Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.02.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 27.02.1945, Blaðsíða 3
Nýr bæjarstjóri í Hafn- arfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefir ráðið Eirík Pálsson, lögfræðing, Hjartarsonar, frá Olduhrygg í Svarfaðardal, bæjarstjóra í Plaf- arfirði, í stað Friðjóns Skarphéð- inssonar. Klaufalegar blekkingar Riststj. „Yerkam.“ er að slá um sig með því að átelja að ekki sé gert ráð fyrir framlagi til hafnar- mannvirkjanna á Oddeyrartanga á tekju- og útgjaldaáætlun hafnar- sjóðs fyrir þetta ár. Vitur er hann enn, blessaður! Veit hann ekki að jafn stórfelldar nýbyggingar og hér uti ræðir, eru ekki teknar upp á árlegan rekstursreikning sér- stakra liða fjárhagsáætlunarinn- ar?.Og býst liamrvið að miljóna- fyrirtækjum verði komið upp með smávegis framlögum úr hafnar- sjóði? Sjálfsagt veit Jakob Arnason, bæjarfulltrúi -þetta, þótt hitt eigi að ganga í sérstaka tegund manna, sem „Verkama.“ er ritaður til að blekkja. Og J. Á. veit annað við- víkjandi þessu máli. Hækkun á tekjum hafnarsjóðs, sem fást með nýjum lögum, sem samþykkt hafa verið, en bæjarstjóra hefir skort manndóm til að fá staðfest af til- heyrandi ráðherra, á að verja til byggingar hafnarmannvirkjanna á Tangamun. Og enn veit J. Á., eins og allir aðrir, að lántöku þarf til að koma umræddum mannvirkj- um upp, enda ekki nema sjálf- ságt, þar sem þetta fyrirtæki kem- ur til með að standa undir bygg- ingu og rekstri þess. Að þessu at- huguðu virðist „Verkamaðurinn“ varla hafa getað lent í klaufalegri blekkingum viðvíkjandi þessum málum, en í þeetta sinn. Er ekki með 'því, sem hér hefir verið ságt, neitt verið að draga úr sök Sjálf- Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að sonur minn Hjalta andaðist á Kristneshæli 25. þ. m. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. A nton Tómasson. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Þórunnar Þórarinsdóllur frá' Skeggjastöðum. Ennfremur þökkum við hjartanlega þeim, sem sýndu henni vinsemd og hjálp í veikindum hennar. Fyrir hönd okkar og fjarstaddra vandamanna Guðrún Kr. Pálsdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, Bergljót Þórarinsdóttir, Jón Þórarinsson. Að tjaldabaki Öll þjóðin veit þegar aS vá liggur í lojti. Fundir miðstjórna stjórnmálaflokk- anna og lokaðir fundir á Alþingi eru haldnir. Hvað er að gcrast, spyr maður mann. En þjóðin fœr eklcert að vita. Og þó er svo mikið vitað, að hér er makkað um mál allrar þjóðarinnar og livers ein- asta einstaklings hennar. Útvarpið þegir. Ef blaðamennirnir spyrja, eru svörin þau, að ekkert megi segja — ekki enn. Og full- triiar þjóðarinnar velta vöngum á lokuð- um jundum Alþingis yfir máli, sem þjóð- in myndi skera einróma úr, ef hún vceri tilkvödd. Hvað á öll þessi hula — þetta baktjaldamakk að þýða? Þannig spyr þjóðin líka. Er þelta trauslið á þjóðinni, lýðfrelsið, ritfrelsið og málfrelsið, sem ríkja á í hinu nýja I ý ð v e l d i? DANSKA SKÁLDSAGAN BLÁMANNALÍF stæðisins og Framsóknar fyrir þann óheyrilega drátt, sem orðinn er á framkvæmdum á byggingu hafnarmannvirkjanna. ' Merkjasala Rauða-kross-deildar Akureyrar á Öskudaginn gaf í ágóða kr. 3515,10. Noregssöfnunin var orðin 1 milj. króna og rífléga það við síðustu mánaðamót. Þar að auki var fatasöfnunin verðlögð á 300 þús. kr. Hjónabönd. Ungfrú Sigurlína Pálsdóttir og Einar Magnússon, trésmiðuiv Ung- frú Hólmfríður Jónsdóttir og Gunnar Larsen framkvæmdastjóri. Ungfrú Þorgerður Kristjánsdóttir og Gústav Jónsson Brautarhóli, Frá M. F. A. Afgreiðslumaður M. F. A. bók- anna hér hefir beðið blaðið að geta þess, að bókin, Langt út í löndum, kom með Esju. Biður hann þá fé- lagsmenn, sem ekki hafa fengið þessa bók, að vitja hennar næstu daga. Tekið á móti nýjupm áskrif- endum. Bókin kemur ekki í bóka- búðir fyrst um sinn. Slcem prentvilla var í síðasta blaði, í 3. d. á 4. síðu, 7 línu að ofan. „Kúgurum Breta“ í stað „kúgun Breta“. Búið var að leiðrétta þetta, en af vangá hafði línan með skekkjunni verið sett inn aftur í stað þeirrar leið- réttu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.