Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.03.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 06.03.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞ??TJMAÐURINN Frá heiidsala- hneykslúHi. Verðlagseftirlitið hefir enn kært þrjú heildsölufyrirtæki í Rvík. Eru þau Guðm. Olafsson & Co., Heildverslunin Berg, og Jóhann Karlsson & Co. Ymsar af þeim heildsölum, sem Verðlagseftirlitið hafði gefið frest til að gefa skýrsl- ur, til 20. s. 1. mánaðar, hafa engar skýrslur gefið, og verða sviftar innflutningsleyfum og væntanlega kærðar. Verður þetta ógeðslega mál víðtækara og ljótara með hverjum mánuði sem líður, og er þess að vænta að hið opinbera slaki ekki á klónni fyr en fullar upplýsingar hafa verið knúðar linkend á að sýna slíkum mönn- um? En ef Rússarnir hafa tekið þetta upp sjálfir og ótilkvaddir, hvað vilja þeir vera að sletta sér inn í utanríkismál vor? Um þetta hlýtur alltaf að verða spurt, með- an ríkisstjórnin þráast við að skýra opinbert og undandráttarlaust frá þessum málum. Hvernig þau hafa til hennar komið. Frá hverjum. Hverir af þingmönnum eða þing- flokkum hafa viljað fara að braska með heiðurog hamingju þjóðarinn- ar og hverir ekki. OG RÍKISSTJÓRNIN VERÐUR AÐ SVARA. Það hefir verið stolt og heiður þjóðar vorrar, að vera hlutlaus í ófriði. Að hafa gjört vopnin út- læg fyrir löngu, og bjóða öllum þjóðum skifti vinskapar og sið- menningar. Aðrar þjóðir hafa dáð * oss, meðal annars og ekki síst, fyr- ir þetta aðalsmerki menningar og manndóms. Eigum vér þá óvini, hvort sem eru útlendir eða innlendir, sem vilja tæla oss eða knýja til að víkja af þessari braut, krefjumst vér að vita hverir þeir eru. Við þeirri kröfu verður ríkis- stjórnin þegar að verða. fram og sökudólgunum hefir ver- ið hegnt eins og þeir hafa unnið til. Það hlýtur að vekja athygli hve hljótt er um þessi mál á opinber- um vettvangi. Ber það réttlætis- kennd hárra og lágra allt annað en glæsilegan vitnisburð. Bæjaríúgetaskiptin Hinn nýi bæjarfógeti, Friðjón Skarphéðinsson, kom hingað 1. þ. m. og tók við embætti sínu. Blaðið hafði tal af honum nú um helgina, þar sem hann býr til bráðabirgða á Hótel Goðafoss, og rabbaði við hann góða stund. Er hann hinn við- feldnasti maður, rösklegur og blátt áfram, og tekur hlutina auðsjáan- lega með alvöru og festu. Fer ekki hjá því að hér er traustur maður kominn að ábyrgðarmiklu starfi, og ber að fagna því, bæði fyrir hönd bæjar og sýslu. Hann er kvæntur, en vantar enn varanlegt húsnæði og varð því kona hans eftir syðra um stund. Fulltrúi fó- geta verður Sigurður Helgason, lögreglustjóri i Bolungarvík. Býð- ur Alþýðum. Friðjón Skarphéðins- son velkominn hingað og fagnar því, að kominn er ungur maður og álitlegur í jafn ábyrgðarmikla stöðu og bæjarfógetaembættið hér er. Fyrrv. bæj^rfógeti, Sig. Eggerz er á förum héðan til Rvíkur. I lok sýslufundar, sem er nýafstaðinn, hélt sýslunefnd honum veglegt kveðjusamsæti á Hótel KEA. Og á sjötugsafmæli lians 1. þ. m. héldu bæjarbúar honum fjölmennt sam- sæti á sama stað. Voru þau hjónin kvödd með mörgum ræðum og miklu þakldæti fyrir góða viðkynn- ingu og samstarf þau ár, er þau hafa dvalið hér. §Þnrlðar Slgnrðardóttlrl ekkja Jóns heitins Friðfinnssonar, móðir Finns ráðherra og þeirra systkina, andaðist að heimili sínu hér í bænum 1. þ. m. háöldruð kona. Með Þuríði er fallin í valinn ein af þeinr alþýðukonum þessa lands, sem stóðu í hinni hörðu bar- áttu við skort, harðrétti og vinnu- þrælkun síðari hluta síðustu aldar og nokkuð fram á þessa öld, en því betur, heyrir nú fortíðinni til. — Dagsverk slíkra kvenna lætur ekki hátt yfir sér, en er þó og hefir ver- ið einn snarasti þátturinn í baráttu þjóðarinar til sjálfstæðis og bættra lífskjara, sem vér vonum að kona framtíðarinnar fái að búa við, ef hana skortir ekki þegnskap, festu og hlýlund til að glæða arineld heimilanna í líkingu við konur þeirra kynslóðar, sem nú hverfur óðum fyrir ætternisstapann. Þeir sem þekktu Þuríði Sigurð- ardóttur munu minnast hennar með hlýhug og verðskuldaðri virðingu. Lengsta þingimi slitið Þinglausnir fóru fram s. 1. Laug- ardag. Þetta er lengsta þing, sem háð hefir verið í sögu landsins, Stóð 256 daga. Alls voru haldnir 383 þingfundir. 114 lög voru af- greidd. Samþykktar 78 þingsálykt- anir og 11 fyrirspurnum svarað. Næsta Alþing er kvatt saman 1, Okt. n. k. Mörgum mundi hafa þótt tilhlýði- legt að þingi, sem afgreiddi skiln- aðarmálið og endurreisn lýðveld- is á Islandi og setti því stjórnar- skrá, kaus fyrsta forseta þess, og ákvað algera stefnubreytingu í starfsháttum, hefði verið slitið á. virðulegri liátt en hér var gjört. Hefði, þó ekki væri meira við haft, verið „spandérað“ þjóðsöngnum upp á það. En það var öðru nær. Dauflegri þingslit hafa sjaldan átt sér stað.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.