Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.02.1945, Side 1

Alþýðumaðurinn - 20.02.1945, Side 1
ALÞÍÐUMAÐURINN XV. arg. Þriðjudaginn 20. Febrúar 1945 8. tbl. Atvinnumálin enn Fyrir frámunalegt framkvæmda- leysi bæjaryfirvaldanna standa verkamenn bæjarins nú frammi fyrir þeim raunveruleika að at- vinnuleysið er komið yfir þá. Þeir hafa treyst því að það at- vinnufyrirtæki, sem búið er að á- kveða að koma upp og þeim hefir verið lofað vinnu við yfir veturinn, mjndi verða eitthvað annað en stórar fyrirsagnir skrumgreina í blöðunum. Þeir hafa trúað því að þeir dagar væru á enda þegar mögru kýrnar eru árlega látnar éta upp þær feitu — þ. e. búið til atvinnuleysi yfir veturinn til að éta upp sumarþénustuna — og meira til. En svona er það og verður þar til verkalýðurinn hættir að fela þeim forystuna, sem ekkert vita hvað atvinnuleysi er og safna auði þegar aðrir berjast við skortinn. V ið atvinnuleysisskráninguna, sem fór fram í byrjun þessa mán- aðar, kom í ljós að til voru þeir verkamenn, sem enga vinnu höfðu haft síðan í Október s. 1. Og þótt um einhleypa menn væri að ræða, sem þó ekki var eingöngu, þá geta menn gert sér í hugarlund hvað sumartekjurnar eru lengi að fara, þótt öll sparsemi sé við höfð, þeg- ar þær eru ekki meiri en átta stunda vinna á dag gefur í aðra hönd. En hvað er og verður þá um fjölskyldufeður, sem eru í þessum hópi, eða hafa haft 10— 20 daga vinnu yfir þann tíma sem skráningin nær yfir? Og svo al- gert atvinnuleysi fram undan allt til vors. Hér þarf eitthvað að gjöra. Hér í blaðinu hefir verið sýnt frarn á að vinna verkamannanna (verka- fólksins) er undirstaðan undir gengi bæjarfélagsins. Það eru því svik við bæjarfélagið að láta þá ganga atvinnulausa. Hyggnir at- yinnurekendur leggja á það á- herslu að hafa næg verkefni handa því fólki, sem hjá því vinnur. Þar veltur ekki eingöngu á atvinnu- laununum heldur því að láta fram- leiða, búa í haginn, byggja upp. Bæjarfélagið á að fara eins að, og hagnaður þess mun verða meiri. Einginn getur látið sig þessi mál engu skifta. Ráða verður að leita til að reka atvinnuleysið á dyr. ✓ A framhaldsaðalfundi Alþýðu- flokksfélagsins á Fimmtudaginn kemur verða þessi mál til umræðu og gerðar í þeim ályktanir. Er þess vænst að félagsfólkið fjöl- menni á fundinn og taki þátt í um- ræðunum um málið og fylgi þeim tillögum, sem þar verða gjörðar. Ekkert vinnst án baráttu og hana verður að hefja nú þegar. Akureyrarkonur! Allar þær Einingar-konur og aðrar, sem ætla sér að gefa barna- föt í Sovét-söfnunina, en hafa enn ekki afhent, eru vinsamlega beðnar að senda þau fyrir 25. Febrúar til undirritaðra. Guðfinna Hallgrímsdóttir Hafnar- str. 23B, Guðrún Sigurðardóttir, Lundargötu 7, Ingibjörg Eiríks- dóttir Þingvallastræti 14. FRA MHA LDS-A ÐA LFU ND UR ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGS AKUREYRAR verður haldinn í Verslun- armannahúsinu n. k. Fimtud. 22. þm. lcl. 81?2 e.h. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosin stjórnogtrúnaðarráð 3. Lagabreytingar. • 4. Rædd atvinnumál. 5. Orðið er laust. Fastlega skorað á alla félagsmenn að mæta. S t j ó r n i n . lausafe y^armeX.bezt umfaanlegum kprum tnvtrcurruf íslank REYKJAVÍK

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.