Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.03.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 13.03.1945, Blaðsíða 3
A L Þ Ý © U M A Ð U R x N N 3 VERST AÐ ÞEIR NEITUÐU EKKI. Eins og von er til hefir undan- farið verið nokkuð rætt í bænum um tillögur þær, sem lágu fyrir síðasta bæjarstjómarfundi frá ýmsum félagasamtökum hér í bæn- um. Fundur bæjarstjórnar vísaði þessum erindum til tilheyrandi nefnda, og hafa þær sumar þegar gjört í þeim samþykktir. Daginn eflir bæjarstjórnarfundinn var einn af heitt trúuðustu kommúnistum bæjarins að lýsa því á götum úti hvernig bæjarstjórn' hefði klárað málin, en bætti svo við, að reynd- ar hefði það verið verst að hún (bæjarstjórninj skildi ekki bara hafa neitað öllu. Gefur þetta hug- mynd um hvaða hugur fylgir mál- um þegar kommúnistaforystan er að skora á bæjarstjórn að bæta eitthvað úr atvinnuleysi verka- manna. AUKIN ATVINNA SKAPAR AT- VINNULEYSI! Það er haft eftir bæjarstjóra á síðasta fundi bæjarstjórnar, að hann liafi haldið því fram að tunnur ætti aðeins að smíða í at- vinnubótavinnu, því yrði tunnu- smíðið gjört hér að stöðugum at- vinnuauka myndi það draga menn annars staðar frá í bæinn og skapa aukið atvinnuleysi. Og auðvitað vildi þessi maður ekki vinna að því að kalla slíka óhamingju yfir bæinn. Fyrir næstu bæjarstjórnar- kosningar væri tilvalið að fá þi skýringu hjá bæjarstjóra og þeim bæjarfulltrúum, sem ala hann enn á íé bæjarins, hvort þeir hugsi sér Akureyrarbæ þannig í framtíðinni að enginn vilji hingað flytja? Ætla þeir að halda fólki í þeim hungur- kút, að alla lnylli við að búa hér? Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðarför móðúr okkar, Guðnýjar Margrétar Jónsdóttur. fer fram frá Akureyrar- kirkju Þriðjudaginn 20. Marz n.k. kl. 1 e. h. Mundíana Jónsdóttir. Dagbjört Tveiten. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu mér samúð og vináttu í sambandi við andlát og jarðarför HJALTA sonar míns Anton Tómasson. HÓGVÆRIR MENN Á BÁÐUM LEITUM. Ritstj. „Dags“ getur ekki nóg- samlega rómað þá hógvœrð, sem lýsi sér í kröfum fulltrúaráðs verklýðsfélaganna til síðasta bæj- arstjórnarfundar. Blaðið smitast líka svo greinilega af þessari hóg- værð, að það náðarsamlegast tel- ur sjálfsagt að taka þessi mál til athugunar og meðferðar, en hliðr- ar sér algerlega við að ræða um framkvœmdir í málunum. % HRIFL U -JÓNA SAR-LÍNA N. Kommar hafa nú enn einu sinni skift um línu. Áður máttu þeir ekki heyra minnst á nokkuð sam- starf eða samkrull við atvinnurek- endaflokkinn, en í síðustu viku tilkynnir aðalblað þeirra, að sam- vinna verði að hefjast milli at- vinnurekenda og kommúnista- sósialista kalla þeir sig, eftir stríð, ef heimurinn eigi að verða eins og þarf að vera. Eins og vitað er hefir Jónas frá Hriflu undanfarið barist tvíell- eftri baráttu fyrir því að atvinnu- rekendur láti meira til sín taka á stjórnmálasviðinu en verið hefir. Og nú koma þeir Moskvamennirn- ir, glaðir og vígreifir, og segja við Hriflumanninn. Við erum með á línunni. Margt hefir fyrir Jónas komið um dagana. En að hann fengi Moskvamennina inn á sína línu, svona andsk.... og fyrirhafnar- laust, hefir hann sjálfsagt aldrei dreymt um. BRYNJÓLFUR SKRIFAR. Brynjólfur Bjarnason, mennta- málaráðherra Hefir ritað skóla- meistara Menntaskóla Norður- lands bréf, þar sem hann aftur- kallar fyrirskipun menntamála- ráðherra fyrir röskum tug ára, sem leggur bann við að nemendur nefnds skóla blandi sér opinber- lega í stjórnmáladeilur meðan þeir dvelja í skólanum. Fyrirskipun þessi var gerð á þeim árum þegar þeir Brynjólfur og Einar Olgeirs- son töldu það sáluhjálparveg sinn að spilla friði og menningu í skól- um landsins, og Einar, að undir- lagi Brynjólfs, æsti nokkra drengi í skólanum til að fara að spila fífl og hóta byltingu og skólameistarí gerði þessum piltum svo hátt und- ir höfði að taka þá alvarlega, „Verkam.“ rómar mjög þetta. hreystiverk Brynjólfs, sem virðist þó verða ærið mikið minna við það að samtímis kemur tilkynning frá vígstöðvum hans, sem byltingar- foringja íslenskra kommúnista, þar sem talið er lífsnauðsyn til að bjarga æsku framtíðarinnar, að hefja samstarf við þau „auðvalds- öfl“, sem drengirnir í M. A. fyrir 10 árum síðan voru látnir segja. stríð á hendur. EFTIR HNATTSTÖÐU. í langri grein sem Sveinrr Bjarnason ritar í síðasta „ísl.“ aðallega til að sannfæra almenn- ing um að ekki eigi að byggja nýju hafnarmannvirkin norðan á Tanganum, telur hann það eitt a£ sínum framtíðardraumum, að stór-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.