngu, þá geta menn gert sér í hugarlund hvað sumartekjurnar eru lengi að fara, þótt öll sparsemi sé við höfð, þeg- ar þær eru ekki meiri en átta stunda vinna á dag gefur í aðra hönd. En hvað er og verður þá um fjölskyldufeður, sem eru í þessum hópi, eða hafa haft 10— 20 daga vinnu yfir þann tíma sem skráningin nær yfir? Og svo al- gert atvinnuleysi fram undan allt til vors. Hér þarf eitthvað að gjöra. Hér í blaðinu hefir verið sýnt fram á að vinna verkamannanna (verka- fólksins) er undirstaðan undir gengi bæjarfélagsins. Það eru því svik við bæjarfélagið að láta þá ganga atvinnulausa. Hyggnir at- vinnurekendur leggja á það á- herslu að hafa næg verkefni handa því fólki, sem hjá því vinnur. Þar veltur ekki eingöngu á atvinnu- laununum heldur því að láta fram- leiða, búa í haginn, byggja upp. Bæjarfélagið á að fara eins að, og hagnaður þess mun verða meiri. Einginn getur látið sig þessi mál engu skifta. Ráða verður að leita til að reka atvinnuleysið á dyr. Á framhaldsaðalfundi Alþýðu- flokksfélagsins á Fimmtudaginn kemur verða þessi mál til umræðu og gerðar í þeim ályktanir. Er þess vænst að félagsfólkið fjöl- menni á fundinn og taki þátt í um- ræðunum um málið og fylgi þeim tillögum, sem þar verða gjörðar. Ekkert vinnst án baráttu og hana verður að hefja nú þegar. Akureyrarkonur! Allar þær Einingar-konur og aðrar, sem ætla sér að gefa barna- föt í Sovét-söfnunina, en hafa enn ekki afhent, eru vinsamlega beðnar að senda þau fyrir 25. Febrúar til undirritaðra. Guðfinna Hallgrímsdóttir Hafnar- str. 23B, Guðrún Sigurðardóttir, Lundargötu 7, Ingibjörg Eiríks- dóttir Þingvallaslræti 14. FRAMHALDS-AÐALFUNDUR ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGS AKUREYRAR verður haldinn í Verslun- armannahúsinu n. k. Fimtud. 22. þm. kl. 8% e.h. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosin stjórnogtrúnaðarráð 3. Lagabreytingar. ¦ 4. Rædd atvinnumál. 5. Orðið er laust. Fastlega skorað á alla félagsmenn að mæta. S t j ó r n i n . íresiabo elclcilil morquns þvisempan ab qjora i daq' Varslu DUinn qð ya- tryqcrja lausafe þitl? ^| cí> Eq œUaVi ab gjora \>ab 'a morqun Jwojur verWemumdeqi ofseinn" Ver qetum váiryqql lausafeyWmeXpezt umfaanlequmkjorum REYKJAVÍK

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.