Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.03.1945, Page 1

Alþýðumaðurinn - 20.03.1945, Page 1
XV. arg. Þriðjudaginn 20. Mars 1945 R | 1 TILKYNNING y 8 n ■ j Uppástungum um menn í stjórn Verklýðsfélags Akureyrar, endurskoðendur, fulltrúaráð og dómnefnd, sé skilað til varaformanns félagsins fyrir næstkomandi Sunnudag. — Akureyri, 19. Mars 1945. FÉLA GSS TJÓRNIN. f Nfl fflun Jónasi dyiiað. Rithöfundafélag íslands klofnar. Annað ritliöf- undafélag stofnað. Heitur aðalfundur nú um helgina. HÓTEL GULLFOSS BRENNUK Sl. Fimmtudagsnótt brann Hótel Gullfoss til kaldra kola að heita mátti. Að vým stendur skrokkur- inn uppi að miklu leyti, eu allur brunninn innan og eyðilagður af vatni. Eldsins varð vart í húsinu kl. 23,30 um kvöldið. Kom slökkvi- liðið þegar á vettvang og vann að slökkvistarfi til kl. 9 á Fimtudags- morgun. Onnur hús sakaði ekki, enda var logn. Hótel Gullfoss var járnklætt timburhús, byggt árið 1905 sem trésmíðaverkstæði, en síðar var því breytt í gistihús. Gat það hýst 40 gesti. Nú var það eign Gunnars Steingrímssonar. Húsið var þrjár hæðir ofanjarð ar. A neðstu hæð þess var veitinga- salur fyrir 80—100 gesti, einnig voru þar nokkur gestaherbergi. Á miðhæð var íbúð hóteleiganda og starfofMks, eldhús og nokkur gestaherbergi. Á efstu hæð gesta- herbergi. I húsinu bjuggu: Eigandi hótelsins með konu og barn og starfsfólk, alls 10 manns, 20 skólanemendur í vetrarleigu, en einnig voru þar nú 10 nætur- géstir. Svo ört breiddist eldurinn út, að litlu varð bjargað af innanhúss- munum. Bækur, áhöld og fatnað- ur skólanemenda og starfsfólks brann allt óvátryggt. Allt innbú hótelsins var lágt vátryggt, en húsið sjálft mun hins vegar hafa verið í hárri vátryggingu. Hefur eigandi þó hlotið mikið tjón, auk atvinnumissisins. Um upptök eldsins er blaðinu ekki kunnugt. Það er haft eftir Jónasi frá Hriflu, þegar rétturinn til að skifta hinúm opinbera styrk milli skálda og listamanna var tekinn af Menntamálaráði og fenginn sam- tökum þessara manna í hendur, að bi’átt myndi draga til átaka meðal rithöfunda um þenna styrk, og yrði gaman að fylgjast með þeim mál- um. Eins og hjá öðrum félögum listafólksins, hefir nefnd úr félag- inu annast skiptingu þess fjár, sem í'ithöf. hafa fengið. Hefir H. K. Laxness, að því að sagt er, ráðið þar öllu um, þótt ekki hafi hann átt sæti í nefndinni, og krafist þess að vera metinn svo hátt að hann gnæfði yfir alla aðra. Hefir nefnd- in látið undan þessu, og hlotið last fyrir hjá mörgum. Til átekta kom um kosningu þeirrar nefndar, sem úthlutaði síðasta styrk félagsins. Vann Laxnessflokkurinn kosning- una með eins atkvæðis meiri hluta. Nú um helgina hélt rithöfunda- félagið aðalfund. Við stjórnarkosn- ingu lögðu Laxnessingar sér til nær alla stjórnina. Gengu þá eftir- taldir rithöfundar af fundi, eftir all-heitar umræður og stofnuðu annað rithöfundafélag: Guðrn. G. Hagalín, Davíð Stef- ánsson, Friðrik Á. Brekkan, Jakob Thorarensen, Kristmann Guð- mundsson, Elinborg Lái'usdóttii', Sigurður Helgason, Gunnar M. Magnúss, Ármann Kr. Einarsson, Kjartan Gíslason. Einnig hafa sagt sig úr félaginu nú þegar Oskar Að- alsteinn Guðjónsson og Þórir Bergs son, og búist við að fleiri korni á eftir. Laxness situr eftir með 15 manns. Líklegt þykir að „gamli maður- inn“ fi'á Hriflu hafi hlegið dátt er honum barst þessi fregn. Ljósmóðir bæjarins, frú Jórunn Bjarnadóttir, er til heimilis á Hótel Goðafoss.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.