Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.02.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 20.02.1945, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUMAÐURiNN Jarðarför dóttur minnar, Þórunnar Þórarinsdóttur, sem lést að heimili sínu, Brekkugötu 5, Akureyri, þann 15. þ. m., fer fram frá Akureyrarkirkju Laugardaginn 24. Febr. n. k., kl. 1 e. h. Hólmfríður Jónsdóttir. Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför Benedikts Benediktssonar, kaupmanns. Margrét Sveinsdóttir.. Snorri Benediktsson. Asta Björnsdóttir. Jarðarför konunnar minnar Guðrúnar Jónasdóttur, sem andað- ist 10. þ. m. fer fram frá heimili hennar Aðalstræti 10, Akureyri, Fimtudaginn 22. þ. m., kl. 1 e. h. Fyrir mína hönd og barna okkar Þorvaldur Jónasson norðlenskri verklýðshreyfingu stafa meiri hætta og smán af hon- um en Steingrími Aðalsteinssyni. Meðan Steingr. hafði aðstöðu til að hafa áhrif á gang verklýðs- mála hér nyrðra — og það voru ekki mörg ár — drap hann undir sér Verkamannafélag Akureyrar og V. S. N. með öllum þeim fé- lögum sem í því voru. Hann mun enga hjálp þurfa til að drepa Verkamannafél. Akurýyrarkaup- staðar, ef hann fær að ráða þar nokkru til lengdar. Hlutur Framsóknar gat varla orðið rýrari í áður umtöluðum viðskiftum en hann nú er. Þeim Framsóknarmönnum var sagt það, þegar þeir slitu samvinnunni við Alþýðuflokksmennina í Verklýðs- félaginu, að það. væri verið að ginna þá, og þeim væri ekki annar hlutur ætlaður en að vera verk- færi í höndum kommúnista til að ná völdum í verkamannasamtök- unum hér. Þeir stóðust ekki vanga- veltur og hræsnismál Jóns Rafns- sonar og hafa nú orðið að þreifa á þeirri staðreynd að hafa verið notaðir sem stökkbretti mótstöðu- manna þeirra í verklýðsmálum til að ná • þeim áfanga, sem áætlun kommúnista hljóðaði upp á þegar þeir sameiningar-Jónarnir voru sendir hingað í liðsbón. Vinsældir Marteins Sigurðssonar noluðu þeir sér til að viða að sér liði til að byrja með, ginna hann og aðra Framsóknarmenn til að taka upp konnnúnistisk vinnubrögð eins og atvinnukúgun á hendur þeim, sem ekki beygðu sig í hlýðni þegar í stað. Kommúnistar stóðu álengdar sem áhorfendur þegar M. S. var að rölta á milli vinnustöðvanna og krefjast þess af atvinnurekendum að þeir rækju þá menn úr vinnu, sem ekki væru í V. A. Sumir keyptu sér vinnufrið með því að ganga í V. A., með fulla andúð á starfi Marteins. Aðrir gengu í önnur verklýðsfélög í bænum og eru nú óvirkir félagar í verklýðs- hreyfingunni. Þannig unnu komm- únistar að eyðileggingu þess at- kvæðaafls, sem verkamenn ráða yfir og tálguðu samtímis fylgið utan af M. S. sem foringja and- stöðunnar gegn kommúnistum í félaginu. Þannig hafa þeir kommúnistar reynst þéim Framsóknarmö'nnum sem samstarfsmenn og máttarstoð- ir „einingarinnar“, sem þeim verður svo tíðrætt um, og ættu þeir síðartöldu að vera hyggnari eftir en áður. Spárnar um að þessi yrði reynsla þeirra rættust fyr. en nokk- urn grunaði, en orsakirnar til þessa verða betur ræddar í næsta blaði í saml)andi við átökin svðra. Gistihús KEA fullgert S. 1. Þriðjudagskvöld hauð stjórn Kaupfélags Eyfirðinga for- ráðamönnum bæjarins, blaða- mönnum o. fl. að skoða Hótel K. E. A., en innanhússmíði þess er nú lokið og útbúnaði, nenia hvað eftir er að leggja teppi á stiga og ganga. Fyrst sýndi fram- kvæmdastjór KEA gestunum íbúð- arhebergi gistihússins. Eru þau öll með nýtísku sniði og þægind- um og hin vistlegustu. Er skoðun herbergjanna var lokið var gengið í veislusalinn. Er hann sérstak- lega fagur og haganlega gerður þegar tekið er tillit til þess Iive takmörkuðu rúmi er þar yfir að ráða. Er hann þrískiftur. Tveir veitingasalir með danssal á milli. Er hann fagurlega skreyttur með málverkum og ljósum. Fer ekki hjá því að bæjarbúar kjósi hann fyrir samkomuslað við hátíðahöld sín. Þá voru framreiddar rausnar- legar veitingar og Jakob Frí- mannsson, framkvæmdastjóri K. E. A. sagði sögu húsbyggingarinn- ar. Einnig töluðu þarna Steinn Steinsen bæjarstjóri, Ingimar Ey- dal stjórnarmeðlimur, Sig. Guð- mundsson skólameistari og Einar Árnason stjórnarformaður KEA. Allt var þetta, móttökurnar, veitingarnar og sýning hússins með sérstökum myndarbrag og al- úð. Var þessi kvöldstund hin á- nægjulegasta að öllu leyti og eiga bæjarbúar og aðrir, þeir, sem gisla hótelið eftir að eiga þar marga ánægustund og vellíðunar. Hótelstjóri er Jónas Lárusson. Er hann vakinn og sofinn í starfi sínu og hinn ahiðlegasli heim að sækja.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.