Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.03.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 13.03.1945, Blaðsíða 1
ALÞYÐlí XV. arg. Þriðjudaginn 13. Mars 1945 I 11. tbl. Sorglegt slys. Sl. Laugardagsmorgun varð það sorglega slys við Glerárrafveituna, að Haukur Helgason, rafvirki, verkstjóri úti við hjá Rafveitu Ak- ureyrar, féll í Glerárfossinn og druknaði. Var hann að vinna uppi við stífluna, og gekk út á planka- brú, sem liggur yfir vatnsep í stífl- unni rétt ofan við fossinn. Brotnaði brúin undan honum og féll hann í fossinn. Náðist hann okki úr ánni fyr en niður undir sjó. Voru þegar gjörðar á honum lífgunartilraunir, en þær báru engan árangur. Haukur var þrítugur. Fæddur 3. Ágúst 1914, stjúpsonur Páls kaupm. Sigurgeirssonar. Hann var kvæntur, en barnlaus. Hann hafði lengi starfað hjá Rafveitunni, mest sem verkstjóri úti við. Sérstakt prúðmenni og vinsæll. Þótt ekki sé gagn að því að sak- ast um orðinn hlut, verður ekki hjá því komist að benda á, að þetta er annar maðurinn, sem ferst af slys- um hjá Rafveitu Akureyrar vegna slæms útbúnaðar. Hlýtur þetta að vekja athygli og þá spurningu um leið, hvort nauðsynlegt sé að starfsmenn rafveitunnar séu í sí- feldri hættu við störf sín.. Hættu, sem hægt ætti að vera að bægja frá þeim, ef öryggisútbúnaður og eft- irlit væri í fullu lagi. Virðist ekki vera til of mikils mælst að eftir þessu sé hugsað framvegis. Nýtt blað. Árni Bjarnarson útgefandi hefir hafið útgáfu nýs blaðs, sem heitir Edda. Á það að mestu leyti að fjalla um bókaút- gáfu og flytja fréttir frá bókamark- aðinum. Á það að segja frá rithöf- undum, bókaútgefendum, flytja "umsagnir um bækur, sem út koma og tilkynna hvaða bóka sé von á hverjum tíma. Þá flytur og blaðið sagnaþætti og auglýsingar um bæk- ur. Blaðið er í líku broti og Alþm. og á að koma út einu sinni í viku. Blaðið fer vel og myndarlega af stað. Vítavert framferði Eins og vitað er, er höfnin hér friðuð fyrir skotum og virðast bæj- arbúar yfirleitt samtaka um að halda sett fyrirmæli um þetta. Þó eru undantekningar frá þessu, en fáar, sem betur fer. I tvö skifti hafa menn staðið fyrir rétti vegna þess að þeir hafa gjörst friðrofar á þessu sviði. Virðast þeir breyta þannig til þess eins að fótumtroða þessi sjálfsögðu fyrirmæli, því um engan hagnað er að ræða vegna þessa verknaðar. Er þessum mönn- um, vægast sagt, einkennilega far- ið að leggja álit sitt að veði fyrir stundarsvölun þess stráksskapar, sem á bak við friðrofin stendur. Er þess að vænta að yfirvöldin sjái ekki í gegnum fingur við hvern þann sem brotlegur gjörist við friðunarfyrirmælin, og al- menningur láti þá seku finna það, að þeir verðskuldi fulla andúð samborgarana fyrir að rjúfa sett- an frið í höfninni. Bæjarbúi. „Alt Heidelberg" í ann- að sinn á akureyrsku leiksviði. Veturinn 1931—2 sýndi Karla- kórinn Geysir gleði- og söngleikinn „Alt Heidelberg" hér í leikhúsinu við mikla aðsókn og ánægju bæj- arbúa. Þá fóru þau hjónin Bjarni Bjarnason og Regína Þórðardótt- ir með aðalhlutverkin. Munu bæj- arbúar minnast þeirra lengi í þeim hlutverkum og þá um leið hins veg- lega söngs Geysis í leiknum. Nú er „Geysir" aftur á ferðhmi með þenna leik, og verður hann fyrst sýndur almenningi n.k. Fimtu dagskvöld. Fer ungfrú Brynhildur Steingrímsdóttir nú með hlutverk Katie og Jóhann Guðmundsson, póstþj. með hlutverk prinsins. Árni Jónsson er leikstjóri og fer einnig með hlutverk Lutz kammerherra. Um önnur hlutverk veit blaðið ekki Þarf ekki að efa að þessi leikur verði sóttur, svo hugnæmur er hann og glæsilegur. Agóðanum af leik- sýningunum verður varið til bygg- ingar Geysisheimilisins. Frá Alþýðublaðinu Bráðskemmtileg og spennandi saga er nýlega byrjuð að koma út í blaðinu. Fylgist með frá byrjun. Þeir, sem gjörast fastir áskrifend- ur frá 1. Mars, fá blaðið með sögunni frá byrjun. Einnig síðasta Jólablaðið og hátíðablað frá 17. Júní, meðan upplagið hrekkur. Afgreiðslan er í Lundargötu 5. Sími 110. — Ákveðið ykkur strax.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.