Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.03.1945, Page 1

Alþýðumaðurinn - 06.03.1945, Page 1
ALÞÝÐU MAÐURIN N XV. árg. Þriðjudaginn 6. Mars 1945 | 10. tbl. „Sj áltstæðishetjurnar góðn“ að stðríum. Eru auðsæ landróð barnaleikur, sem alþjóð varðar enguP — Er alheimshróður íslensku þjóðarinnar hé- gómi, sem gerandi er að braskaravöru? — Varðar þjóð- ina ekkert um hvernig fulltrúar hennar haga sér ó A3- þingi, eða er verið að leyna hana ósæmilegu framferði þeirra, sem sfanda eiga vörð um hamingju hennar og heiður? Síðustu daga hefir almenningi ekki orðið tíðræddara um annaðen þau mál, sem fyrir nokkrum dög- um voru til meðferðar innan lok- aðra dyra Alþingis. Þjóðin veit að þar hafa alvöru- mál verið á ferð. Að þar heíir ver- ið fjallað um örlög hennar, að því leyti sem fulltrúar hennar í þing- inu gela um þau ráðið. En almenn- ingur fær engin svör við spurning- um sínum, og honum svíður sú lítilsvirðing, sem þingið sýnir þjóð inni, að trúa henni ekki fyrir mál- um, sem hana varðar fyrst og fremst. Þó er ekki svo að skilja að al- menningur sé uppnæmur fyrir hverju máli, sem á dagskrá er með þjóðinni. Það sýnir dálítið atvik, sem fyrir kom nú nýskeð. 16. f. m. þirti Tíminn grein eft- ir nafnkunnan mann, þar sem rætt var um viðskifti íslendinga og Dana fyrir og um fyrri heims- styrjöldina. Þar segir um fram- komu eins ráðherra vors, meðal annars á þessa leið: „Nokkrir angurgapar hugðust vinna sér frægðar með því að leita samninga við Engla og Þýskara. Varð það stutt gaman fyrir þá fyrr- nefndu og datt botninn úr þeim fyrr en varði. En Þjóðverjavinir voru menn skeleggari og höfðu ör- uggan forustusauð. Kom þar að þeir stóðu í sanmingum við þýsk- an stórhöfðingja, sem þá dvaldi í Höfn, og lyktaði með því að þá- verandi ráðherra gekk á fund þess þýska. Urðu Englar þess varir með- fram út af lausmælgi hins máluga milligöngumanns og Þjóðverja- dindils. En sá varð endir á, að trúnaðarmaður hans kærði ráð- herrann (auðvitað eftir að hann valt úr stóli) og millimanninn fyr- ir drottinssvik, með allýtarlegri skýrslu, þar sem gerð er grein fyr- ir viðhorfinu gegn þýsku krúnunni. Attum við að fá þýskan fursta að jarli og takmarkað þingræði á keisaravísu, auk 10 miljóna til járnbrautar austur um fjall í barnadúsu.“ Hér er hvorki meira né minna en fullkomið landráðamál á ferðinni, ef satt er frá skýrt, og því ljótara er það, sem sá ráðherra, sem um getur í þessari klausu. hefir verið talinn meðal freraslu sjálfstæðis- hetja landsins. En málið virðist ekki vekja meiri athygli en svo, að enginn, nema Alþýðubl., vekur á því frekari athygli. Maðurinn, sem segir frá þessu, er ekki sóttur til sáka fyrir sakarábúrðinn, og fvrrv. ráðherrann, sem við er átt, virðist taka þessu eins og sniðugum brandara — lætur sem sér sé þettá alveg óviðkomandi. Þegar þetta er athugað hlýtur það að gefa til kynna, að tilfinn- ing almennings fyrir misjafnri framkomu trúnaðarmanna þjóðar- innar í utanríkismálum er mun sljórri en gerist með öðrum siðuð- um þjóðum, og að menn, sem ekki gefa gaum svona fréttum, þótt þser heyri fortíðinni til, en komast í hálfgert uppnám vegna lokuðu fundanna á Alþingi um fyrri helgi, mundu ekki taka því þegjandi, að Alþingi sé slitið án þess þjóðin fái að vita hvernig frá þessum launmálum hefir verið gengið, og hvort það sé meiningin, að þing- heimur allur og rffisstjórn ætli með þögninni að taka á sig sök þeirra manna, sem svíkja vilja þjóðiiia í tryggðum, eða eru máske upphafsmenn þeirra vandræða, sem þing og stjórn voru að glíma við fyrir viku síðan? Þingmenn eru nú að koma heim til kjósenda sinna. Vitaskuld verða þeir, hver og einn, krafðir sagna um þetla. Ætiar ríkisstjórnin að láta þá skýra frá þessum málum á þann hátt, sem hver og einn þeirra telur vænlegast fyrir sig. að túlka málið? Hvernig halda menn að sú útkoma verði? Erlend biöð eru sögð þegar far- in að ræða þessi rtiál. Haft er eftir amerískum blöðum að krafa úm að ísland lýsi yfir að það sé í stríði við Möndulveldin, sé koni- in frá Rússum. Ef svo er, efast enginn um að krafan um þetta sé til þeirra (RússannaJ komin héð- an að heiman. Og frá hverjum? Grunurinn hlýtur af falla á póli- tíska vinnumenn Stalins hér heima. Og ef svo er, hví á að leyna þjóð- ina þvílíkum landráðum? Hvaða

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.