Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.02.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 20.02.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞtSUMAÐURINN Spádómarnir rættust fyrr en búist var við. í síðasta blaði vannst ekki rúm til að ræða frekar um átökin í Verkamannafélaginu hér, og reyndar víðar í verklýðsfélögun- um, eu verður nú stuttlega gert hér vegna þess að báðir aðilarnir, sem að þessum átökum stóðu, forðast að geta hiuna raunveru- legu orsaka til þess að Moskva kommúnistar sigruðu í Verka- mannafélaginu og víðar, og vilja gjarna að þessi mál séu hér með þöguð í hel. Er nauðsynlegt að verkamenn geri sér þessi mál sem ljósust og það sem allra fyrst, því íyrir íslenskri verklýðshreyfingu liggur nú það hlutverk að forða samtökum sínum á líkan hátt og nágrannaþjóðir okkar — norður- landaþjóðirnar — gerðu fyrir rétt- um tug ára. Reyndar er það elcki í frásög- ur færandi þótt stjórnarskifti verði í einu félagi, en þó verður að telja það hér vegna þess með hverjum endemum tilkoma Verka- mannafélags Akureyrarkaupstað- ar varð, og hvernig komið er með þá órjúfandi „einingu“ og verka- manna-„vi]ja“, sem talið var í þann tíð að væru hollvættir hins nýja fósturs þeirra sameiningar- Jónanna. Það ldaut að velta á miklu að Verkamannafélag Akureyrarkaup- staðar yrði stofnað, fyrst til þess þólti þurfa að reka annað félag úr Aíþýðusambandinu — félag, sem hafði þá nýlokið þeim bestu samn- ingum við atvinnurekendur fyrir hönd verkafólksins, sem gerðir , voru á þeim tíma, og hafði hækk- að kaup verkafólksins á næstu 10 árum á undan, karla um 84% og kvenna um 114%. Og reka félag- ið án allra saka, eða brota á lög- um sambandsins. Og maður skyldi 'ætla að mikil gullöld myndi upp renna yfir Akureyrarbæ við til- komu hins nýja félags, sem slíkar fæðingarhríðir gengu á undan. Það þurfti engan spámann til að sjá fyrirætlanir kommúnista með rekstri Verklýðsfélags Akur- eyrar úr Alþýðusambandinu og' myndun hins nýja félags.Þöd voru ekki hagsmunir verkamannanna, sem þar voru liafðir fyrir augum. En þetta var nauðsynlegur áfangi á braut kommúnista til að ná völd- um í verklýðshreyfingunni hér. Eins og vitað er, slóu Kommún- istar og Framsóknarmenn saman búum sínum við stofnun Verka- mannafélagsins. „Verkam.“ 2. þ. m. gefur góða hugmynd um það hvort kommúnistar hafa verið að hugsa um hag verkamanna, er þeir þá bundu trúss sín í bagga með maddömu Framsókn, en um framkomu hennar segir blaðið, í skrautrannna og á fyrstu síðu: „Það vita svo sem allir, hversu Framsókn hefir lagt sig fram til þess að bæta kjör verkafólksins. Hér skulu rifjuð upp örfá dæmi af mörgum: 1. Þegar hið stóra verslunar- hús KEA var byggt, þar sem æðsta ráð Marteins leggur nú ráð sín um hvernig hægt sé að beita at- vinnurekendavaldi K. E. A. og S. í. S„ til að láta verkamenn kjósa Framsóknarlistann, þá þurfti Verkamannafél. Ak. að slöðva vinnu við útgröftinn í grunni hinnar miklu hallar, vegna þess; að K. E. A. braut kauptaxta verkamanna. 2. Haustið 1932 varð að gera verkfall í sláturhúsi K. E. A. á Tanganum, til þess að fá því fram- gengt, að K. E. A. borgaði gild- andi kauptaxta. 3. í árslokin 1937 varð verka- fólkið í verksmiðjum K.E.A. og S.Í.S., að gera verkfall til þess að fá lítilsháttar kjarabætur á laun- um, sem voru skammarlega lág.“ Svona lýsa ritarar „Verkam.“ Framsókn, sem sendirefur Moskva-kommúnista gerði samn- inga við um stofnun Verkamanna- félagsins, og yfir hvers fæðingu stóðu blessandi, og máttu trauðla tárum halda af hrifningu, allir helstu forystumenn kommúnista hér. Það gefur svo sem að skilja hver einlægni hefir búið bak við það makk, og blíðmæli, sem „Verkam.“ var þá með um^,skiln- inginn“, „einingarviljann“, og „sameiningarlipurðina“ hjá Fram- sókn. En Moskvamaðurinn hafði sín- ar afsakanir. í forskriftum hans er það ekki einungis talið fyrirgef- anlegt, heldur nauðsynlegt og happadrjúgt að gera bandalag við verstu óvini verkalýðsins um að ryðja úr vegi andstæðingum kommúnista, sem voru í þessu til- felli Alþýðuflokksmennirnir í Vprklýðsfélaginu. Síðar má svo sparka í þenna hjálparkokk, þegar hans er ekki þörf lengur. Hljóðan orðanna er máske ekki þessi, en andi þeirra ómengaður. Og síðau hafa Moskvamennirn- ir unnið markvisst að sigri sínurn í félaginu. Þeir hafa sópað þangað inn allskonar lýð, sem ekkert á heima í félaginu. Samúðarbaráttu- fúsunum, sem þeh- troða inn í öll verklýðsfélög til að ná þar yfir- ráðum með hjálp þeirra. Og nú töldu þeir tækifærið komið að sparka í Framsókn, og gerðu það líka. Settu hreinræktaða Moskva- kommúnista í stjórn, eins og þeim var uppálagt af stjórn Alþýðusam- bandsins. Menn voru að ræða um það sín á milli bæði fyrir og eftir kosning- arnar í V. A. að einkis myndi vera að vænta af varaformanni félags- ins. Alþm. hefir svo sem ekkert dá- læti á Birni Jónssyni. En það vill hann benda á að aldrei mun

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.