Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.03.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 20.03.1945, Blaðsíða 4
ALÞÝSUMAÖURíNN A Ð VÖ R U N Nefndin vill alvarlega aðvara þá utanbæjarmenn, sem keypt liafa -eða ætla að kaupa íbúðir í bænum, að gera ekki ráðstafanir til að flytja í þær, eins og stendur, því vegna til- finnanlegrar húsnæðiseklu, fá engir aðkomumenn að setjast hér að, nema þeir sem rétt hafa til þess samkv. húslaeigulög- um. — Af sömu ástæðu eru húsaeigendur í bænum varaðir við að leigja utanbæjarfólki. Þeir sem slíkt gera, mega búast við að verða sóttir til sekta, og aðkomufólkið verði borið út. Akureyri, 14. Mars 1945. t HÚSALEIGUNEFND AKUREYRAR. 1 | I I f- 1 1 I Auglýsing um skömmtun á erlendu smjöri. Samkvæmt reglugerð, útgefinni í dag, löggildist hér með stofnauki no. 1, sem fylgdi skömmtunarseðlum fyrir tímabilið 1. Jan.—1. Apríl, sem innkaupaheim- ild fyrir tveim pökkum (453gr.x2) af erlendu smjöri og gildir hann sem innkaupaheimild fyrir þessu magni til 1. Júlí n. k. Verð þessa smjörs, sem selt er gegn þessari inn- kaupaheimild, er ákveðið kr. 6,50 hver pakki í smá- sölu. t V iðskif tamálaráðuney tið, 3. Mars 1945. i 1 I I I 1 4__________;_______________________ fastir á hlutleysislínunni og Alþfl. og Framsókn. I öðru lagi er það vitað að for- maður Sjálfstæðisfl. virðist dingla í einhverri sérstakri hengingaról hjá kommúnistum, sem stundum virðist leiða til hinna furðulegustu athafna af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins, eins og órjúfandi samvinnu þessara flokka í verklýðsfélögun- um í Rvík o. fl. En hvað sem þessu líður sanna þau skrif sunnanblaðanna, sem hér hafa verið birt, að kommúnistafl. hefir viljað hrinda íslensku þjóð- inni út í styrjöldina til þess, að því er þeir virðast sjálfir halda, að þóknast „félaga Stalin,“ og hafa verið reiðubúnir <jð svíkja hlut þjóðarinnar. í öðru lagi er af þessurn skrif- um auðsætt að þá bliku er að draga upp á íslenskan stjórnmálahimin, sem úr mun hvessa fyr en síðar. Sú stund á ekki að vera langt und- an að íslenska þjóðin geri upp sakirnar við þá menn, sem dreym- ir um götuvígi í Reykjavík og rauða fánann með hamri og sigð blakti yfir Stjórnarráðshúsinu. „Grátnr í Tobbukoti" Fyrir nokkrum dögum var út- varpað fréttum til þjóðarinnar, sem glatt munu hafa margan mann- inn, en þær voru tilkynning um að ríkisstjórnin væri búin að selja öll fiskflök, sem framleidd verða á þessu ári fyrir svo gott verð að frystihúsin geta óhindrað haldið áfram rekstri sínum og greitt til- skilið verð til sjómanna og gild- andi kaup verkafólki sínu. í öðru lagi var tilkynnt að búið væri að selja allt síldarlysi og síld- ar- og fiskimjöl, sem framleitt verður í ár, fyrir sama verð og s. 1. ár. Og það þýðir í öðru lagi að síldarútvejginum er borgið þetta árið. Ekki hefir fy rirfundist rúm í Framsóknarblöðunum fyrir þessar fréttir, enda munu þær lítt hafa glatt forkólfa Framsóknar, jafn gapuxalega og þeir eru búnir að tala um „kaldakol“, sem alls stað- ar blöstu við sjónum þeirra. Verð- ur það ekki syrgt þótt grátur ríki nú í Tobbukoti Framsóknar, allar hennar hrakspár hafi orðið sér til skammar, og foringjaklíkan, sem reyndar er nú orðið, orðin í and- stöðu við liina óbreyttu liðsmenn flokksins, felli nú tár sín á leiðum „vesalings, bráðkvöddu“ vonamia sinna. Ábyrgðarmaður " Erlingur Friðjónsson PRENTSMIBJA BJÖRNS JONSSONAR H * F

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.