Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.02.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 27.02.1945, Blaðsíða 1
XV. árg. Þriðjudaginn 27. Febrúar 1945 I 9. tbl. Frá aðaifundi Alþýðuflokks félags Akureyrar. Ný stjórn kosin. Rædd atvinnumál og ályktanir gerð- ar í sambandi við þau. — Von margra nýrra félaga á næstunni. Framhalds-aðalfundur Alþýðu- flokksfélags Akureyrar var hald- inn sl. Fimtudagskvöld. Fundurinn var fjölsóttur og hinn fjörugasti. Breytt var einni grein laganna. Var um formsbreytingu að ræða en ekki efnis. Aður en til stjórnar- kosningar var gengið, lýsti formað- xlv því yfir að — að tilhlutun stjórnarinnar — hefði fundur trún aðarmannaráðs á Þriðjudags- kvöldið orðið ásáttur um að leggja til að breytt yrði um stjórn í félag- inu að allverulegu leyti, með það fyrir augum að koma yngri mönn- úm meira inn í félagsstörfin en verið hefir. Benti hann á Braga Sigurjónsson kennara sem álitlegt formannsefni. Var svo vikið að kosningu og eftirtaldir menn kosn- ir í stjórn í einu hljóði: Bragi Sigurjónsson, formaður Steindór Steindórsson, ritari Jón Hinriksson, gjaldkeri Hafsteinn Halldórss., v.form. Hallgrímur Vilhjálmsson, meðstjórnandi. Varastjórn: Halldór Friðjónsson, vararitari Erlingur Friðjónsson, varagjaldk. Þorst. Svanlaugsson, varameðstj. Endurskoðendur félagsreikninga: Björn Einarsson, Júlíus Davíðsson, og til vara: Jóhann Árnason. / trúnaðarmannaráð voru kosnir: Svanlaugur Jónassoh, Halldór Friðjónsson, Júlíus Davíðsson, Arni Þorgrímsson, Þorsteinn Jónsson, Og til vara: Þorsteinn Svanlaugsson, Gustav Jónasson, Baldyin Sigurðsson, Halldór Halldórsson, Þórai'inn Björnsson. Trúnaðarmannaráð skipa, auk þessara 5 manna, aðalstjórn og fulltrúi Alþýðuflokksins í bæjar- stjórn — 11 menn alls. Að kosningum loknum hófu'st fjörugar umræður um atvinnumál. Var Halldór Friðjónsson málshefj- andi. Benti hann á að starf Al- þýðuflokksins í atvinnumálum væri Jvíþætt. I fyrsta lagi á vett- vangi stjórnmálanna, þar sem flokkurinn leitaðist við að beina atvinnumálum þjóðarinnar inn á brautir sósialjsmans eftir því sem hægt væri, og heima í héraði, þar sem flokksfélögin reyndu að vinna að því að koma á hagnýtara skipu- lagi atvinnumálanna en verið hef- ir. Að umræðum loknum voru eft- irfarandi tillögur samþykktar með öllum greiddum atkvæðum: „Fundur í Alþýðuflokksfélagi Akureyrar, haldinn 22. Febrúar 1945, ályktar: 1. Að tímabært sé nú þegar hér á landi, að hefja öflugt starf fyrir framgangi þeirrar meginstefnu í atvinnumálum, sem mörkuð liefir verið af forystumönnum hinna sameinuðu þjóða, og er í fullu samræmi við stefnuskrá alþýðu- flokkanna, og framkvæmast á í stríðslöndunum að styrjöldinni lokinni, að útrýina með afskiftum hins opinbera atvinnu- og öryggis- leysi hins vinnandi lýðs, sem f>rá- falt hlýtur að fylgja auðvalds- skipulaginu. Telur fundurinn að allir þeir, sem láta sig þjóðmál einhverju skifta, verði nú þegar að hefja baráttu fyrir framkvæmd þessara mála, bæði heima í héraði og á opinberum vettvangi. Ákveð- ur Alþýðuflokksfélag Akuieyrar að beita sér af alefli fyrir þessum málum, sem virkur þátttakandi í starfi Alþýðuflokksins — og þá sérstaklega innan vél>anda bæjar- félagsins, og heitir á alla fram- gjarna meiin og konur — einkum í alþýðustétt — að styðja félagið af alúð og einurð að þessu starfi. Samþykkir fundurinn að feía stjórn félagsins og trúnaðaiinanna- ráði að semja drög að starfsskrá fyrir félagið í málinu og leggja hana fyrir næsta fund til umræðu og samþykktar. 2. Funduriun átelur harðlega framkvæmdaleysi bæjarstjórnar og bæjarstjóra við undirbúning á byggingu hafnarmannvirkjanna á Oddeyrartanga — eiiia iramtíðar- fyrirtækisins, sem ákveðið hefir verið að bærinn komi á fót og reki til atvinnuaukningar og hagnaðar fyrir bæinn, og krefst þess að byggingarframkvæmdir verði tekn- ar upp á þessum vetri. 3. En þar sem mikið atvinnu-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.