Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.02.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 20.02.1945, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUMAÐURIN N Friðjón Skarphéðinsson verður bæjarfógeti á Akureyri og S sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu. Eins og vitað er, sagði Sig. Egg- erz lausu bæjarfðgetaembættinu hér á sl. ári. Ernbættinu var slegið upp eftir áramótin og sóttu 13 um starfann. A ríkisráðsfundi 12. þ. m. veitti Forseti Islands Frið- jóni Skarphéðinssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði embættið frá 1. Mars n. k. I stuttu máli er þetta að segja um hinn lilkomandi bæjarfógeta hér og sýslumann Eyjafjarðar- sýslu: Friðjón Skarphéðinsson er 36 ára að aldri, fséddur 16. apríl 1909 að Oddsstöðum í Dölum. Hann tók stiidentspróf frá Mennta skólanúm í Reykjavík árið 1930. Embættisprófi í lögfræði lauk hann í febrúar 1935. Strax að af- loknu prófi varð hann fulltrúi hjá bæiarfógetanum í Flafnarfirði og gegndi því starfi til loka þess árs. Starfsmaður Olíuverslunar íslands var liann 1936—1937. Á árunum 1937 til 1938 dvaldi hann við framhaldsnám í Kaupmannahöfn. En er hann kom heim vorið 1938 var hann ráðinn bæjarstjóri í Hafn arfirði. Hefir hann gegnt því starfi síð- an við sívaxandi álit og vinsældir, enda sýnt frábærann dugnað í því starfi, bæði sem framkvæmdastjóri og skrifstofumaður. Mun því almennt fagnað að hingað kemur ungur maður og öt- ull í starfi, enda meira í samræmi við kröfur tímans, en gráar hærur og elli, en þær hafa of lengi ver- ið aðalmeðmælin með embættis- mönnum hér á landi. Árshátíð hélt Gagnfræðaskóli Akureyrar sl. Miðvikudagskvöld. Yar þetta fyrsta skemmtisamkoman, sem haldin hefir verið í hinum nýju salarkynnum skólans. Hátt á þriðja hundrað manns sátu að kaffi- drykkju í öðrum samkomusal skólans, en sungið var og dansað á næstu hæð fyrir ofan, í enn stærri sal. Nemendur gengu um beina og sáu um alla framreiðslu, og var allt þetta með sérstökum myndar- brag. Einnig fluttu nemendur all- ar fyrirfram ákveðnar ræður í hóf- inu, en auk þeirra töluðu skólastj. Þorst. M. Jónsson, Brynleifur To- biasson mennlaskólakennari, Brynj ólfur Sveinsson, menntaskólakenn- ari og Jón Sigurgeirsson kennari, sem stjórnaði samkomunni. Söng- kennari skólans, Áskell Jónsson stýrði söng, bæði undir borðum og síðar er nemendur sungu nokkur lög áður en dansinn hófst. Fór allt þetta hið besta fram og var sam- koman öll hin ánægjulegasta. Bílstjórafélag Akureyrar , heldur skennntifund fyrir félaga sína og gesti að Hótel Gullfoss, Föstudaginn 23. þ. m., kl. 9 e. h. Til skemmtunar verður: Kvik- mynd, upplestur og dans. Aðgöngu miðar seldir við innganginn. Frá Alþýðuflokksfélaginu Fyrri hluti aðalfundar félagsins var haldinn á Fimtudaginn var. Þrír nýir félagar-gengu inn á fund- inum. Síðari hluti fundarins verð- ur n. k. Fimtudagskvöld. Verður þá kosin stjórn og trúnaðarráð. Einnig verða rædd atvinnumál. Sjá augl. í blaðinu í dag. Kvenfélagið Hlíf heldur fund 22. Febrúar, kl. 8.30 e. h. í Skjaldborg. Fjölmennið. Ábyrgðarmaður: Erlingur Friðjónsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f. Frelsarar Grikklands Kommúnistar IJerjast eins og ljón við að troða því inn í þjóðina að uppreistarforingjarnir — EL- AS-mennirnir í Grikklandi væru að berjast fyrir frelsi grísku þjóð- arinnar, en gegn „kúgurum Breta“ En eins og allir vita, sem lesa ann- að en áróðursblöð og rit konnnún- ista voru og eru ELAS-mennirnir útsendarar Rússa til að reyna að brjótast til valda í Grikklandi og hnýta því aftan í Rússland, eins og kommar gerðu líka tilraun til að gera í Frakklandi, Belg íu og It- alíu, og munu reyna til að gera í öllum löndum, sem Þjóðverjar hafa undirokað. Meðan versta óöld in ríkti í Grikklandi, sendu bresku verklýðsfélögin nefnd manna þang að til að kynnast af eigin sjón og raun hvernig þessum umdeildu málum væri liáttað. Eftir heim- komu nefndarinnar höfðu fréttarit- arar þetta eftir henni að segja: Nefnd bresku verklýðsfélaganua (TUC), sem verið hafa í Grikk- landi að undanförnu, hefir nú birt skýrslu um það, sem fyrir augun bar og ýmislegt annað, sem varp- ar skýru ljósi á það, sem gerst hef- ir í Grikklandi. Nefndin sagði m. a., að ástandið í Grikklandi væri vægast sagt óskaplegt. Það væri eins og menn héldu, að annarhver maður væri ritari einhvers póli- tísks flokks og nefndin fullyrðir einnig, að óskaplegt blóðbað hefði orðið, ef Biætar hefðu ekki tekið í taumana gegn ELAS-mönnum. Ummæli nefndarinnar hafa vak- ið óhemju athygli, ekki sízt hispurs laus ummæli hennar um framferði ELAS-manna. Var sagt í skýrsl- unni, að mörg hundruð lík manna, sem ELAS-menn hefðu misþyrmt og síðan drepið, hefðu fundist. Þá væri mönnum unnvörpum brigsl- að um að hafa átt samvinnu við Þjóðverja og ríkti yfirleitt almenn tortryggni manna á meðal.“ Þetta er það, sem kommúnistar eru alltaf að boða að koma skuli.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.