Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.04.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 04.04.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞ??UMAÐURINN Nýtlskn tunnnverksmiðja Niðurlag. I fyrri liluta þessarar greinar var drepið á helstu atriðin í verk- smiðjumálinu, þeim til athugunar, sem eitthvað vildu hugsa um málið Nú skal ég skýra það frekar hvaða leiðir væri fljótlegast að fara, og hvernig myndun og síðar rekstri þessa fyrirtækis yrði haganlegast fyrir komið. Það er þegar búið að skora á bæj arstjórn að taka þetta mál til athug unar. Eg tel réttast að byrja með að fá umsögn bæjarstjórnar sem allra fyrst um það hvort ijún vill sinna málinu, og á hvaða grundvelli. Eg tel myndun hlutafélags, þar sem bærinn er hluthafi, bestu leiðina, og ég get ekki séð að það ætti á nokkurn hátt að draga úr stuðningi og styrkveitingu frá Nýbyggingar- ráði að fyrirtækið verði að mestu eign þeirra, sem við það eiga að starfa og skipta. Verksmiðjuhúsið og skála til tunnúgeymslu tel ég sjálfsagt að byggja niðri við Tanga — ofan við væntanlegar síldarsöltunarstöðvar. Verður nú þegar að ákveða pláss fyrir þessa starfrækslu á þessum stað. Vélar verksmiðjunnar tel ég sjálf- sagt að fá frá Svíþjóð, strax og leið ir opnast þaðan. Og þeim verður að fylgja fagmaður, sem leiðbeini við niðursetningu þeirra og komi starfinu af stað. Ætti í þessu að fel ast tvennskonar trygging. Hagan- legt fyrirkomulag og góð vinna frá byrjun. Þá tel ég að jafnframt innkaup- unum á vinnuvélum, sé rétt og nauð synlegt að gera sanminga um inn- kaup á tmmuefni frá Svíþjóð. Með því hygg ég að tryggt yrði betra efnisval, en að kaupa áf Pétri og Pál i, án eftirlits eða nokkurra sér- stakra sjónarmiða. Og í þriðja lagi væri sjálfsagt að binda við þessi áframhaldandi ár- legu viðskifti, samninga um sölu á- kveðins tunnufjölda af síld. Er ekk ert annað líklegra en að hægt væri að fá öll þessi viðskipti við eitt og sama firma úti og myndi verða að því æskileg trygging í framtíðinni, án þess ég telji að það síldverkun- arfélag, sem ég ræði um síðar, bindi starf sitt eingöngu við Sví- þjóðarsíld. En því ræði ég þetta þrennt — innkaup vinnuvéla, kaup á tunnuefni, og síldarsölu, í sam- bandi hvað við annað, að allt þetta sé haft bak við eyrað þegar í fyrstu Þá kem ég að stofnun þess hluta- félags um tunnuverksmiðjuna og rekstur hennar, sem ég hefi drepið á hér á undan. Tel ég að þar eigi þrír aðilar að koma til. Bæjarfélag ið, verkamennirnir, sem vinna við verksmiðjuna, og síldarsaltendur hér á staðnum. Fyrst leggi bærinn fram það fé, sem hann telur sig geta lagt í fyrirtækið. Samtímis, eða að fengnu loforði bæjaiúns, myndi hæfilega margir verkamenn með sér samtök og leggi fram fé — vissan hluta stofnfjár verksmiðj- unnar — og verði þeir fastir starfs- menn í verksmiðjunni þann tíma úr árinu, sem hún starfar, en það hef ég áætlað 7—8 mán. Frá því í Okt. fram í Maí. Með því að sömu menn vinni ár eftir ár í verksmiðj- unni vinnst tvennt — meiri afköst og betri vinna, en þetta tvennt eru einmitt tveir traustustu hornsteinar þessa fyrirtækis. Ef framlag bæjarins og verka- mannanna nægir ekki til að koma verksmiðjunni á fót -— má líka reikna með styrk frá Nýbyggingar- ráði — væri ekki óeðlilegt að síld- arsaltendur styddu að þessu með framlagi hlutafjár. Það er engin smáræðis trygging í því að hafa æv inlega nægar tunnur á staðnum og þurfa ekki að binda sig fyrirfram fjárhagslegum böndum hjá væntan- legum kaupendum. Væri máske ekkert annað eðlilegra en að þessir þrír aðilar ættu og rækju tunnu- verksmiðjuna, og yrði samtímis aukin síldarverkun hér á staðnum með það fyrir augum að skapa markað fyrir tunnurnar, og auka sumaratvinnu í bænum fyrir verka konur og nokkurn hluta þeirra manna, sem vinna í verksmiðjunni á vetrum. Ætti að stefna að því að verka aldrei minna af síld hér í bænum á sumri hverju en 50—70 þús. tunnur. Væri ekkert eðlilegra en að verksmiðjufélagið sjálft ræki síldarverkun í myndarlegum stíl, einmitt með tilliti til þeiri'a samn- inga, sem ég áður hefi drepið á. Þetta mál þarf svo ekki að verða mikið lengra. Eg hef kastað þess- um athugunum og tillögum fram, ekki sem síðasta orði í þessu máli, heldur sem grundvelli, sem nota mætti til hliðsjónar við frekari und irbúning og síðar ákvarðanir. Virð ist mér að mál þetta ætti að ganga fram hið allra fyrsta, og hér sé um það fyrirtæki að ræða, sem ætti að vera tryggt í framtíðinni, og veita allverulega atvinnuaukningu í bæn um þann tíma ársins, sem mest er þörf fyrir hana. Halldór Friðjónsson. A Iþýðuflokksfundur Eins og auglýst er í blaðinu í dag verður fundur í Alþýðuflokks- félaginu n. k. Föstudagskvöld. Er þess vænst að félagsfólkið mæti vel og taki þátt í afgreiðslu þeirra merku mála, sem þar verða til með ferðar. Aðalfundur V. A. Eins og auglýst er í blaðinu í dag verður aðalfundur Verklýðsfélags Akureyrar haldinn á Sunnudaginn kemur. Er þess að vænta að félags- fólkið fjölmenni á fundinn og svari þannig á viðeigandi hátt lyguni Björns Jónssonár, Snædals og Ja- r _ kobs Arnasonar um félagið.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.